Vikan

Tölublað

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 30

Vikan - 08.11.1973, Blaðsíða 30
Ingveldur Einarsdóttir, Emarssonar frá Garðhúsum i Grindavik lauk bif- reiðastjóraprófi næst fyrst islenzkra kvenna. Það var á miðju sumri 1919 og siðan hefur hún ekið bfl þvi sem næst samfieytt. Fyrstu bilstjóraár sin i Grindavik ók Ingveldur Gamla-Ford, en liú ekur hún Mercedes Benz, sem hún eignaðist reyndar á harla óvæntan hátt, um götur Reykjavikur. Margir vita hvaða kona lauk fyrst stúdentsprófi á Islandi, en hinir eru vafalaust miklu færri, sem vita hver fyrst kvenna fékk ökuleyfi hérlendis. Vikunni tókst að grafa það upp á lögreglu- stöðinni i Reykjavik, hvenær kona fékk fyrst ökuskirteini i höfuðstaðnum. Reyndist það vera Aslaug Þorláksdóttir Johnsen, sem fékk ökuskirteini númer 81 þann 21. september árið 1918, og hún mun jafnframt hafa verið fyrsta konan, sem tók bflpróf á Islandi. Sumarið eftir tók bilpróf Ing- veldur Einarsdóttir frá Garð- húsum i Grindavik. Ingveldur fékk ökuskirteini númer 70 i Hafnarfirði og eftir þvi sem næst veröur komizt var hún önnur Is- lenzkra kvenna, sem bilpróf hefur tekiö á landinu. — Þetta var á miðju sumri 1919. Ég var tvitug, en þá var fólki ekki veitt ökuréttindi, fyrr en við tuttugu og eins árs aldur, svo að réttu lagi varð ég að biða eftir skirteininu þangað til I april 1920. En Magnús Jónsson var sýslumaður I Hafnarfirði, þegar þetta var, og hann bauðst til þess að veita mér undanþágu með þvi skilyrði, aö ég lofaði honum að aka aldrei út fyrir hans umdæmi, fyrr en ég væri orðin tuttugu og eins árs. Ég lofaöi þessu auðvitað og efndi loforðið dyggilega. — Hvaða ástæður voru fyrir þvi, að þú tókst bilprófið svona snemma? — Bilar voru mikil nýjung og mér þótti þetta spennandi. Senni- lega langaði mig lika til að sýna fram á, að konur gætu ekið bil alveg eins og karlmenn. Faðir minn, Einar G. Einarsson I Garð- húsum, rak bæði útgerð og verzlun, og átti þess vegna oft erindi út fyrir Grindavik. Ég býst við, að hann hafi þess vegna keypt bil eins fljótt og raun var á, og ég var elzt systkinanna og það kom þvi I minn hlut að aka fyrst I stað, en þegar bræður minir eltust, sat ég ekki lengur ein að bilnum. Faðir minn var að hugsa um aö kaupa Overland, sem þá voru mikið notaðir hér, en ég man eftir þvl að hann sagði einhverju sinni: ,,tJr þvi að Stefán Thorar- ensen lyfsali lætur sér nægja Gamla- Ford, ætti ég að geta gert þaö Ifka.” Og það varö úr að keyptur var Gamli- Ford með blæjum. 1 hverju var bílprófið fólgið, þegar þú tókst það? — Satt að segja var það nú ekki margþætt. Ég lærði að aka hjá Jóni Ólafssyni, sem var ákaflega fær maður, og mig minnir, að ég hafi ekki ekið nema I eina klukku- stund á dag I eina viku. Auk akstursins þurfti að læra að skipta um kerti og dekk og lag- færa fleira smálegt. Þá fengust dekkin ekki á felgum og tilbúin til þess að setja þau undir eins og nú gerist svo að það gat gengið brösuglega að skipta. Eftir þessa viku hjá Jóni Ólafssyni, ók hann meö mér til Grindavikur og ég man, að hann sagði við mig að skilnaði: „Þetta hefur nú gengið vel og þú lofar mér þvi að aka aldrei hraðara en svo, að þú hafir fullt vald á bflnum.” Ég lofaði þessu og það hef ég reynt að standa við, enda hefur sem betur fer aldrei neitt komið fyrir mig i akstri. En það var einn galli á Gamla- Ford og hann var sá, að ef aka þurfti i myrkri, varð að aka nokkuö hratt til þess að nokkurt gagn væri af ljósunum. — Finnurðu ekki mikinn mun á þvi aö aka núna og fyrir fimmtíu árum? — Munurinn á þvi er geysilega mikill. Þá voru vegirnir ósköp slæmir og auk þess svo mjóir að fara varð út af veginum til þess að hægt væri að mætast. Þetta bjargaðist af þvi að bilarnr voru ekki svo margir. Ég var til dæmis fyrsti bilstjórinn I Grindavik og ók um skeið eina bflnum, sem þar var til. Auðvitað naut ég lika vissra forréttinda,af þvi að ég var eina konan, sem ók bil á Reykja- nesinu. Hinir bflstjórarnir voru svo elskulegir, að þeir fóru út af veginum og stöðvuðu, þegar þeir sáu mig koma á móti sér. til þess að ég kæmist nú örugglega fram- hjá þeim. Eins voru þeir alltaf reiðubúnir að rétta mér hjálpar- hönd, ef sprakk hjá mér eða eitt- hvað annað óhapp henti mig. — Vakti það ekki athygli að kona skyldi aka bil? — Það var nú mest fyrst. En það kom ýmislegt spaugilegt fyrir, einkum þegar ég fór til Reykjavikur fyrir föður minn. Þegar ég kom I bæinn og ók niöur Laugaveginn, elti mig hópur af krökkum og hrópaði: „Nei, sko, það keyrir kelling, það keyrir kelling..”En núna þegar ég er orðin gömul kona, tekur enginn I 1 H ^ S. !**.* i „ÞAÐ KE eftir þvi, að ég ek bil. Mér finnst ég ekki finna mikið fyrir aldr- inum, þegar ég er að aka. Ég hef heldur aldrei komizt úr þjálfun, þvi að ég hef ekið nokkurn veginn samfleytt siðan ég fékk réttindin. — Hvernig bil ekurðu núna? — Núna ek ég Mercedes Benz. Viö hjónin keyptum okkur fyrst litinn Vauxhall, en seinna fengum við okkur Mercedesbil og áttum tvo slika. Fyrir rúmu ári var sá seinni orðinn illa farinn og lélegur og ég var aö velta vöngum yfir þvi, hvort ég ætti að kosta uppá mikla viðgerð á honum. En þá var hringt I mig og mér tilkynnt að ég hefði unnið bil I happdrætti. Fyrst hélt ég nú, að einhver væri að gera gabb að mér, þvi þó að ég hefði átt nokkra miða I DAS- happdrættinu frá upphafi og litið á þaö sem skyldu mina sem sjó- mannskonu, hafði ég aldrei unnið svo mikið sem fimmeyring. En svo kom það á daginn, að ég hafði unniö árgerð 1972 af Mercedes Benz, svo að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af gamla bilnum Iengur. Svo merkilega hittist á, að ég hafði verið að hugsa um aö fækka miðunum eitthvað, en ég hætti við það á siðustu stundu og ákvaö að halda þeim öllum að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. — Hefurðu nokkurn tima lent i vandræðum I akstri vegna veðurs? — Ég hef nú haft það fyrir reglu að leggja aldrei upp I ferða- lag á bil, ef veðurútlit hefur verið tvisýnt. Mér er lika illa við aö aka I hálku og geri það helzt ekki. Þá finnst mér bezt að geyma bilinn inni i skúr. En á meðan ég átti heima I Grindavik og var eini bil- stjórinn þar, kom fyrir.aðég var beðinumað sækja lækni eöa ljós- 30 VIKAN 45.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.