Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 10
Svava Jakobsdóttir Hún veit ekki, hvaö er í blýhólkn- um VfZTJÍ EFTIR LÚPUS Islenzk stiórnmál þykja I næsta föstum skoröum, en þó veröur ýmiss konar ný- breytni vart síöari ár. Athyglisveröast er, aö flokkarnir tefla nú fram oftar en áöur kunnum og æruveröugum borgurum, sem Htiö eöa ekkert hafa fengizt viö stjórnmál áöur. Slikt er auðvitaö gert I þvl skyni aö laöa aö nýja kjósendur, en þessir lukkuriddarar halda sdr sföan margir hverjir alveg eins fast I stólbríkurnar á alþingi og hinir, sem hafa veriö staðráönir aö gera sér stjórnmál aö at- vinnu allt frá ungum aldri. Alþýöubandalagiö hefur beitt þessari aö ferö mjög, enda þótt hún minni fremur á kapltalisma en kommúnisma. Þaö hefur leitaö samstarfs viö margs konar aöila til aö afla sér nýrra atkvæöa ogfirrasig tortryggni og andúö. Fyrir siöustu kosningar virtist því hins vegar hafa mistekizthrapallegaþetta á- róöursbragð, er fyrrum bar mikinn árangur. Sambúðinni viö Hannibal Valdimarsson og nánustu samherja hans var þá lokiö, en einnig voru Björn Jónsson og Karl Guöjóns'- son á brott úr þingsveit Alþyðubandalagsins. Mátti þaö einkum kvíöa hlut sínum i Reykja- vík með hliösjón af alþingiskosningunum 1967. Greip Magnús Kjartansson þá til þess ráös aö mæla meö Svövu Jakobsdóttur rit- höfundi til framboðs I vonarsæti á lista Al- þýöubandalagsins I höfuöstaðnum. Fékk hann þvi ráöiö, þó aö sumum lundstiröum sálufélögum hans litist ekkert á þessa ó væntu og einkennilegu tillögu. Magnús gat hins vegar hrósaö happi eftir kosningar. Framboð Svövu varö Alþýöubandalaginu augljós ávinningur og tryggöi henni ágæta vinnu utan heimilis næstu fjögur ár. Svava Jakobsdóttir fæddist I Neskaupstaö 4. október 1930 og er dóttir séra Jakobs Jóns- sonar, prests Hallgrlmskirkjusafnaöar I Reykjavík, og konu hans, Þóru Einarsdóttir. Hún fluttist kornung meö foreldrum sinum til Kanada, þar sem faöir hennar var prestur I Winnipeg og slöar I Vatnabyggöum til 1940, þegar fjölskyldan sneri aftur heim til Islands og settist aö i höfuöborginni.Svava varö stúd ent I Reykjavík 1949 og stundaöi þvl næst bókmenntanám I Bandarlkjunum þrjú ár, en 10 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.