Vikan


Vikan - 31.10.1974, Qupperneq 32

Vikan - 31.10.1974, Qupperneq 32
ERU ÞAÐ KRAFTAV Alls staðar i heiminum eru til anda- læknar. Áttræður Englendingur að nafní Á Harry Edvvards hefur getið sér hvað f j M B Æ mesta frægð þeirra. Hann stundar m * t 'JSÁM lækningar sinar i stóru húsi — allt að þvi -M. höll — skammt frá London. Þar tekur hann á móti sjúklingum, sem þjást af öll- um mögulegum sjúkdómum. Hvernig læknar hann þá? Frá þvi er sagt i þessari grein. MENNSK Harry Edwards heitir áttræður Englendingur, sem stundar anda- lækningar Fyrir lækningar sinar hefur hann öðlazt heimsfrægð. Á ensku er hann kallaður heaier.og oröið skýrir hvað hann hefst að: hann gerir fólk heilt af sjúkdómum og þjáningum. Slikar lækningar eru mjög algengar I Englandi, eins og viðast hvar annars staðar. Þær eru framkvæmdar, ekki hundr- uðum, heldur þúsundum saman. Segja má, að þessar lækningar byggist fyrst og fremst á trú. Trú á lækningamátt læknisins er oftast tengd sannfæringu um tilveru guðs og eingetins sonar hans. Hinum trúaða þykir þvi ekkert merkilegt eða yfirnáttúrlegt viö lækningar sem þessar. Um þær er getið I bibllunni. Jesús læknaði sjúka með handayfirlagningu. Þess vegna álita margir, að sumir menn njóti þeirrar náðar guös að vera gæddir hæfileikum til aö gera kraftaverk. Svindl Svo einfalt er það þeim, sem trúir. En sá vantrúaöi hefur fullan rétt til aö efast. Þeim vantrúaða er handayfir- lagning aðeins kukl og svindl. Slikt er aöeins til þess falliö að veja sjúkum falsvonir, en er á engan hátt áhrifarlkt sem lækningaaðferð. En andstæðingar handayfir- lagningarinnar hafa gengiö enn lengra t^gagnrýni sinni. Sumir þeirra segja, að hún sé hreint og beint fjárplógsstarfsemi. Handa- yfirleggjendur fái vel greitt fyrir gagnslausar lækningar. Þetta hafi enn fremur þá hættu I för með sér fyrir sjúklinginn, að hann verði ekki aðnjótandi réttrar læknismeðferðar. En hverjir eru það, sem leita til andalækna? Oft eru það sjúklingar, sem hafa áður reynt fyrir sér hjá læknum og á sjúkrahúsum. Þegar þeir hafa ekki fengið bata þar, grlpa þeir siðasta hálmstráiö — leita til andalæknis. Það er skiljanlegt. Og þvl verður ekki á móti mælt, að kraftaverk gerast. Um það eru allt of mörg dæmi til þess að þeir vantrúuðu geti afskrifað anda- lækningar sem svik, móðursýki og óskhyggju. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, hvað mælir með og hvað gegn andalækningum. Að þvi búnu getur hver dregið slna ályktun um þær. Helgidómurinn Harry Edwards stundar lækningar sinar I stóru húsi i Shere suðvestan við London. Staðurinn heitir The Sanctuary — Helgidómurinn. Hann ber nafnið með réttu. Herbergið, þar sem handayfir- lagningarnar fara fram, minnir um margt á kirkju. Þar er að finna altari og stóran kross, og litlir blýkrossar eru i gluggunum. öörum megin eru bekkir, þar sem sjúklingarnir blða þess að röðin komi að þeim ásamt vinum sinum, sem hafa fylgt þeim til andalæknisins. Vilji maöur vera óvinsamlegur I garð Harry Edwards, sem er erfitt, þvl að hann er mjög viðkunnanlegur gamall maður, má segja, að þetta herbergi sé ekki rétti staðurinn til að gera krafataverk á, þvl aö aðfarirnar minna á stórvirka verksmiöju. Hann læknar á færibandi, ef svo má að orði komast. Edwards vinnur ekki einn aö lækningunum. Allir sjúklingarnir ganga aö vfsu fyrir hann, en eftir stutt viðtal, fara þeir til þriggja samstarfsmanna hans. Samstarfsmenn hans eru hjónin George og Olive Burton og Ray Burns. Harry Edwards segir, að frú Burton sé gædd sér- stökum hæfileikum til að lækna taugaveiklað fólk og fólk með fæðingarágalla, en Burton og Burns fást við auðveldari sjúkdóma. Fólkið i áætlunarbflnum Til Shere er I kringum klukku- stundar lestarferð frá London. A hverjum degi sækir bíll frá helgidómnum sjúklingana á stöðina og ekur þeim á áfanga- stað. Nokkrir sjúklingar koma einnig I einkabilum I fylgd ættingja sinna, og fáeinir koma I sjúkrabifreiðum. Einn daginn voru I lestinni frá London til Guilford hjón, sem komin voru alla leið frá Van- couver I Kanada. Auk þeirra voru þarna miðaldra og efnuð ítölsk hjón og ungur maður frá New Jersey I Bandarfkjunum. — Þetta er ekki óvanalegt, segir Harry Edwards.Hingað kemur fólk alls staöar að úr heiminum. Og þá, sem ekki komast hingað, lækna ég með „firöarlækningum ”. — Hvort það sé hægt? Já, það er það! Um leiö og ég les bréfin frá sjúklingunum og einbeiti mér að þvi að hjálpa þeim, hefst lækningin. Engu máli skiptir, hvar sjúklingurinn er á hnett- inum, hvort er nótt eöa dagur, þegar ég beini kraftinum að honum. Lækningin tekst alltaf! Þeim vantrúaöa finnst enn rlkari ástæða til vantrúar, þegar hann heyrir sllkar yfirlýsingar... Fyrrverandi stjórnmálamaður En þvi má ekki gleyma — Harry Edwards hefur sjálfur verið vantrúaður. — Ég gaf mig að stjórnmálum, segir hann. — Ég var I frjálslynda flokknum og bauð mig fram til þings. Ég kynntist andatrú, og i fyrstu var ég haldinn miklum efa, einkum hvað snerti trúna . á lækningu við handayfirlagningu, unz ég uppgötvaði allt I éinu mér til óblandinnar undrunar, að ég var sjálfur gæddur hæfileikum til sllkra lækninga. Harry Edwards hefur læknað með handayfirlagningu i 40 ár, og hann hefur fengið þúsundir sjúk- linga til meðferðar. En hvaða, kraftur er það, sem hann býr yfir? — Það er ekki ég, sem hef kráftinn, segir hann. — Krafturinn kemur bara I gegnum mig. Guðdómlegur kraftur. — Lækningamátturinn er gjöf guðs, og allir menn af öllum kyn- þáttum búa yfir honum, hvaða trú sem þeir hafa. En hverrar trúar er hann sjálfur? — Engrar og — allra. Ég trúi á þaö sanna og hiö góða. Ég trúi á frið á jörðinni, á rétt mann- kynsins til að vera hamingju- samt. — Þegar ég lækna, geri ég ekkert fyrir sjúklingana. Það er ipér æðri andi, sem læknar þá. Andatrúin kennir okkur, að sam- band guðs og manna sé i andanum. En hvað gerist þá við handa- yfirlagningu? — Þaö veit enginn, s.em er mannlegur, segir Harry Édwards. — En á bak við lækninguna stendur æðri kraftur — andlegúr 32 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.