Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 33
HÚSGACNAVINNIJSTOFA
Ingvars og Gylfa
SÉRVERZLUN MEÐ RÚM
býður upp á mikið úrval af hjónarúmum og eins-
mannsrúmum í flestum lengdum og breiddum.
Einnig mikið úrval af alls konar rúmteppum.
Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa
Grensásvegi 3 — Simar 33-5-30 og 36-5-30.
ég held ég sé bara að deyja. Mig
langar til að fara beint um borð
aftur.
— Nei, gerið það ekki, sagði
hann. — Veitið mér ofurlitið
tækifæri. Guð minn góður, það
munaði minnstu, að ég sleppti
þessari veislu! Það er dagsatt.
Ég ætlaði i fyrstu alls ekki að
fara. Og svo á, samri stundu og ég
hafði séð yður, þá skildi ég, að
það var hið gáfulegasta, sem ég
hef nokkurn tima gert. Svo að ég
segi yður það alveg hreinskilnis-
lega, þá svitnaði ég, þegar ég sá
yður sitja hérna og þennan kjól og
allt...
— Kjólinnminn? Þessadruslu,
hrópaði hún upp yfir sig. — Hann
er hundgamall. Ég fékk mér
hann, áður en ég fór út. Ég vildi
ekki koma i neinum af frönsku
kjólunum minum i kvöld, vegna
þess að...ja, i Frakklandi tekur
nátturlega enginn neitt sérstak-
lega eftir þeim, en ég hélt, að hér i
New York þættu þeir kannski of
djarfir. Þér vitið jú, hvernig
Parisarföt eru. Þau eru svo
frönsk.
— Það væri gaman aö sjá yður
i þeim, sagði hann. — Nei, hvað
er að sjá þetta! Þér hafið ekkert i
glasinu. Leyfið mér aö sjá um það
fyrir yður. Sitjið hér á meöan.
Aftur fór hann og kom til baka,
og aftur hélt hann á tveim glösum
með litlausum vökva. Og hann
tók aftur að horfa á ungu konuna.
— A votre santé, sagöi hún.
— Guö, ef ég gæti bara stillt mig.
Ég meina: Skál!
— I kvöld hef ég haft heppnina
með mér. Ég vildi, að við gætum
fariö eitthvað. Marge segir, að
þau ætli að rúlla upp teppinu og
dansa, og þá koma allir og bjóða
yður upp. Þar meö er ég úr
sögunni.
— Ó, ég vil ekki dansa, sagði
hún. — Ameriskir herrar dansa
svo illa, flestir. Og ég vil ekki
hitta margt fólk. Þaö er svo erfitt
aö tala við það. Þaö er eins og ég
skilji bara ekki, hvað fólkiö hér i
New York er að tala um, siðan ég
kom að utan. Þeim hlýtur að
finnast skrilmáliö þeirra
skemmtilegt en mér finnst það
ekki.
— Vitið þér, hvað viö gætum
gert,sagði hann. — Ef þér viljið
aö sjálfsögðu. Viö gætum beðið,
þar til þau fara að dansa, og siðan
gætum við stungið af. Við gætum
skotist út og litið á borgina. Hvað
segið þér um það?
— Já, það gæti verið
spennandi, sagði hún. — Ég
mundi gjarnan vilja sjá nokkra af
þessum nýju stöðum ykkar. Ég
hef heyrt, að einhverjir séu mjög
skemmtilegir. Ég geri ráð fyrir,
að vinið sé sterkt þar, en það
skiptir mig engu máli. Það hlýtur
að vera vegna þess, að ég er ekki
vön öðru en þessum frábæru
frönsku vinum.
— Viljið þér fá tiu dropa i við-
bót, spurði hann.
— Já, svaraði hún, — kannski
pinulitið. Maður verður vist að
gera eins og allir hinir, er það
ekki?
— Það sama, spurði hann. —
Dry gin?
— S il vous plait, sagði hún.
— Já.
— Guð, hvað við munum
skemmta okkur vel i kvöld, sagöi
hann.
i þriðja skipti fór hann og kom
aftur. Hann horfði á hana og
drakk.
— C ést ne pas mal, sagði hún.
— Það er litill staður við eina
breiðgötuna i Paris, þar sem
fékkst likjör, sem er næstum þvi
eins á bragðið og þetta gér. Ó,
hvað ég vildi vera þar núna.
— Eftir svolitla stund langar
yður ekki vitund þangað, sagði
hann. Það er litill staður á fimm-
tugustu og annarri götu. Ég hef
hugsað mér að fara meö yður
þangað fyrst. Heyriö þér, þegar
þau byrja að dansa, munið þá, að
þér farið að sækja kápuna yðar og
hittið mig i forstofunni. Þaö er á-
stæðulaust að kveöja. Marge
tekur varla eftir þvi, þótt viö
förum. Ég skal sýna yður nokkra
staði, svo að þér gleymið Paris.
— Nei, sagði hún. — segið þetta
ekki. Gerið það fyrir mig að segja
þetta ekki. Eins og ég geti
nokkurn tima gleymt Pari minni?
Þér hafið ekki hugmynd um, hvi-
likar tilfinningar ég ber i brjóst til
þeirrar borgar. í hvert einasta
skipti, sem einhver segir „Paris”
er ég næstum farin að hágráta.
— Það megið þér vel gera,
sagði hann. — Bara ef þér gerið
það viö öxl mina. Eigum viö aö
Framhald á bls. 36
Electrolux
Eldavélin NOVA 160
Hún hefur 4 hellur með stiglausri stillingu (2
hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálf-
virkum hitastilli). Tveir ofnar. Sá efri rúmar
54 litra. Hraðræsir hitar ofninn i 200 gráður C
á6 1/2 min. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri.
Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt
stjórnborð með rafmagnsklukku, viðvörun-
arbjöllu og steikarmæli. HxBxD =
850x695x600 mm.
LITIR: Ljósgrænt, koparbrúnt og hvitt.
45. TBL. VIKAN 33