Vikan

Útgáva

Vikan - 27.12.1973, Síða 29

Vikan - 27.12.1973, Síða 29
Jagúar. Veiöimaður, sem viröir engar friðunarreglur. Hann er forkunnarfagur og háttvfs.Æn jafnframt rándýr, sem einskis svifst. Hann hefur fengið alls konar hæfileika I vöggugjöf, sem aöri myndu láta meðbræður sina njóta góðs af. En ekki jagú- arinn. Hann leitar einskis nema sinnar eigin gæfu, velgengni sinn- ar og ánægju. Hann er samvizku- laus veiðimaður, sem virðir eng- ar friðunarreglur. Fólk, sem fætt er I þessu merki, er meinilla við allar skyldur, hvort sem þær varða starf þess eða ástina. Það ann frelsinu og vill leika sér að ástinni. Þeir vekja hvarvetna hrifningu og eru elskaðir heitt, en þeir bera sjaldnast I brjósti eöli- legar tilfinningar. Þeir eru list- hneigðir, vilja helzt starfa á lista- sviðinu og gera það — en meö misjöfnum árangri. Stundvisi og nákvæmni eru ekki þeirra sterkU hliöar. Og þó standa þeir oftast með pálmann I hendinni i lifinu. Timatal Astekanna var svo nákvæmt, að það var ekki fyrr en á þessari öld að sömu nákvæmni var náð. ■ Óttist ekki. Þvert á móti. Dauöinn er á engan hátt ógæfu- merki. Þvert á móti. Sá, sem fæddur er i þessu merki, er sann- kallaðhamingjunnar bar, og mun lifa I vellystingum. Hvarvetna aö berast honum gjafir. Hann er vel settur efnalega og honum veitist viröing og heiöur. Enginn vill honum illt, til þess stendur fólki of mikill beygur af honum. Að visu er dauðinn ekki mjög gestrisinn, en hann launar rikulega sé hann boðinn I samkvæmi. Það er hættulegt, að eiga dauðann að ó- vini. Tryggð er ekki sterkasta hlið dauðans. Vilji hann ekki neina vini, er eingöngu um að kenna ráðriki hans og duttlungum. Lendi dauði I erfiöleikum, tekst honum alltaf að stilla svo til, að jafnvel erfiðleikarnir hjálpi hon- um til að njóta lifsins betur en áö- ur. Dauðinn verður að gæta vel að heilsu sinni. Api Enginn getur verið honum reiður. Apinn tekur lifið ekki of alvar- lega, er léttlyndur og kátur. Hann kærir sig kollóttan um eignir, peninga og öryggi, ef hann þarf að leggja eitthvað á sig til þess að öðlast það — enda er honum ekki eins illa við neitt og hversdags- lega vinnu. Hann dreymir um aö veröa dansari, söngvari eða eitt- hvað álika. t fristundum leikur hann sér eða lætur sig dreyma. Hann gerir mikið aö gamni sinu — einnig i ástamálum. Samt er erfitt að vera honum reiður. Til þess er hann of hrifandi. Hann trúir sjálfur á loftkastalana, sem hann er snillingur að byggja. Það er honum eiginlegt, að geta ekki staðiö við loforö sin. Reyni einhver aö breyta honum snýr hann bakinu við þeim hinum sama. Menn jafnt og konur i þessu merki hafa mikið dálæti á börnum. Helzt vilja þau ,hafa barnaskara i kringum sig. Þeir eru áhyggjulausir og vilja gjarnan taka á. móti gestum. Þeim lætur þaö svo vel, að jafnvel þó þeir haldi stórveizlur, býður engum gestanna 1 grun, að þeir hafi haft nokkurn skapaðan hlut fyrir undirbúningnum. Hafi api á- hyggjur af einhverju, er það einna helzt heilsa hans sjálfs, en af henni þarf hann alls engar á- hyggjur að hafa. Hún þarf raunsæjan lifsföru- naut. Þær eru óeigingjarnar, ósér- hllfar og sifórnandi sér, fæddar bændur og uppalendur. Þær hugsa alltaf fyrst um aðra og gleymf þess vegna oft þvi, sem þeim sjálfum er fyrir beztu. Það gera þær þrátt fyrir aö þær skipu- leggi fram I timann á hinn greindarlegasta og viðsýnasta hátt. Kanlnan elskar börn og vill vera þeim góö fyrirmynd. Þaö er eins og þaö fylgi kaninunni, að aðrir sæki ráðleggingar hennar. t ástamálum hefur hún ógjarnan frumkvæðið, heldur biður kanin- an, hvort sem hún er karl eða kona eftir þvi, að hinn aðilinn leiti á. Kaninan spilar aðra fiðlu, þvi að hún gerir sér grein fyrir að hæfileikar hennar liggja i þvi að fylgjast með, en ekki að gefa tón- inn. I starfi sinu lætur kantnunni einnig bezt að láta lltt á sér bera. Henni fellur ekki að standa i sviðsljósinu og viö liggur, að það snerti hana beinlinis illa, sé henni sýndur einhver sérstakur viröingarvottur. Lendi kanina I erfiðleikum leitar hún á vit fagurra lista, sem henni eru meira virði en peningar og vel- megun, enda gefur hún slikt jafn skjótt og hún kemst yfir það. Kaninan þarf að eignast raunsæj- an maka, sem sýnir henni mikinn skilning. Hjónaband þess er fullt óvæntra atburða. Gyöjan Chalchiuhtlicue (vatn) er fjölbreytilegur persónuleiki. Hún sýnir alltaf á sér nýtt andlit og erfitt er að geta sér til um hvernig hún muni bregöast við I það og það skiptið. Fólk, sem fætt er I þessu merki, héfur þessa sömu eiginleika. Það er ekki gott eða slæmt, hvorki rikt né fátækt, hvorki friðsamt eða deilugjarnt. Allt þetta er þó til I þvi, en er stöð- ugum breytingum undirorpið. Allir þessar eiginleikar berjast stöðugt um undirtökin I vatninu. Þessi stöðugu veörabrigði gera vatnið nokkuð erfitt I sambúö. En I rauninni er auðvelt að umbera sundurlyndi þess, ef þess er gætt, að taka ekki duttlunga þess of al- varlega. Vatnsmennin eru oft mjög viðkvæm og þarfnast mik- illar bliðu og þau eru mjög til- finningaheit. En hamingjan fellur þeim ekki erfiöislaust I skaut, það þurfa að berjast fyrir henni. Oft- ast er mikils krafizt af vatns- mennum, einkum i æsku, og þeim gengur yfirleitt vel að verða viö þeim kröfum. Vatnsmennin upp- skera laun erfiðis sins rikulega.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.