Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 46
LES WALKER Les Walker er gjörsamlega ó- þekktur hérlendis og litlar llkur eru taldar á þvi, að hann nokkurn tima komist á toppinn i Englandi, en hann kemur frá einum fót- boltabænum þar yfir frá, Burnley. Astæðan fyrir þvi, að hann fær pláss hér á þessum siöum er engin önnur en sú, aö allt i poppinu er nokkurn veginn ófyrirsjáanlegt. Þvi gæti Les Walker allt eins orðið heims- frægur nú um áramótin og hver myndi þá ekki hafa ánægju af að segja, að hann hafi nú lesið grein um hann i Vikunni fyrir lifandis löngu siðan? En svo öllu gamni sé sleppt, þá er fjöldi listamanna, góðra listamanna, sem gera litið en að labba á milli umboðsfyrir- tækja i Englandi og reyna að ná samning. Samkeppnin er hörö og þeir eru i raun fáir, sem ná góöum samningum. Þeir, sem komast með fótinn inn fyrir, eiga svo ef til vill fyrir höndum margra ára tlmabil, sem annars flokks listamenn. Þegar ég tala um annars flokks listamenn, þá er ekki þar með sagt, að þeir hafi annars flokks hæfileika. Þaö, sem til þarf I poppheiminum i dag, er auglýsinga — og kynningarstarf- semi. Það verður enginn heims- frægur lengur á þvi að geta sungið og spilað vel og ef til vill samið góð lög. Það er alls ekki ó- algengt, að listamenn sem teljast fyrsta flokks, þ.e. eru heims- frægir, geta fjandakornið ekki leikið og sungið á við þá, sem teljast annars flokks og eru ó- þekktir. Það, sem liggur aö baki flestra þeirra topplistamanna, serft tröllriða vinsældalistum viða um heim, þessa dagana, er fjár- magn, óþrjótandi fjármagn.Og það eru ekki allir sem hafa slikt. Ég vil leyfa mér að fullyrða, aö ef ótakmarkað fjármagn lægi að baki sumra landa okkar, væru þeir ekki ó- þekktir listamén’n á Islandsi til langframa. En svo við snúum okkur aftur að Le Walker, þá er hann 23ja ára gamall og er á samningi hjá plötufyrirtæki, sem heitir Retreat Records, sem er dótturfyrirtæki EMI hljómplötusamsteypunnar. Þegar hann var 13 ára gamall strauk hann aö heiman, eftir að hafa fundið út, að reglur og venjur gagnfræöaskóla og for- eldra, færu ekki saman með hans eigin skoðunum á lifinu. Hann var að heiman I viku, þar til lögreglan fann hann og kom honum heim aftur. Eftir þetta varð hann nokkuð rólegri, segir i grein um hann frá Retreat hljómplötufyrir- tækinu. Það var árið 1963. Allt i einu komu Bítlarnir og allt fór um koll aftur en nokkuð á annan veg en áður. Nú var takmarkiö að stofna hljómsveit og spila Bitla- lög. Og þar varð úr, hljómsveitin varð til og nafn fékk hún lika, The Estrelles, en það er spánskt nafn og merkir Stjörnur. Arin liðu og hann hélt að lokum til London og gekk i hljómsveit að nafni Cake eða Kaka. Sú hljóm- sveit fór i langt og mikið feröalag um Evrópu, sérstaklega Þýzka- land..Þegar þeirri hljúmleikafrð var lokið, var hljómsveitin leyst upp og til varð önnur hljómsveit, þar sem Les Walker var einnig meðlimur. Henni svipaði afskap- lega mikiö til Spooky Tooth. Endanlegt nafn þeirrar hljóm- sveitar varð Warm Dust. Tilvera Warm Dust endaði 1971, eftir þriggja ára starf. A þessum þremur árum, hljóðritaöi hljóm- sveitin þrjár L.P. plötur. Eftir þetta gafst Les Walker upp á hljómsveitarbransanum og tók til viö að undirbúa feril sinn sem ' sólóisti. Lltil plata og L.Palbúm er nýkomið á markaðinn og nú situr Les Walker heima I London og býður þess, að heimurinn annað hvort hafni honum eöa taki hann i samfélag sinn heitt- elskuöu. edvard sverrisson músík með meiru John Bundrick heitir hann og er frá Texas. Hann hefur hlotið viðurnefnið Rabbit eða Kanina af greinilegum orsökum, (sjá mynd). Hann fæddist i Houston, Texas, 21. nóvember 1948. Hann á að baki sér langan og glæsilegan feril sem hljóðfæraleikari og meðal hljóm^veita, sem hann hefur leikið með er Free. Hann hefur nú fyrjr nokkru látið frá sér eina L.P. plötu með nafninu Broken Arrows. Hún hefur fengist i plötuverzlunum hérlendis um nokkurt skeið. Hér á eftir fer nokkur samantekt á æviferli mannsins. Móöii- Rabbits útvegaði honum pianó, þegar hann var sjö ára gamall og hann byrjaði að lemja það með það sama. Nokkru seinna var hann farinn að sækja pianótima. Námið hafði tekið hug hans allan, þegar hann var 11 ára gamall. Var sagt um hann, að á þvi aldursskeiði, hafi hann upp- götvaö að til var eitthvað sem hét plötur. Þetta leiddi allt hvað af öðru og hann fékk smátt og smátt vitneskju um nokkuð, sem hét „músik bissniss”. Og þar hefur hann svo átt heima slöan. Rabbit er ekki eini meðlimur fjölskyldunnar, sem leikur á hljóöfæri! Faðir hans er búinn að vera I þessu siðan hann var 13 ára og mamma hans frá þvl um svipað leyti. Eldri bróðir hans lék á trommur og saman lék fjöl- skyldan öll sem hljómsveit þarna suður I Texas á hlöðuböllum og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.