Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 19
Hún er lifandi kraftaverk Jenny Westerink býr i smábæ rétt utan við New York. Hún og amerfsk kona sem er 46 ára eru —að þvi best er vitað —einu manneskjurnar, sem lifa án meltingar- færa. Jenny er lifandi kraftaverk. Jenny er 11 ára og er meö smá- stelpuboð. Hún situr við hlaðið borð með bekkjarsystrum sinum og horfir á matinn. Þar er pizza, gos og nú kemur mamma hennar með fallega skreyttan isinn úr frystikistunni. AUir hlakka til að byrja— nema gestgjafinn litli. Hún situr við borðið og gleðst yfir gleði vinstúklnanna. Sjálf getur hún ekki borðað neitt af kræsingunum. Hinn minnsti biti, hin minnstaögnmundivalda henni mikilli ógleði og veikindum. Matur hennar samanstendur af vökva sem geymdur er i gulum plastpoka, sem hún verður stöð- ugt að hafa hangandi um hálsinn. Viö pokann er fest dæla, sem flytur næringarvökvann dropa fyrir dropa beint i hjartað. Hún fær dálitla ábót daglega af náttúrulegur fæði: salta kex- kökur, nokkur grömm af skinku eða kjúkling eina teskeið mjólk eða hálfa teskeið appelsinusafa. Matur fyrir milljón á ári. öll Amerika þjáist með þessari litlu stúlku og foreldrum hennar. Blöðin og sjónvarpsstöðvar hafa sagt landsmönnum frá örlögum hennar. Pabbihennar og mamma hafa ekki möguleika á að borga kostnaðinn fyrir sér-fæði hennar. Dælan, sem verður að endurnýja við og við, kostar rúmar 20 þús- undir isl. kr. Næringardroparnir kosta 3000 kr. á dag sem verða rúm milljón á ári! Hið opinbera i Bandarikjunum borgar ekki, en peningar streyma inn frá bandariskum almenningi. Fyrstu vikuna eftir að sjúk- dómur Jenny hafði verið gerður heyrinkunnur bárust tæpar 4 milljónir frá ónafngreindu fólki. A einum mánuði bárust svo mikl- ir peningar, að þeir munu nægja i 20 ár og vonast er til, að fyrir þann tima verði læknavisindin búin að finna möguleika á liffæra- flutningi, sem gæti hjálpað Jenny til eðlilegs lifs. Sjúkdómurinn kom allt i einu. Fyrir ári siðan var Jenny West- erink jafn fjörug og heilbrigð og skólafélagar hennar og hún var með þeim bestu i sinum bekk. Err- að kvöldi 9. október varð hún skyndilega mjög veik, með verki i maga og brjósti. Faðir hennar ók henni til læknis, sem gaf henni kvalastillandi lyf, en það hjálpaði ekki. Nokkrum timum seinna lá hún á slysavarðstofu stóra sjúkrahússins i næsta bæ. Lækn- irinn þar, dr. William C. Rainer, vissi ekki hvað gekk að stúlkunni, en hann tók þá ákvörðun að skera hana strax, þvi hér var um lif og dauða að tefla. Bið gat orðið ör- lagarik. Þegar dr. Rainer opnaði maga stúlkunnar vonaðist hann til að finna sprunginn botnlanga eða kýli. Hann fékk að sjá nokkuð, sem hann hafði aldrei séð eða heyrt um: Fleiri metra af dauð- um innyflum, sem gátu ekki leng- ur séö um meltingarstarfsemina. Læknar halda að lfffærin hafi skemmst meðan hún var enn i móðurkviði. öll önnur innri lif- færi hafa þróast eðlilega. En þarmarnir höfðu nú allt i einu losnað frá maganum. Jenny var sem sagt orðin tæp- lega 11 ára, áður en hún varð vör við sjúkdóminn. Eyðing tenging- arinnar milli magans og þarm- anna hefur verið hæg og ekki verður vart við hana fyrr en hún er að fullu i sundur. Dr. Rainer skildi, að meira þurfti til en einn uppskurð, ef Jenny átti að lifa. Hún hafði bara helminginn af stærri þörmunum og fimmtung minni þarmanna, þegar hreinsað haföi veriö til. Meðan dr. Rainer leitaði eftir sérfræðingi til frekari aðgerða á Jenny mataði hann tölvu á upp- lýsingum um hana. Upplýsing- arnar voru sendar til dr. David- Hume hjá Virginia Medical Cent- er i Richmond. Dr. Hume hefur hlotið heims- frægð fyrir nýrnaflutninga. Það varhann, sem þremur árum áður hafði bjargað lífi 46 ára konu frá sömu örlögum og Jenny voru bú- in. Hann varð að sjá Jenny fyrir nægilegri fæðu, og það var óhugs- andi að gefa hana gegnum æðar i handleggjum eða fótum, það væri ekki nógu greiður og ör flutnings- máti. Dr. Hume kom fyrir plast- pipu undir viðbeininu að slagæð- inni að hjartanu. Eins og við sögðum ber Jenny stöðugt plastpokann og dæluna með sér, á þessum hlutum veltur lif hennar. Næringarvökvinn inniheldur sykur, salt, vitamin, aminósýrur og efni, sem kemur i veg fyrir storknun blóðsins. Þegar henni vex afl munu læknarnir reyna að setja fljótandi fitu vegna hitaein- inganna. Jenny getur haldið áfram i skólanum. Læknarnir ráðleggja foreldrum hennar að láta hana lifa eins eðlilegu lifi og kraftar hennar leyfa. Visindamenn halda, að með þessu móti verði henni auðið langt lif, með flestum tilbreytingum mannlegs þroska. Hún má bara ekki stunda iþróttir og verður að forðast erfiði. Jenny hefur sett sér hátt tak- mark: Hana dreymir um að Verða læknir. Og hún á sér lika annan draum: Að hún verði ein- hVern tima laus við plastpokann og dæluna! Hún gefur ekki upp vonina þessi stúlka, sem er lif- andi kraftaverk. 45.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.