Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 17

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 17
Köttur i hvitum fötum, kom fram á hljómleikum i Rainbow leikhúsinu i London. Var þar fagnað heimkomu týnda sonar- ins, þó svo að hann kæmi klukku- tima of seint til leiksins. Köttur- inn sá var álitinn vera einn besti gitarleikari allra tima og hann þvi skirður Eric Clapton. I sama þætti, i 15. tbl., var Spencer Davis endurvakinn. Poul McCartney átti opnuna i 16. tbl. og sagði þar m.a. að hann liti á giftinguna sem sjálfsagðan hlut, sem væri eðlilegur þáttur i lifi mannsins. En svo tók hann kellinguna sina með sér i hljóm- sveitina og þá fór fólki nú ekki að litast á blikuna. Hvers konar hljómsveitarlif væri það, þar sem kellingin manns væri með öllum stundum. Ja, ég er hræddur um að þeim litist ekki á það hérna uppi á Islandi. Alice Cooper átti næsta þátt og ofbauð mörgum lýsingarnar. Snákurinn og höggstokkurinn voru á sfnum stað og Alice i til- heyrandi búningum, skelfdi liðið upp úr skónum. Fjöldanum öllum af enskum músiköntum var smal- að I upptökustúdió af Alice Coop- er og þar hélt liöið fyrir i rúman sólarhring og drakk og spilaöi. 1 greininni segir m.a. „1 restina, þegar þeir hljóðrituðu Sick Things, kom hundur inn i stúdióið og skeit á gólfiö. Keith Moon var siðan dreginn burtu, dauður af koniaksdrykkju”. Einnig stóð: — „Þar var samankomiö viröuleg- asta samkvæmisfólk Parisar, til að bjóöa Alice velkominn. Barón- ar og barónessur sameinuðust glitrandi spúperstjörnunum yfir glasi af kampavini”. Partýið hélt Omar Shariff, sá gamli refur. GONG Þaö var kominn 17. mai og hljómsveitin Foxus var komin i fókus á Islandi. Þaö uppgötvaðist og aö gamli Chuck Berry var enn á lifi og söng hvaö hanti gat um ;sitt eigið Ding-A-Ling. Ten Years After var i sviðsljós- inu og Alvin Lee, gitarleikari hljómsveitarinnarsvaraði þyi til i viðtali, aö þeir i hljómsveitinni væru hættir að nota meik-up eða andlitsfaröa. Hann sagði m.a. að ástæðan væri .sú, að honum liði betur án farðans, —■ ölfu betur heldur en allur upp-meikaður i kellingarfötum. Það var og. Mörgum þótti þetta mjög svo undarlegt, svo ekki sé meira sagt. Maöurinn vildi vera eins og mað- ur, en ekki tekinn i misgripum fyrir ömmu sina!!! 1 23. tbl. brugðu Fjörulallarnir HÆGHT BEYGJA bandarisku eða Beach Boys sér til Hollands tíg tóku Holland upp á hljómplötu. Þeir gerðu gamlan bóndabæ að upptökustúdiói og settust svo i flórinn innan um Efnahagsbandalagskýrnar og spiluðu músik um bandariska örninn og einhverja saylora. Utan á albúmið settu þeir svo myndir af Efnahagsbandalagskúnum, sem var sniöugt sölutrix, þvi kýr eru algjört raritet I USA. Platan seldist svo fæn i Bandarikjunum, en sumir keyptu hana i misgrip- um fyrir hollenskan mjólkúrost. Næturgali meö gleraugu var fyrirsögnin á grein utn Elton John i 24. tbl. Þar segir m.a að Elton hafi tekist að fá sviðsljós til viö sig og þau hafi veriö honum trú- föst siðan. í greininni er gefiö i skyn að töfrar Elton hljóti að liggja 1 gleraugunum hans, þvi hann sé bæði nærsýnn og þybbinn / GANGBtiAUTI tí og þvi ekki nokkurt súperstar á alþjóöamælikvaröa. Einnig segir, að enginn viti liklega hvers vegna Elton sé þar sem hann er i dag. Sólin sé á sinum stað og stjörn- urnar á sinum og enginn viti hvers vegna né hvaðan þær séu komnar. Svo hvers vegna gildir HÆTTULBG VSGAaOT BHOS BONNUU ekki það sama um súperfetjörnur? Eins og uppmeikuð kelling með barta, vár fullyrðing I grein um Edgar Winter i 28. tbl. Þar„sagði m.a. að hann heföi gengið i gegn- um róttækt breytingartimabil, sem væri þaö þriðja i sögúhni. Það var kominn júli og enn var Alice Cooþer á ferðinni. t þetta sinn var það i grein er nefndist 118 daga orgia og fjallaðj um ein- hverja viða’mestu hljómleikaferð, sem farin hefur verið um Banda- rikin. Ekki vorú móttökurnar alltaf upp á það besta og I grein- inni sagði m.a.: Þegar Alice kom til Louisiana, var mættur út á flugvöll lögreglu- stjóri fylkisins, þar sem hann til- kynnti Alice i krafti sins embætt- is, aö hann hefði heyrt um hæn- urnar, sem hann hefði drepiö á siðustu hljómleikum og einnig um myndirnar, sem hann læddi á milli fóta sér eins og þær væru ,,þú veist hvað”. Ennfremur tók hann þaö skýrt fram, að ef Alice reyndi aö halda uppteknum hætti meðan hann væri innan landa- mæra Louisina, yrði honum smellt bak við grindurnar svo hratt, að eyrun fykju af honum. Og Alice stóð frosinn á sviðinu þaö kvöldiö og gat ekki einu sinni fariðhöndum um eina af ginunum og er þá mikiö sagt, en nóg i bili. 1 byrjun ágúst báþu Seals og Crofts um aö fá lánaða vængi, svo Framhald á bls. 35 52. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.