Vikan - 31.10.1974, Síða 10
Ertu að byggja?
Viltu breyta?
Þarftu aö bæta?
GRENSÁSVEG118,22,24
SÍMAR: 32266-30280-30480
tDÓsturmn
A B og C í andaglasi
Kæri Póstur!
Við vonum að bréfið lendi ekki i
þinni háttvirtu ruslakörfu. Svo er
mál með vexti, aö við erum hér
þrjár piur, sem við skulum kalla
A,B, og C. Jæja, við vorum i
„andaglasi” um daginn. Það kom
andi i glasiö hjá okkur, hún (það
var kona) sagöist heita Munda og
hafa átt dóttur, sem hét Kristin.
Við spurðum hana, hvort hún
væri skyld einhverri okkar, hún
sagðist vera skyld A og C, og þeg-
ar við gáðum 1 ættliöabók, þá
passaði þetta alveg. Viö spuröum
hana margra spurninga, sem hún
svaraði alveg rétt. B var alltaf að
hlæja aö A og C og sagði, aö við
ættum ekki aö vera hræddar. Við
fórum aftur i þetta um kvöldið, og
þá kom sami andinn aftur fram.
Við spuröum hana, hvort þaö væri
lif á eftir þessu, hún sagði já og að
það væri lika lif á undan þessu
lifi. Við spurðum þá, hvað B heföi
lifaö mörg lif. 576 svaraöi hún þá.
Við snarhættum I andaglasi og er-
um alveg dauðhræddar. Getur
eitthvaö verið til i þessu? Bæ, bæ.
A,B og C
Pósturinn er þeirrar skoðunar
að andaglas sé fáránlegt kukl,
sem auðtrúa fólk ætti gjörsam-
lega að iáta vera. Þess eru mörg
dæmi, að fólk hafi tekið þessa vit-
leysu svo hátiðlega, að það hafi
hálftruflast. Þið hljótið að geta
eytt timanum I eitthvað upp-
byggilegra og skemmtilegra en
þetta kukl.
Geta konur orðið prestar?
Sæll Póstur!
Mig langar til að spyrja um
soldið.
1. Eru öll svör, sem þú sendir,
rétt?
2. Til hvers er verið að hafa
þennan Póst?
3. Geta konur oröið prestar?
4. Hvað þarf maöur aö vera
gamall til þess að vera prest-
ur?
5. Hvernig er skriftin? Hvað
lestu úr henni? Og hvað
heldur þú, aö ég sé gömul?
Ég vona, aö þetta fari ekki I
rass og rófu.
G.ó.
1. Pósturinn er aðeins mann-
legur og ekki óskeikull fremur en
aðrir, en hann gerir sitt bezta, og
verði honum fótaskortur á tung-
unni, eins og kellingin sagði, þá er
honum ljúft og skylt að bæta um
betur.
2. Meðal annars til þess að
svala forvitni stelpna eins og
hæstvirtrar G.Ó., sem treysta
ekki öðrum betur en Póstinum i
Vikunni til að finna út, hvað þær
eru gamlar og þar fram eftir göt-
unum. Pósturinn hóf göngu sina
hér i Vikunni i 29. tbl., sem út kom
17. júli 1941, og hefur fyrir löngu
sannað tilverurétt sinn.
3. Já, og þegar þetta svar birt-
ist, verður vonandi sú fyrsta
Islenzkra kvenna orðin þjónandi
prestur. Heitir hún Auður Eir
Vilhjálmsdóttir.
4. Ekki veit ég til þess, að
prestum séu sett nein aldurstak-
mörk. Hins vegar takmarkast
aldur þeirra að sjálfsögðu af þvl
námi, sem þeir hafa lagt að baki,
þegar þeir geta orðið þjónandi
prestar. Tíl að hefja nám i guð-
fræði við Háskólann þarf vitan-
lega stúdentspróf, og siðan tekur
háskólanámið 5—6 ár, svo að
þetta eru engir unglingar, þegar
þeir koma til starfa.
Skriftin mætti vera snyrtilegri,
og hún bendir til skorts á einbeit-
ingu. Ég gizka á að þú sért 13 ára.
Soldið heitir svolltið á almenni-
legu máli.
Ekki byrjaöar á túr
Kæri Póstur!
Viö erum hérna tvær, sem ætl-
um að biöja þig að svara einni
spurningu fyrir okkur. Þannig er
mál með vexti, að ég er þréttán
ára, og vinkona min er tólf. Vin-
kona min er þroskaðri en ég. Hún
er ekki byrjuð á túr. Getur þetta
verið eðlilegt? Elsku Póstur, viö
vonum, aö þetta bréf lendi ekki i
ruslakörfunni frægu. Með fyrir-
fram þökk.
Tværaönorðan.
Það er'ákaflega misjafnt, hve-
nær stúlkur byrja að hafa tlðir.
Sumar byrja 10—11 ára, aðrar
ekki fyrr en 15 — 16 ára, og þótt
hvort tveggja sé fremur óvenjú-
legt, er ekki hægt að kalla það
óeðlilegt, hvað þá ef um 12 og 13
ára stuikur er að ræða. Svo að þið
tskuluð vera alveg rólegar og
áhyggjulausar.
Ættartala Schram
Kæri Póstur!
Þú sem allt veizt, geturöu sagt
mér, hvar ég fæ upplýsingar um
ættartölu Schramættarinnar. Get
ég fengið þær i einhverri bók um
ættir að norðan?
Og svo, hvernig er skriftin og
stafsetningin? Hvaða stjörnu-
merki fer bezt við drekastelpu?
Minu bréfi likar ekki ruslafötu-
félagsskapur. Með fyrirfram
þökk fyrir birtingu og svar.
Ættfræðingur (6450-8881)
Um aldamótin 17—1800 kom til
Skagastrandar faktor fyrir
danska kaupmenn, sennilega frá
Slésvlk-Holstein. Til þessa manns
rekja Schramar ættir slnar, og
eru niðjar hans dreifðir vltt.um
land, m.a. eru margir þeirra i
10 VIKAN 44. TBL.