Vikan


Vikan - 26.09.1974, Síða 12

Vikan - 26.09.1974, Síða 12
John Pears var ekki meö hýrri há daginn sem hann uppgötvaði, að konan hans, Elaine, tilbað aðra guði en hann. Að minnsta kosti einn annan. Hann komst að þessu fýrir hreina tilviljun. El- aine hélt, að hann væri farinn á skrifstofuna, en það var hann ekki, og það varð til þess, að hann heyrði símtal, sem sannarlega var ekki ætlað hans eyrum. Þar eð síminn i Greenwood var enn ekki orðinn sjálfvirkur, heyrði hann, hvaða númer hún pantaöi, og hann heyrði einnig, hvaða dul- mál hún notaði við HANN. Hann hafði litið fyrir þvi að hringja i miðstöðina og fá að vita, hver HANN var og hvar hann bjö. Þetta gerðist daginn, sem hann ætlaði með kvöldflugvélinni til Parisar, og þar af leiðandi var hann ekki I vandræðum með að þýða dulmálið: ,,Það er grænt ljös hinum megin við hornið i Greenwood i kvöld klukkan átta! ” En hann sagði ekki orð við Elaine. John Pears var 55 ára, átján ár- um eldri en eiginkona hans. Hahn var alvörugefinn og sivinnandi fésýslumaður. Hann þekkti raun- veruleika lifsins og hafði kastað frá sér flestum hugsjónum æsku- áranna. Raunveruleikinn var oft harður i heimi viðskiptanna, og sá veruleiki hafði gert hann harð- an. En hann átti það Elaine að þakka, að þau tvö voru nú einka- eigendur fyrirtækisins, sem faðir hennar hafði byggt upp. John Pears varð að viðurkenna það fyri^ sjálfum sér, aö hann hafði stundum óskað þess, að hann væri ekki giftur Elaine. Þau höfðu nú verið gift i sextán ár, og á þvi timabili hafði hann oftar en einu sinni hitt og kynnzt konum, sem hrifu hann ólikt meira en El- aine. En fyrirtækið batt þau ó- rjúfanlegum böndum. Skilnaður hlaut að teljast útilokaður, þrátt fyrir að þau voru barnlaus og 12 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.