Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 39
NECCHI-saumavélarnar eru heimskunnar fyrir gaífti. NECCHI hefur til aö bera allar helztu nyjungamar, svo sem sjálfvirk teygjuspor og „overlock”, ásamt öUum öörum venjulegum sporum og skrautlegum mynstursporum, sem fást meö einfaldri stillingu á vélunum. NECCHI er samt ótrúlega ódýr, aóeins kr. 17 NECCHI fæst meö afborgunum FÁLKINN Suðurlandshraut 8. Sími: 8 46 70 spuröi Michael æstur. — Hvar er Jimmy? — Gasleki. Hann er heima hjá okkur og þaö er ekkert að honum. Michael leit af Laurel á gas- manninn. — Eldavélin? — Nei, sagöi maöurinn og undrunarsvipurinn var ennþá á andliti hans. — Róin viö gas- leiösluna er næstum því laus, skrúfuö af. Michael lagöist viö hliö þeirra og athugaöi leiösluna. — Hvernig hefir þetta getaö skeö? — Ja, ég veit ekki, sagöi maöurinn og nuddaöi á sér hökuna. — Haldiö þér, aö þetta hafi veriö gert af ásettu ráöi? — Þaö sagöi ég ekki, en.. Um daginn var þaö náungi, sem ætlaöi aö kála sér og honum fannst þaö ekki ganga nógu fljótt, meö þvl aö skrúfa frá gaskran- anum, svo hann skrúfaöi þessa ró af... Og nú beindust allra augu aö Laurel. — Ég myndi ekki gera slíkt og þvlllkt og fara siöan út aö verzla, ef ég ætlaöi aö fremja sjálfs- morö! Henni fannst rödd sln svo fjarlæg, eins og hún kæmi úr ööru herbergi. Slökkviliösmaöurinn, sem var aö skrifa skýrslu sína, sneri sér aö henni. — Hafiö þér dregiö eldavélina fram I dag, frú Devereux? |Eöa reynt aö ná i eitthváö, sem hefur runniö undir hana? — Einn af bllum Jimmys, rann undirhana og ég náöi honum meö kústsskafti, en ég er viss umeö ég hreyföi ekki vélina. Þaö var eins og slökkviliös- manninum létti stórlega. Hann sneri sér aö gasmanninum. — Getur þaö hafa skeö á þann hátt? — Ef til vill... Ef róin hefir veriö laus og hún svo ýtt viö henni.... Þaö var eins og öllum létti, — öllum nema Laurel og gasmann- inum. — Þaö var svei mér lán, aö þér voruö ekki heima, — aö enginn var heima. Þér heföuö líklega fundiö lyktina, ef þér heföuö veriö vakandi, en ef þiö heföuö veriö I fasta svefni, þá heföi fariö illa ... mjög illa. Hann horföi tor- tryggnislega á eldavélina. — Herra Devereux, þér veröiö aö fá yöur nýja eldavél. Michael kinkaöi kolli og gekk til Laurel. — Hvernig lföur þér? spuröi hann lágt. — Frekar illa. — Þaö líöur hjá, Laurel. Nú bjóöum viö Patrickshjónunum út aö boröa. Svo förum viö og kaupum okkur nýja eldavél. Hann tók hana I faöm sér, hélt henni varlega aö sér. Hitinn frá llkama hans kom henni til aö finna, hve Isköld hún var. Hún lokaöi augunum og hallaöi sér andartak upp aö öxl hans. Frh. i næsta blaöi. GÖTUSTRAKURINN Framhald af bls. 9 Hún kinkaöi kolli. Hann sneri sér frá henni, gekk aö sófanum og settist, reyndi aö hugsa. Ef hann tæki þaö alvarlega til athugunar, aö trúlofast Doro- theu,hvaö myndi þaö hafa I för meö sér? t fyrsta lagi myndi hann skipa hærri stööu hér á heimilinu. Þaö yröi honum nýtt stööutákn. Þau myndu líklega ekki heldur setja sig upp á móti þvi, aö hann sem tilvonandi tengdasonur, reyndi aö afla sér sem mestrar menntunar og liklega ekki setja neitt út á þaö starf sem hann kysi. Og ef herra Witney tæki hann sem félaga I fyrirtækiö, væri ekki ósennilegt, aö honum fyndist akkur I þvi, aö hann læröi llffæra- fræöi, þaö gæti veriö gott fyrir fyrirtækiö.. Hugsanirnar flugu svo ört i gegnum hugskot hans, aö hann varö aö hafa sig allan viö aö greina þær aö. Kvænast Dorotheu. Þaö var eiginlega mjög furöuleg framtiöarhugmynd! Hann myndi sjálfsagt kvænast einhverntima, og þvi þá ekki Dorotheu, sem dáöist svo mjög aö honum, og honum var llka mjög hlýtt til hennar. Þaö haföi engin stúlka kveikt hjá honum ástar- neista, siöan Lil hvarf. En Lil kom ekki þessu máli viö. Hann vildi ekki hugsa um Lil og var hálf ergilegur yfir þvl, að minningunni um hana skyldi skjóta upp kolli einmitt nú. Nei, hún var hluti af fortiðinni, sem nú var aö fullu horfin. Þaö var nú- tlöin, sem hann þurfti aö hugsa um. En svo, ef hann nú trúlofast Dorotheu, hvaö myndi þaö hafa I för meö sér. Þaö yröi honum, án efa, til mikilla hagsbóta, og aö llkindum þyrfti hann ekki annaö en aö vera góöur viö Dorotheu, hún myndi aldrei gera miklar kröfur til hans. Þaö yröi lika ekki amalegt, aö láta hana hugsa um sig, hún var elskuleg sál. Þetta virtist þvi, I fljótu bragði, mjög skynsamleg ráöstöfun. Hann leit á Dorotheu, þar sem hún stóð við gluggann, með spenntar greipar eins og I hljóöri bæn. — Heldurðu raunverulega, aö herra Constam samþykki sllkan ráðahag? — ó, já Abel. Mamma veröur auövitaö mjög reið, en hún getur ekkert sagt, ef Constam pabbi gefur sitt samþykki, og.... Hann brosti, kinkaði svo kolli. —Þá skulum viö segja þaö, sagöi hann einfaldlega. — Hún segir, sagöi Jesse, — aö hún ætli aldrei aö tala viö þig framar. Aldrei aö eilífu. Rödd hans var þvogluleg og hann horföi fálkalega á Abel yfir gleraugun. Abel horföi á hann og honum lá viö velgju, þvl að Jesse var þrútinn i framan og illa þefjandi, enda haföi hann setiö viö drykkju allan daginn. — Jæja, drangur minn, hvaö segiröu viö þvl? Og þú, ungfrú góö? Ertu’ ekki hrygg yfir þvi aö gera móöur þinni þetta? Hún var hrædd viö Constam I þessu ástandi hans, en hamingjan var svo yfirþyrmandi, aö henni fannst þaö ekki skipta máli hvernig hphn var. Jesse þagnaöi stundarkorn, en svo hélt hann áfram. — A ég aö segja yöur nokkuö, 45. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.