Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 11
stBar f Englandi og Svlþjóö. Hún starfaði í Utanrlkisráöuneytinu 1955—1960 og siöar viö Morgunblaöiö og rlkisútvarpiö og hefur frá 1955 veriö húsfreyja i Reykjavk, á Eskifiröi, I Uppsölum I Svlþjóö og loks I Reykjavlk ööru sinni. Svava Jakobsdóttir telst i fremstu röö Is- lenzkra rithöfunda, er kvöddu sér hljóös á siöasta áratug, og hafa birzt eftir hana smá- sagnasöfnin 12 konurog Veizla undir grjót- vcgg, skáldsagan Leigjandinn og leikritiö Hvaö er I blýhólknum? Mun hún einkum kunn af skáldsögunni, enda er hún sérstæö og áhrifamikil, þó aö ekki séu allir á einu máli um, hvernig skilja beri táknrænan boð- skap hennar. Litt bar á stjórnmálaáhuga i fari Svövu Jakobsdóttur á bernskudögum hennar, en hún var af kunnugum talin vinstrisinnuö i likingu viö Jakob fööur sinn Eystein bróöur hans. Mun Svövu þó naumast hafa grunaö, að húnætti eftir aðbeita sér á vettvangi islenzkra stjórnmála.Varöbóndihennarséra JónHnefill ABalsteinsson, sem reyndist framan af ævi sannfæröur sjálfstæöismaöur og harla I- haldssamur, hvort heldur heimilisfang hans var I Reykjavik eöa átthögum austurálandi. Hins vegar er Svava nægilega einþykk og sjálfstæö til aö fara sinu fram, þó aö hæglát viröist, og mun aldrei hafa þóknazt eigin- manni sinum i kjörklefanum. Miklu réö svo um eindregnari pólitiska afstööu hennar, aö þau hjón dvöldust um skeiö i Sviþjóö, þar sem ferskur andblær feykti til rykinu, er setzt haföi á klerkinn unga og maddömuna austur á Eskifiröi.Kynntist Svava þar nýstárlegum hugmyndum og róttækum skoöunum, ihugaöi kjör og hlutskipti kvenna, sem vinna utan heimilis, og þðttist sj&fram á, aö þeirra myndi brátt gæta I islenzku þjóö- lifi. Ber skáldskapur hennar þessu vitni, og heimkominni leizt henni vist lýöræöissósial ismi eins og sænskir jafnaöarmenn boöa og framkvæma skásturkostur i stjórnmálum og engu siður, þó aö hún tæki kaup hjá Morgun- blaöinu stuttan tima. Jafnframt glæddist meö henni þjóöerniskennd og upp- reisnarandi, en vanþóknunin á hersetu Randarikjamanna hér á landi jókst aö sama skapi. Samt lék enn vafi á, hvar Svava kynni að skipa sér I flokk, en þá bauöst henni allt I einu framboö á vegum Alþýöubandalagsins, svo aö. valiö geröist auövelt. Þekkist hún boöiö fúslega og skipaöi þriöja sæti fram- boöslistan, en Magnús Kjartansson og Eö varö Sigurösson tvö hin efstu. Vegnaöi nú Al- þýöubandalaginu ólikt betur en 1967. Bættist þvi fylgistapi i höfuöstaönum og vel þaö, enda náöu Magnús og Eövarð báöir kosningu, en Svava varö landskjörin. Sú kænlega ráöabreytni Magnúsar Kjartanssonar aö fá Svövu Jakobsdóttur i framboö á vegum Alþýöubandalagsins viö siöustu alþingiskosningar reyndist snjall leikur i pólitisku tafli. Allar horfur sýndust á, aö kommúnistaarmurinn næöi fastari tökum á Alþýöubandalaginu eftir aö- skilnaöinn viö Hannibal Valdimarsson og þá, er honum fylgdu aö rnálum eöa stóöu nærri, og haföi þaö óorö komiö Reykjavikurdeild Alþýöubandalagsins i koll Í967. Framboð Svövu var einmitt hugsaö sem mótvægi gegn sliku ámæli. Jafnframt var hún prýöilega fallin til þess aö predika almennum kjós- endum þá utanrikisstefnu og þjóöernis- hyggju, sem Alþýöubandalagiö hefur mjög á oddi, en gömlu stalinistunum hentar engan veginn aö flika. Svava hefur og rækt þaö hlut- verk óspart. Ber mun meira á þeim mál- flutningi hennar á alþingi en umbótatil lögum I félagsmálum, þó aö hún reyni einnig aö sinna þeim. Svava er allvel máli farin og semur ræöur sinar og greinagerðir af miklu listrænni iþrótt hvaö varöar oröanna hljóöan en flestir keppinautar hennar á vettvangi stjórnmálanna. Hún nær gjarnan eyrum kvenna, menntafólks og ýmissa nytsamra sakleysingja.sem rekastekki i flokkum, en skila sér samt á kjörstaö og byrgjast þar. Hún á aö vera óbreyttum kjósendum ó- vefengjanleg sönnun þess, hvaö Alþýðu bandalagiö sé frjálslynt og þjóörækiö og ís lendingum áhættulaust aö fela þvi pólitiska forsjá. Mun Svava hafa dugaö flokki sinum drjúgum betur I siöustu kosningum en hinir róttæku og kröfuhöröu leiötogar, sem ráöa feröinni. Dylst engum, aö henni er mikiö niöri fyrir, þegar hún hneykslast á spillingu hersetunnar og fordæmir þátttöku Islendinga I hernaöarbandalagi. Áhrif hennar ná og lengra. Svava er fulltrúi óánægöra kjósenda, sem eru þrevttir á samábyrgöinni og endur- tryggingunni i islenzkum stjórnmálum og vilja umfram allt eitthvaö nýtt, þó aö nokkur, vafi leiki á, hvaö þaö veröi. Hún býöur þeim I húsakynni Alþýðubandalagsinsog heldur þvi ótæpt fram af trúarhita og sannfæringar- krafti, aö þar sé þeirra staður. Hitt er annaö mál, aö Svava Jakobsdóttir gengur aldrei af neinu gömlu kerfi dauöu. Þingmennskan er hennar atvinnuvegur, er' sýnu betur launaður og ólikt viröulegri en að lesa prófarkir af Morgunblaöinu eöa raöa saman dagskrárefni handa rikisútvarpinu. Hún er kona, sem vinnur utan heimilis til aö létta undir meö bónda sinum, og kýs miklu fremur aö þjóna I þvi skyni L úöviki Jósefssyni, Magnúsi K jartanssyni og Ragnari Arnalds en einhverjum heimtufrekum og leiöinlegum broddborg.urum. Og Svavá er vinnuveit- endum sinum jafnvel liötækari en til var ætlazt, þegar gengiö var frá pólitiskri vist- ráöningu hennar fyrir siöustu kosningar. Eiginmaöur hennar er til dæmis hættur aö reka erindi Sjálfstæöisflokksins, en aftur á móti farinn aö predika róttæka þjóöræknis- stefnu i anda Alþýöubandalagsins. Madd aman er sem sé viljug. og lipur I þvi starfi, sem henni gafst fyrir siöustu alþingis- kosningar og hún mun áreiöanlega halda á- fram, ef eftir þvi veröur leitað. Hins vegar tekur Svava Jakobsdóttir naumast ööru vlsi til i húsi Alþýöubandalagsins en hreinsa bletti af gólfum og veggjum milli þess sem hún matseldar fyrir sig og sina. Hún er leigjandi þar — og veit ekki, hvað er I blý- hólknum. Lúpus. 45. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.