Vikan


Vikan - 31.10.1974, Side 25

Vikan - 31.10.1974, Side 25
Sagt litillega frá Eddukórn- um og væntanlegri hljóm- plötu, þar sem hann flytur islenzk þjóðlög. SunnudagssIOdegin, þegar skroppiö er i heimsókn til kunn- ingjanna, eru til margs nytsam- leg. Sumir spila vist eöa rommi, jafnvel brids, en aörir spjalia um pólitikina og efnahagsvandann mikla, horfur á verkföllum og bensfnveröiö. Þeir eru meira aö segja til, sem ætla sér aö bjarga heiminum á morgun, ef færi gefst. En fyrir nokkrum árum fæddist sú hugmynd I svolitlum kunningjahópi, sem gefinn er fyrir tónlist, aö I staö venjulegs velferöarbarlóms væri dálltill söngur veltil þess fallinn aö lifga upp á sunnudagskaffiö. Og úr þessari hugmynd fæddist söng- flokkur, sem hlaut nafniö Eddu- kórinn. Eddukórinn er tvöfaldur kvartett — fjórir karlar og fjórar konur, þar af eru þrenn hjón. Kannski hjónaböndin hafi hjáipaö til viö aö halda kórnum saman, þvi aö svo miklu auöveidara er aö eiga áhugamál meö maka sinum en vera einn á báti — ekki sizt, þegar áhuginn beinist aö söngæf- ingum um hverja heigi, eöa svo gott sem. Sé skyggnzt nánar á Eddukór- inn og byrjaö ofan frá, verður sópraninn fyrst fyrir, en i honum eru Sigrún Jóhannesdóttir, sem hefur aö aöalstarfi að kenna sauma i Iönskólanum I Reykja- vlk, og Sigriöur Siguröardóttir, sem er kennari austur á Hvols- velli — bæöi i barnaskólanum þar og I Tóniistarskóia Rangárvalia- sýslu. Altrödd syngja Guörún As- björnsdóttir og Sigrún Andrés- dóttir, sem báöar eru tónlistar- kennarar. i tenórnum eru Gunnar Guttormsson (maöur Sigrúnar Jóhannesdóttur) og Arnmundur Backman (kvæntur utan kórs). Þeir eru fulltrúar I sitt hvoru ráðuneytinu, Gunnar i iönaðar- ráöuncytinu og Arnmundur I sjávarútvegsráöuneytinu. Bass- ann syngja svo þeir Friörik Guöni Þórleifsson (maöur Sigiiöar Sig- uröardóttur) og Siguröur Þóröar- son (maður Sigrúnar Andrésdótt- ur. Friörik er kennari I Gagn- fræöaskólanum á llvolsvelli og Tónlistarskóla Rangarvallasýslu og Siguröur er verkfræðingur á verkfræðistofu Siguröar Thor- oddsens. Allt starf I kórnum er mjög lýö- ræöislegt — þar er enginn söng- stjóri, sem segir fyrir um, hvaö syngja skal og hvernig, heldur er rætt um val verkefna og túlkun þeirra á opinskáan hátt i kórnum, og hver meölimur hefur atkvæöis- og tillögurétt um hvort tveggja. Æfingarnar fara fram til skiptist heima hjá kórfélögum, og fyrstu ár kórsins var lagt blátt bann viö hvers konar bökunarsamkeppni, og var þá ekki neytt annars en kaffis og molasykurs á æfingun- um, en eftir aö þau Sigrlður og Friörik fóru til starfa austan fjalls fyrir ári, var rýmkaö um reglurnar, enda þótti til þessa bera brýna nauösyn eftir vetrar- ferö yfir fjailvegi. Kórinn æföi semsé ýmist hér á höfuöborgar- svæöinu eöa á Hvolsvelli I fyrra- vetur, enda stóö mikið til, útgáfa hljómplötu með Isíenzkum þjóö- lögum á vegum Menningarsjóös. Þessi plata, sem er aö koma á markaðinn um þessar mundir, er reyndar önnur hljómplatan meö söng kórsins. Hin fyrri kom út fyrir jólin 1971, og á henni söng kórinn jólalög. Lögin á þjóðlaga- plötunni eru átján talsins, bæöi vel þekkt og minna þekkt lög, en auk þessara átján laga syngur hver kórmeölimur eina stemmu eöa stöku milli laganna, þannig aö I allt má segja, aö flutt séu 26 lög á plötunni. Lögin eru flutt án undirleiks, og á allan hátt var reynt að hafa flutning þeirra sem upprunalegastan, án þess hann yröi eintóna. Meöal útsetjara lag- anna eru Jón Asgeirsson, Fjölnir Stefánsson, Friðrik Guöni Þór- leifsson og Sigursveinn D. Krist- insson, en eftir hann syngur kór- inn tilbrigði viö Látum af hárri heiðarbrún, og hefur það lag ekki veriö hljóöritaö áður, en þaö var meðal laganna, sem Eddukórinn flutti viö opnun þróunarsýningar- innar i Laugardalshöll i sumar. Platan var hljóörituö af Palle Juul I Studio Quali-Sound, sem er úti I sveit á Jótlandi, en þar hljóö- ritar umræddur Paile I kringum 30% allrar tónlistar, sem gefin er út á hljómplötum I Danmörku. Eddukórinn hyggst ekki láta staðar numið viö þessa plötuút- gáfu, heldur starfa áfrain af full- um krafti og beita sér einkum aö þvi að syngja nýja islenzka tón- list, sönglög eftir Islenzk nútima- tónskáld og veröur án efa gaman að fylgjast meö þvi starfi kórsins og tónskáldanna. Kórinn ber saman bækur slnar. Frá vinstri: Siguröur, Friörik, Arnmundur, Sigrún Andrésdóttir, Guörún, Sigrún Jóhannesdóttir, Sigriöur og Gunnar. Altinn: Sigrún A. og Guörún. Tenórinn: Gunnar og Arnmundur. Bassinn: Friörik og Siguröur. Sópraninn: Sigriöur og Sigrún J. Þessi skemmtilega eldhúsmynd, sem tekin var upp I Arbæjarsafni, prýöir plötuumslag Eddukórsins. Viö eldavélina situr Sigriöur Siguröardóttir, næstur henni er Gunnar Guttormsson, þá Arnmundur Backman og Siguröur Þóröarson. Friörik Guöni Þorleifsson og Sigrún Andrésdóttir sitja á bekknum, Guörún Asbjörnsdóttir heldur á kertinu og Sigrún Jóhannesdóttir gætir aö eldinum. Ernst Back- man tók myndina, og Grafik og hönnun. Auglýsingastofa Skólavöröustlg 18 sá um gerö plötuumslagsins. 44. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.