Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 25
Herra Belvedere fer til náms. (Jr miðvikudagsmyndinni Bruce kemur smásögu eftir sig á framfæri og fær greidd fyrir hana 20 pund, sem hann ver til kaupa á trúlofunarhring handa Jill. En hælið er ekki ætlað hjónum og þess vegna verður til nýtt vandamál, þvi að miklum vandkvæðum reynist bundið fyrir þau Jill og Bruce að verða sér úti um húsnæði. (Jr þvi rætist þó, en þar með er ekki sagt, að fleiri vandamál verði ekki á vegi þeirra.. Það er Malcolm McDowell (lék meðal annars i Clockwork Orange), sem leikur Bruce, en með hlutverk Jill fer Nanette Newman. Tónlistina við myndina samdiStanley Myers og leikstjóri er Bryan Forbes. A miðvikudagskvöldið sýnir sjónvarpið bandariska biómynd frá árinu 1949, sem héitir Herra Belvedere fer til náms (Mr. Belvedere Goes to College). I mynd þessari, sem er i gaman- sömum tón, er sagt frá rithöfund- inum Lynn Belvedere og námi hans við háskóla, þar sem blaða- kona við skólablaðið leggur hann i einelti. Viðskipti þeirra eru öll hin skemmtilegustu. Clifton Webb leikur rithöfundinn og Shirley Temple blaðakonuna. Leikstjóri er Elliott Nugent. Töframaðurinn Töframaðurinn heldur áfram að leika listir sinar á föstudags- kvöldið, og mun þátturinn vera spennandi að vanda. Það er Bill Bixby, sem leikur töframanninn, en meðal annarra leikenda eru Elizabeth Ashley, Kim Hunter, Barry Sullivan og Allen Case. A, sunnudagskvöldiö verður sýnt breska sjónvarpsleikritið Lorna og Ted eftir John Hale. Ted er hátt á fimmtugsaldri, en enn ókvæntur. Aftur á móti hefur hann haft fjöldann allan af ráðs- konum, sem.hann kallar svo, þótt nágrannar hans hafi önnur orð um þær. Allar þessar ráðskonur Teds hafa verið i stórvaxnara lagi og metur hann kvenfólk aðallega eftir þyngdinni. Lorna sækir um ráöskonustarf hjá Ted og hann ræður hana, þó að hún fylli tæpast þær kröfur, sem hann til þessa hefur gert til ráðskvenna sinna varðandi þyngdina. Lorna kemst bráðlega að þvi, að Ted vill hafa meira af henni en ráöskonustörfin, en hún sættir sig ekki fullkomlega við þann hátt, sem hann vill hafa á sambandi þeirra, og fær Ted til aö kvænast sér. t brúðkaupinu gerist ýmis- legt óvænt sem bendir til þess, að sambúö þeirra heiöurshjóna Lornu og Teds verði stormasöm. Zoe Wanamaker fer meö hlut- verk Lornu og Brian Blessed leikur Ted. Zoe er 25 ára dóttir bandariska kvikmyndaleikstjór- ans og leikarans Sams Wana- maker og hefur veriö leikkona að atvinnu undanfarin fimm ár, en (Jr Töframanninum. Heiðurshjónin Lorna, sem hún lék árið 1973, var stærsta hlutverk hennar, þegar þar var komið sögu. Eftir að Lorna hafði lokið námi við Central School of Drama, hóf hún störf með ’69 leikflokknum I Manchester.sem talinn er einn af betri leikhópum I Englandi, en siðan hóf Zoe leik i sjónvarps- myndum. Zoe fæddist i Bandarikjunum, en fluttist til Englands, þegar hún var þriggja ára, og siðan hefur hún aöeins einu sinni komið til Bandarlkjanna. ,,Þar vildi ég ekki búa”, segir Zoe. „Þar er allt svo risavaxið og ekki eins mikið leikhúslif og i Englandi.” Um feiklistina hefur Zoe meöal annars þetta að segja: „Til þess að geta leikið hlutverk, þarf aö þekkja persónuna náið. Ég les leikritið mörgum sinnum, læri það i rauninni aftur og aftur. Þvi betur sem ég kynnist persónunni, þeim mun auðveldara finnst mér að túlka hana.” Um Brian Blessed, sem leikur Ted, er það að segja, að hann er mikill fjallgöngugarpur, og hefur þegar klifið Mont Blanc og Matt- erhorn, og hyggst klifa Mount Everest, áður en langt um liður. Leikferill Brians hófst, þegar hann var nitján ára, en nú er hann að nálgast fertugsaldurinn. Einn stærsti draumur Brians er að verða fyrsti maðurinn, sem leikur i kvikmynd I gignum á Kiliman- jaro. 9. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.