Vikan


Vikan - 26.09.1974, Side 37

Vikan - 26.09.1974, Side 37
tilgangi og þér eruð hingað kom- inn nú. Latimer flýtti sér að segja og var nú orðinn herskár: — Þér er- uð að vaða reyk. Ég hitti konuna yðar i Chicagó, en við gerðum ekki annað en tala örfá orð sam- an. Rétt heilsuðumst og kvödd- umst. Alls ekkert þar út yfir. Röddin i lækninum mýktist heldur. Hann stóð upp og studdi annarri hendi á borðið. — Getið þér svarið það? — Við leiðið hennar móður minnar. — Þá er þetta ekki sam allra verst. Með nokkru stolti hélt hann áfram: —Það bendir ýmislegt til þess, að konan min sé ófrisk. Þeg- ar ég varð þess var, efaðist ég um, að það væri af minum völd- um. En samkvæmt þvi, sem þér segið, þá veit ég, að ég á barnið. Rósa gekk nú að borðinu, altek- in reiði og örvæntingu. — Ég er ekki ólétt og það veiztu vel. Þú lýgur þessu til þess að ná i mig aftur. Lew hló. — Það fær nú timinn að sanna. — Hann sannar ekki nokkurn skapaðan hlut. Hvernig ætti ég að geta veriö ólétt? Þú hefur ekki verið eiginmaður siðan... ekki i hálanga tið! Kuldalegt bros afmyndaði varir mannsins hennar. — Ég er viss um, að Latimer mundi ekki kæra sig neitt um erfingja, sem einhver annar ætti. Rósa sneri sér að Latimer. — Hann er alveg brjálaður. Hann fær þessi afbrýðissemisköst. Hann gæti sagt, hvaða vitleysu sem væri til að halda mér niðri. Latimer sneri sér snöggt að Rósu: — Þetta er sú djöfullegasta klipa, sem ég hef nokkurn tima komizt i. Þú sagðir mér, að hon- um væri alveg sama, hvað þú gerðir af þér. — Ef hann heldur, að annar karlmaður sé kominn i spilið, þá verður hann svona. — Ætlarðu að skilja við hann? Hún öskraði og beindi nú öllu hatri sinu að Lew. — Lew, ég mundi ekki fara aftur heim til þin, hvað sem i boði væri. Guð minn góður, það einasta, sem við * L* m Vogar- merkið Bogmanns- merkið Geitar- merkiö Fiska- merkið 24. sept. — 22. okt. Þú hefur spennt bog- ann of hátt að undan- förnu og kemst að þvi, að þú getur ekki fram- kvæmt allt það, sem þú ætlaðir þér. Láttu ekki hugfallast, þvi að dagur kemur eftir þennan dag. Dreka- merkið 24. okt. — 22. nóv. Nú fer allt að ganga betur hjá þér — erfið- leikarnir eru yfir- stignir. Hvildu þig vel eftir átökin, og reyndu að gefa meiri gaum að þinum nánustu en þú hefur gert undanfarið. Taktu f jölskylduna með þér i stutta skemmtiferð um helg- ina. 22. nóv. — 21. des. Þér býðst mjög góð aðstoð, og þú skalt ekki hika við að þiggja hana, þvi að mikið er undir þvi komið, að þú hraöir framkvæmdum eins og kostur er. Hugsaðu þig vel um, áður en þú kaupir þér nýja flik. 22. des. — 20. jan. Það fer i taugarnar á þér, hvað náskyldur ættingi þinn er ar- mæöufullur út af smá- munum, að þvi er þér finnst. Reyndu að stilla skap.þitt, þvi að hann hefur vafalaust sinar ástæður. 21. jan. — 19. fehr. Þetta verður góð vika og full af tækifærum. Reyndu að nýta öll tækifærin, sem þér bjóðast i vikunni, og þau verða mörg. Láttu sem vind um eyru þjóta, þó að einhver þér nákominn reyni að telja úr þér kjarkinn. 20. febr. — 20. marz Þú ferð i ferðalag, sem þú verður á ein- hvern hátt ekki ánægður með og vilt kenna ferðafélögum þinum um. Hugsaðu þig nú vel um, hvort þú átt ekki sökina sjálfur, og reyndu að sjá að þér næst. 39. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.