Vikan


Vikan - 31.10.1974, Síða 27

Vikan - 31.10.1974, Síða 27
URIAH HEEP Hljómsveitin Uriah Heep sendi frá sér nýja plötu I sumar sem hlaut nafniö Wonderland. Sú plata var jafnframt þeirra átt- unda og bjuggust margir við þvi að nú myndu þeir ná hápunkti frægöar sinnar og hápunkti tón- listarsköpunar sinnar en svo reyndist ekki. Nokkur lög á þess- ari plötu reyndust mjög góö en önnur miklummun lakari. LÖgin Dreams,. The Easy Road og Wonderland er eitt af þvl besta sem Uriah Heep hefur gert, en svo eru lög sem eru afskaplega keimlik þvl sem hljómsveitin hef- ur áður látið frá sér fara. Þetta sætti töluverðri gagnrýni er- lendra blaðamanna en hljóm- sveitarmeðlimir báru þvi við að I fyrsta skipti um langt skeið höfðu þeir haft úr of miklu að velja á plötuna og að þeir gætu alveg viö- urkennt það að þeim hefði orðið á skissa I vali á plötuna. Pianó- og orgelleikari hljómsveitarinnar Ken Hensley hefur opinberlega lýst þvi yfir að hljómsveitin stefni að þvi að gera tlmamóta-plötu likt og Bitlarnir gerðu þegar þeir gáfu út St. Peppers plötuna 1967. En gagnrýnendur halda þvi flest- ir fram að sköpunargáfa Uriah Heep sé stöðnuð og þeir muni ekki ná lengra en þeir hafa þegar náð. En Uriah Heep hefur notið tölu- verðra vinsælda hérlendis og von- andi gefst okkur tækifæri til þess að fá Uriah Heep einhvern tlma I heimsókn til okkar en slikt telst vlst heyra undir A.A. fram- kvæmdir og þvi ófyrirsjáanlegt. En I tilefni af tilveru Uriah Heep og þáttarins sjálfs birtir hinn síð- arnefndi þessar litmyndir af Uriah Heep. Vonandi er einhver sem kann að meta þær. HRAÐFERÐ... Jethro Tull munu að öllum lik- indum snúa aftur bráðlega. Eins og flestir muna hætti hljómsveitin öllum hljómleikum og hreinlega hætti aðkoma fram opinberlega á slðasta ári. Sú ákvörðun var tekin I kjölfar slæmra dóma um þá nýj- ustu plötu hljómsveitarinnar. Þótti þeim I Jethro Tull dómarnir óverðskuldaðir og ákváðu að draga sig I hlé. En s.I. hálft ár hefur hljómsveitin veriö að vinna að kvikmynd um það sem þeir kalla ,,War Child” eða Striðs- barn. Hljómsveitin hefur og hljóðritað tónlistina við kvik- myndina og mun hún koma út á stórri plötu innan skamms. í kjöl- far þessa mun svo hljómsveitin halda I hljómleikaferð til Japans með viökomu I Astraliu og á Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir því aö I nóvember muni svo hljómsveitin halda nokkra hljómleika I Evrópu og þann sfðasta á þessari ferð i London síðast I nóvember. Sladehefur siðustu mánuöi ver- iö að vinna aö kvikmynd þeirri fyrstu sem þeir taka þátt I. í henni leika þeir félagar sem berj- ást fyrir tilverurétti slnum i poppheiminum. Kvikmyndin hef- ur hlotiö nafnið „Flame’’ eða Eldur og verður væntanlega frumsýnd um áramótin. Paul McCartney var I sumar viö hljóðritanir I Nashville I Tennessee I Bandarlkjunum. Meö honum var Chris nokkur Stainton ásamt rjóma „country” hljóm- listarmanna þeirra bandartkja- manna. Blða menn nú spenntir eftir árangri af þessum hljóðrit- unum. MÚSIK MEÐ MEIRU EDVARD SVERRISSON Hues Corporation Hues Corporation slógu vel I gegn hérlendis fyrir nokkru með laginu „Rock the Boat”. Mynd af hljómsveitinni hefur hins vegar ekki legið á lausu Þættinum þótti sjálf- sagt að birta eina sem rak á fjörur hans ir stuttu. Hljóm- sveitina skipa talið frá vinstri: Fleming Williams, H. Ann Kelli og St. Clair Lee. Hues Corporation var stofnuð fyrir fimm árum siðan I Los Angeles en það er ekki fyrr en með Rock the Boat sem hljómsveitin vekur at- hygli. Lagið var tekið af stórri plötu hljómsveitarinnar sem þyk- ir nokkuð góð. Stephaine de Sykes Stephanie de Sykes var fædd með bros á vör her.mir sagan. Hvað um það, lagið hennar „Born With a Smile on My Face” sló I gegn jafnt hérlendis sem erlendis. Það var fyrsta lagið hennar sem var þekkt. Stephanie var fyrst I sviösljósinu þegar henni var fyrir fimm árum siðan boðið til Nash- ville til þess að vinna að plötu meö Leonard Cohen. En hún snérí fljótlega heim aftur til Englands og ástæðan var sú að hún hafði fengiö meira en nóg af eiturlyfja- ástandinu þar yfir frá. Stephanie hefur nú um nokkurt skeið leikið I sjónvarpsþætti á vegum BBC sem kallast That’s life eöa Syona er líf iö. Hún er einnig I hljómsveit sem kallast Rain og vinnur nú aö stórri plötu. 44. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.