Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 3

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 3
bók reis snilli Fitzgeraids hæst. Tvö smá- sagnasöfn í viöbót, ein skáldsaga og rit- geröasafn komu þvf næst frá hans hendi, en hann iézt áriö 1940, aöeins 44 ára aö aldri. Likiega hefur engrar kvikmyndar veriö beöiö meö jafn mikilli eftirvæntingu eins og „The Great Gatsby” allt frá þvi aö skáld- sagan fræga ,,A hverfanda hveli” var kvik- mynduö. Undirbúningurinn stóö I tvö' ár, og var ekkert til sparað, svo aö allt mætti fara fram i anda þriöja áratugsins, jasstimabils- ins. Fjöldi manns annaðist framleiöslu klæön- aöár, snyrtivara, skartgripa, húsgagna og alls konar muna frá þessu timabiii, og sögur ganga um gifurlegar fjárhæöir, sem eytt var i þennan undirbúning. Sagan segir t.d., aö skartgripir til notkunar i myndinni hafi veriö framleiddirlfyrir 900 þúsund doliara, og sam- kvæmin i myndinni hafi kostaö 50 þúsund dollara. En árangurinn er lika sagöur stór- kostlegur. Nöfn aöalieikaranna i myndinni nægöu ein tii þess aö draga aö áhorfendur. Robert Red- ford leikur sjálfan Gatsby, sem reynir'að kaupa aftur æskuást sina. Mia Farrow leikur Daisy, stúikuna, sem entist ekki tii þess aö blöa eftir Gatsby og giftist öörum til þess aö öölast öryggi. Gatsby kaupir sér glæsilegt stórhýsi skammt frá og heldur stórkostlegar gleöiveizlur kvöld eftir kvöld I þeirri von, aö Daisy birtist. Sam Waterston, Bruce Dern, Lois Chiles, Karen Black og Scott Wilson eru meöal þeirra, sem fara meö stærstu hlutverkin, en leikstjóri er Jack Clayton. Framleiöandi myndarinnar er David Merrick. Eftir mikla leit og nákvæma umhugsun voru útiatriöi öll tekin I Newport, þ.e.a.s. veizlurnar dýrðlegu og ailt, sem gerist I nánd viö hús Gatsbys. Newport er eftiróttur sumardvalarstaöur, og þar eyöa fjöimargir rikir og frægir Bandarlkjamenn sumarleyfi sinu. Þeir létu þaö ekki á sig fá, þótt Newport væri undirlagt af kvikmyndafólki I nokkrar vikur, heldur tóku þeir hreinlega þátt I kvik- myndinni sem stati'star. i veizlum Gatsbys iná sjá margt virðulegra manna, sem lét sig hafa þaö aö sleppa fram af sér beislinu I nokkra daga og dansa villtan charleston og foxtrot á grasflötunum viö hús Gatsbys og drekka gin I strlöum straumum (sem I raun- inni var tesull). Og David Merrick, framleiöandi myndar- innar, sér varla eftir þvi aö hafa iagt dálitiö I hana, þvi hún malar fyrir hann gull án afláts, og ekki bara fyrir hann, þvl aö Gatsbyæöiö hefur víöa gripiö um sig, svo aö nú græöa ekki siöur framleiöendur fatnaöar, ÍByrti- vara, skartgripa, húsgagna, já jafnvel þeir, sem eiga gamla blla. Þaö eru. áreiöanlega margir, sem hugsa gott til glóöarinnar aö fá aö sjá þessa frægu kvikmynd I Háskólablói, þegar þar aö kem- ur. Og ekki spillir aö hafa lesiö þessa spenn- andi og vel skrifuöu sögu Fitzgeralds. Hún hefst I næsta blaði. Að ofan: Guli glæsibillinn hans Gatsbys tengst til vinstri: obert Redford leikur Gatsby hinn mikla, og Daisy Buchanan, æskuást Gatsbys, er leikin af Miu Farrow Amyndinni efst til hægri sjáum viö Miu Farrow I siðdcgiskjól, eins og þeir geröust á þriöja áratugnum, þunnum léttum chiffonkjól I mild- um lit. A myndinni hér til vinstri sýnir Mia okkur svo, hvernig dömur þess tima klæddust til há- tiöabrigða. Til hægri: Fyrir nokkrum árum þóttu engar veizlur vel heppnaöar hjá flna fólkinu I Bandarikjunum, nema svo og svo mörgum væri fleygt i sundlaugina, sem er ómissandi viö hvert hús. Það var þó ekki eins frumlegt uppátæki og marg- ur hélt, þaö fáum viö aö sjá i myndinni um Gatsby, sem lýsir tiðarandanum á þriöja áratugn- um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.