Vikan

Issue

Vikan - 23.08.1973, Page 34

Vikan - 23.08.1973, Page 34
Sumarsaga Hún deplaði augunum og varirnar hreyfðust. — Heyrirðu til min? — Já stundi hún, Mennirnir uppi i brúnni stækkuðu eftir þvi sem þau nálguðust og urðu greinilegri eftir þvi sem Georg batnaði i augunum . Hann gat þekkt nokkra þeirra. Sumir hlupu fram og aftur og nú sá hann þá renna kaðli ofan af brúninni og niður að vatninu. Hann leit snöggt kring um sig i bátn- um. Þarna var litil snærishönk, næst- um við fætur hans, og hann laut niður og greip hana. Hann batt snærið utan úm Mary og sneri siðan að henni baki. — Taktu um hálsinn á mér! æpti hann. Það tók hana nokkrar sekúndúr að hlýða þessari skipun, en loksins fann hann hendurnar a henni koma upp yfir axlirnar á sér. Þá batt hann snærið utan um sig. Hægt og með erfiðismunum bar hann hana þannig aftast i bátinn. Hann horfði nú til baka yfir alla breiðu Efrivikina. Og þá sá hann litinn blett, sem hlaut að vera jullan hans Surtees að leggjast að bryggjunni við veiðihúsið. Hann hugsaði með sér, næstum sigrihrós- andi: Þú getur strokið, en sjórinn er að baki þér og fjöllinn framundan og annað kemstu ekki. Og við ætlum að lifa nógu lengi til að sjá þig hengdan. Hann sneri sér við þegar þau voru komin aftur i. Brúin var þarna rétt framundan, þar sem mennirnir biðu og kaðlarnir dingluðu. Báðir voru þeir með lykkju á enda. — Haltu þér fast, hvislaði hann ákaft. — Haltu þér nú fast! Báturinn snerist og vaggaði ofsalega þegar kom i harða strauminn milli klettanna. Georg gat heyrt þytinn og freyðandi strauminn handan við brúna. Annar kaðallinn hreyfðist óreglulega, en loks lenti hann i straumnum innan seilingar frá Mary og Georg. Hann straukst við bátinn, og nú fyrst fannst honum Mary vera farin að skilja, hvað um var að vera. Hendurnar héldu dauðahaldi i hann og þegar hann hreyfði sig, fann hann, að hún létti undir með honum. Hann sá lykkjuna koma fyrir stefnið á bátnum og lækka siðan. Hún kom þjótandi að honum og þá rétti hann út hanalegginn og krækti honum i lykkjuna. Siðan greip hann hægri hendi um vinstra únlið og hallaði sér fram um leið. Hann féll fyrir borð og tók Mary með sér út i beljandi strauminn. Þegar niður i vatnið kom, var kaðall- inn næstum búinn að toga handlegginn á honum úr liði.Munnurinn a honum opnáðist af sarsaukanum og hann hélt, að hann væri að drukkna. En mennirnir sem héldu i kaðalinn fóru með hann eins og fisk á færi og ýmist slökuðu á eða toguðu i og þá varð það ekki eins sárt. Og höfuðið á Gorg kom upp úr vatninu. Enn righlet Mary sér i axlirn- ar á honum. Kaðallinn var smámsaman togaður nær bakkanum hægra megin við gilið.Menn höfðu klifrað niður bratta klettinn og biðu með útréttar hendur niðri við strauminn. Loks náðu þeir i Georg og drógu þau bæði upp á klett- aná, og einhver lagðist á hné og losaði þau úr böndunum. Georg sneri rennblautu höfðinu til þess að lita á konu sina. Augu þeirra mættust. — Mér er óhætt, Georg sagði Mary. Hann þekkti að mennirnir voru úr byggingarflokknum, en nú var kominn i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.