Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 4
Fyrir rúmlega hálfri öld skrif- aði Einar H. Kvaran leikritið Lénharður fógeti og vakti þar með til lifsíns hálfgléymda at- burði, sem gerðust fjórum öld- um fýrr, eða i kringum 1520. Á þeim tima rikti Danakon- ungur yfir Islandi, og fógetar hans voru ekki alltaf vandir að virðingu sinni. Lénharður, sem var fulltrúi konungsvaldsins á Islandi i upphafi 16. aldar, var einn af þeim allra verstu. Hann hafði um sig flokk ódæðismanna, sem fór um héruð rænandi og ruplandi, nauðgandi og myrð- andi, og fátækum og smáum Is- lendingum varð fátt til vamar.- Þar kom þó, að þeim þótti mæi- irinn fullur og gerðu aðför að Lénharði og mönnum hans. Ævar R. Kvaran, leikari, hef- ur verið iðinn við að koma verk- um afa sins á framfæri við út- varpshlustendur, og nú á sjón- varpið næstá leik. Það hefur varla farið fram hjá mörgum, að Lénharður fógeti var festur á filmu í sumar. Sú framkvæmd olli miklu fjaðrafoki og gagn- rýni, þegar á daginn kom, að kostnaðurinn við myndatökuna fór ævintýralega langt fram úr upphaflegri áætlun. Rúrik Haraldsson i hlutverki Ingólfs bónda á Selfossi. Aðstandendur myndarinnar telja þó hinar margumtöluðu rúmlega 17 milljónir engan veg- inn óeðlilega upphæð og m.a.s. liklegt, ac þær skili sér aftur og vel það, ef tekst að selja mynd- ina öðrum sjónvarpsstöðvum, t.d. á Norðurlöndunum. Upphaf- lega áætlunin var miðuð við venjulega stúdióvinnu við sjón- varp íkrit og filmu i svart/hvitu. Siðan var ákveðið að filma allt i lit, sem jók vitan- lega kostnaðinn, en hlýtur að gera myndina seljanlegri á er- '^ndum markaði. Eysteinn Brandsson rekinn i gegn. Sigurður Karlsson fer-með hlutverk Eysteins úr Mörk. 4 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.