Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 29

Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 29
ar yðar. Ég ætla að fara upp eftir linunni og athuga þetta slys, sem þer segið, að ekki hafi verið neitt slys. Georg sneri sig lausan. Allt i einu hugsaði hann til Mary, svo að aðrar hugsanir komust þar ekki að. Hann varð að komast til Mary. Þegar hann kom i brekkuna upp af ibúðarhverfinu var hann á harðahlaup- um og með ákafan hjartslátt. Georg opnaði útidyrnar og fór inn i litlu forstofuna. — Mary! kallaði hann. Hann gekk inn i stofuna. Þarna var blað, reist upp á rönd, á arinhillunni, og hann þaut til og greip blaðið með sveittum höndunum. Á blaðið var krotað með fljótfærnislegri rithönd:: „Elskan min! Hún frú Surtees kom og bað mig að koma með sér i búðir fyrir hádegisverðinn. Og svo förum við út i veiðihúsið Hún sagði mér, að mað- urinn sinn mundi taka þig á vinnu- staðnum kring um hádegi. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Hún biður min úti og ég get ekki neitað henni. Hvernig gæti ég það? en ég trúi þér. M.’\ Það fór kuldahrollur um Georg. Meðan hann kreisti blaðið i hendi sér sagði hann við sjálfan sig: Rólegur nú! Ekki sleppa sér! Þú finnur Mary og þennan Surtees-kvenmann i einhverri búðinni. Hann fór út og gekk siðan niður brekkuna. Fyrst fór hann á markaðinn. Ungi forstjórinn sagði við hann: — Já, frú Surtees og konan yðar voru hérna fyrir stundarkorni. — Þá var að reyna fyrir sér i járnvörubúðinni og kaffistofunni á horninu. Eins og hjá úrsmiðnum, kvenfataverzluninni og hárgreiðslu- konunni. Leita allsstaðar Og svipast um eftir bláum bil. Konurnar voru farnar úr Northbank. Það þóttist Georg nú orðinn viss um. Hann hljóp i bilastöð fyrirtækisins og bað verkstjórann að ljá sér jeppa. 1 honum ók hann út úr bænum, og beygði inn á moldargötu, sem lá fram með vik- inni fyrir ofan jarnbrautarlinuna. Það- an var útsýni yfir linuna og bláan sjó- inn. Sem snöggvast skyggðu þéttir runnar á vatnsflötina. Þegar hann kom aftur i ljós gat hanri séð skarðið i klettinum sem lá að djúpa gilinu, sem var hálf mila á lengd og skildi sundur efri og neðri vikina. Á hverju flóði féllu öldurnar yfir grjótið. Hann sá vinnustöðina til vinstri hand- ar og brúna, sem lá yfir efri endann á gilinu. Nú lá vondi vegurinn niður i móti, gegn um skóg og grundir, skammt frá sjávarbakkanum. Svo beygði hann fyrir hvasst horn og var þá kominn inn um hliðið við veiðihús Warners. Þetta var stórt hús og umgirt trjám. Georg steig út úr jeppanum og gekk að framhlið hússins sjávarmegin. Þá kom hann upp á steinlagðan garðhjalla og um leið kom hann auga á Mary. Hún sat þarna alein i strástól og dreypti á kaffibolla. Þegar hún leit við og sá hann, stóð hún snöggt upp..., setti bollaparið á borðið og gekk til hans, kviðin á svipinn. — Georg! Hann greip um handlegginn á henni. — Hvar eru þau? sagði hann snöggt. — Hún er inni i eldhúsi. — En hann? — Ég hef ekki séð hann. — Ég er hérna á jeppa, sagði Georg, —og ætla að taká þig burt héðan.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.