Vikan


Vikan - 31.10.1974, Síða 11

Vikan - 31.10.1974, Síða 11
Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl- um. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Ellert Schram, sem sagði mér jafnframt, að um þessa ætt væri ekkert að finna I bókum, og stæði ekki til að gefa neitt út um hana i bók. En þeir feðgar hafa ögn grúskað I ættartölum sinum, svo aö til þeirra er hægt að leita, ef þér liggur á. Skriftin er óregluieg og ekki nógu snyrtiieg, og ein stafsetn- ingarvilla er meira en nóg I svona stuttu bréfi. Drekastelpa gæti t.d. hallað sé að krabbastrák, en fleiri koma náttúrlega til greina. Tilhvers er stöngin? Háæruveröugi Póstur! Ég vona innilega, aö þið þarna virðiö þennan snepil minn viðlits og birtiö hann. En það sem mig langar að vita endilega hreint, það er þetta: Hvers vegna i ósköpunum er alltaf svona stöng á strákahjól- um? Ég hef spurt marga, en eng- inn hefur getað leyst úr þessari brennandi spurningu minni. Jæja, þá er bezt að hætta þessu klóri. Hvað lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, aö ég sé gömul? Hvað þýðir nafnið Elisabet? Viröingarfyllst, Bauna. Við efndum tii sérstaks rit- stjórnafundar (important board meeting eins og hjá Hammondun- um) til þess að leysa úr brennandi spurningu þinni. Það er kannski ekki von til þess, að allir kannist við ástæðuna, þvi það er ekki stöngin á strákahjólinu, sem á sér sérstaka ástæðu, heldur stangar- leysið á kvenhjólunum. Stöngin er sem sé til styrktar I byggingu hjólsins, en með tilliti til sér- vizkulegs klæðnaðar kvenfólks hér áður fyrr, þá var þessari styrktarstöng öðru visi fyrir kom- ið i þeim augljósa tilgangi, aö konur þyrftu ekki að hjóla með pilsin uppi á miöjum lærum og vel það. Nú skiptir þetta engu máli, þvi enginn óvitlaus kvenmaður hjólar lengur f pilsi. Og stráka- hjólin eru ekki endilega með þessa stöng heldur, a.m.k. ekki gfrahjólin svoköllubu með háa bakinu. Ég gizka á, að þú sért 14 ára, og skriftin bendir til þess, að þú sért dálitið ákvebin stúlka. Elisabet er tökuheiti og upphaflega hebreskt. Þab þýðir: helguð guði. Flugfreyja og leiösögumaöur Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja nokkurra spurninga. Ég vona, að þú svarir fljótt og vel, þvi að mér liggur á að fá svar. 1. Hvað þarf maður að vera gamall til þess að komast i flugfreyjunám? 2. Hver eru inntökuskilyrðin, og hvernig er starfinu háttað? 3. Hvert á maöur að snúa sér, ef maður hefur áhuga á aö kom- ast i flugfreyjunám? 4. Hvaða tungumál þarf maöur aðallega að kunna? 5. Verða allar flugfreyjur aö vera fallegar? 6. Hvaöa tungumál þarf maður aö kunna til þess að komast sem leiðsögumaður I ferðum erlendis? 7. Hvert get ég snúið mér, ef ég hef áhuga á starfi sem leið- sögumaður? Með fyrirfram þökk fyrir svör- in, og ég vona, að þú getir og viljir svara þessu sem bezt. Hvernig er skriftin, og hvað er ég gömul? Kærar þakkir. Helga Margrét. Flugfreyjan er ennþá ofarlega á blaði hjá mörgum stúlkum, ef marka má allar þær fyrirspurnir, sem Póstinum berast um þetta nám. Flugfélögin ráða nýjar flug- freyjur einu sinni til tvisvar á ári hverju, og þá auglýsa þau eftir umsóknum i dagblöðum. Helztu skilýrði fyrir umsókn eru, aö um- sækjandi sé á aldrinum 20 — 26 ára, hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, lielzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáli. (Jtlitskröf- ur eru ekki aðrar en þær að likamsþyngd skuli svara til hæö- ar. Fugfreyjur eru siöan búnar undir starfið á kvöldnámskeiði, sem stendur I u.þ.b. 5 vikur. Starfið er fólgið I umönnun far- þeganna, sjá um að þeim sé hlýtt, að þeir fái blöð að iesa, bera þeim mat og drykk eftir þörfum o.s.frv. Ennfremur þarf flug- freyja að vera vel aö sér i að- hlynningu sjúkra, og hún þarf jafnvei að vera við þvi búin að geta tekið á móti barni. Ég vona, að þetta nægi þér og öðrum I bili, en um frekari upplýsingar skaltu snúa þér beint til starfsmanna- stjóra flugfélaganna. Ferðaskrifstofa rikisins hefur staöiö fyrir árlegum námskeiðum að undanförnu fyrir leiðsögu- menn um islenzkar slóðir. Hins vegar sjá feröaskrifstofurnar um sina cigin leiðsögumenn erlendis, og til þeirra skaltu snúa þér til þess að fá upplýsingar. Enskan dugir eflaust viða, en ekki alls staðar, og alitaf hiýtur að vera betra að kunna skil á máli við- komandi þjóðar. Skriftin er mjög sæmileg, og með tilliti til áhugamála þinna ætla ég að vona, að þú sért að nálgast tvitugt. 44. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.