Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 25
eg ,hvað idsdóttur námi hjá Þjóðleikhúsinu. Hún safnaði sér farareyri til að sækja heim leiklistarborgina Lundúni og setjast þar i Royal Academy of Dramatic Art. Við þá stofnun stundaði hún leiknám i eitt ár og félagsskapurinn i skólanum var ekki af verri endanum, þvi að skólabræður hennar voru meðal annarra Peter 0 Toole og Albert Finney. En i Lundúnum kynntist Mar- grét lika ungum manni frá Möltu. — Við bjuggum ekki langt hvort frá öðru og kunningsskapur okkar óx smám saman, þangað til viö giftum okkur, þegar ég hafði dvalizt i London i eitt ár. Svo komum við heim og bjuggum hérna um tima, en áður en við settumst að hérna heima fyrir fullt og allt, vorum við búsett i Englandi i tvö ár. Það var alls ekki aðallega leikhúsið, sem dró okkúr heim, þvi að ég starfaði og lék með leikflokki á meðan við bjuggum erlendis. Við kunnum bara alls ekki nógu vel við okkur i Englandi, fannst við hafa þab betra hérna og mig langaði alltaf heim. Þó að Margrét hafi leikið alls konar hlutverk, hefur hún valizt hvað mest til að leika ungar stúlkur, og allt niður i litlar stelp- ur i barnaleikritum. Flestum ber saman um. að henni hafi látið ein- staklega vel að vera litil stelpa og ég spurði hana þess vegna, hvort hún hefði umgengizt börn mikið. — Nei, það hef ég ekki gert, ekki nema min eigin börn, og ég hef aldrei verið sérstaklega mikið fyrir börn. Ég var ekki ein af þessum stelpum, sem alltaf vilja vera að passa krakka. Það er dá- lltið leiðigjarnt til lengdar að leika mikið af krökkum og ég hallast að þvi, að ég hafi leikið stelpur sjálfri mér og öðrum til ó- þurftar, þvi að ég er orðin það fullorðin. Mér finnsL lika miklu skemmtilegra að leika fólk, sem hefur öðlazt nokkra reynslu og hefur mótaðan persónuleika. Kannski er það af þvi að ég hef leikið svo mikið af saklausum, skaplitlum stúlkum, að mig lang- ar alltaf til að leika eitthvað veru- lega krassandi, jafnvel illmenni. Þegar irski leikstjórinn Thomas McAnna var hérna að setja upp „Gisl”, lék ég indæla, unga stúlku undir hans stjórn og einmitt um sama leyti lék ég Sólveigu i „Pétri Gaut”. Mér þótti þetta hvort tveggja skemmtileg hlut- verk, en ég man að McAnna sagði einhvern tima við mig: „Þú þarf nú bara að fá að leika kynótt morðkvendi, áður en langt um liður”, og ég féllst alveg á að það væri orðið timabært. — Kannski þú eigir eftir að leika Lady Macbeth? — Eg efast nú um, að ég yrði látin leika hana, þó að Macbeth yröi sýndur hérna. En ég myndi alveg gera mig ánægða með svo fjörlegan persónuleika. Margrét fæddist i Borgarfirðin- um, en fluttist til Reykjavikur, þegar hún var fjögurraára gömul. Hún dvaldist þar samt mikið á sumrum framan af ævinni og sagðist alltaf hafa gaman af þvi að skreppa þangað upp eftir, og þá vill hún helzt ekki verða af þvi að komast á hestbak. — Me'r finnst ægilega gaman að riða út, en ég á bara engan hest. Stundum kvabba ég á kunningjum minum, sem eiga hesta hérna i bænum, en mér finnst dálitið leiðinlegt að vera upp á aðra komin. Ég hef auövit- aö látið mér detta i hug að kaupa mér hest, en það yrði mjög tima- frekt að hirða hann og mér finnst ég hafa nógu að sinna i leikhúsinu og á heimilinu. Samt fæ ég stund- um smáköst og hamast við að vinna eitthvað i höndunum. Einu sinni hekluðum við allar i leikhús- inu. Þá urðu þar til alls konar rúmteppi og eitthvað af gardin- um, ef ég man rétt. En ég efast um, að ég myndi nenna að starfa viö nokkuð annað en að leika. — Ertu taugaóstyrk fyrir sýn- ingar? — Já, ég er alltaf jafn taugaó- styrk og ég held, að flestir leikar- ar hafi sömu sögu að segja. Það lagast að visu, þegar fer að liða á sýningar, en það er langt frá þvi að það fari af með árunum. Einu sinni hefur það komið fyrir, að ég hef algerlega gatað á.sýningu. Það var i „Gullna hliðinu”. Ég var að tala við Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur og Róbert Arn- finnsson og allt i einu hafði ég Frh. á næstu siðu GJÖF UNGA FÓLKSINS SÆNSK ÚRVALSVARA NÝTT TEG: FÓKUS TEG: ELISABET Skreyting blótt og muscgrœnt Teg: Anika Skreyting appelsínugult og brúnt Sérstaklega óferðafalleg matar- og kaffistell. Allir hlutir seldir í stykkjatali til að safna upp í stell. Tilvaldar brúðar- og tœkifœrisgjafir, sem koma unga fólkinu vel. Sendum í póstkröfu um land allt 45. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.