Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 30

Vikan - 27.02.1975, Blaðsíða 30
DESIREE VOH ROSENBORG heitir þessi 19 ára gamla stúlka. Hún leggur stund á læknisfræði, en nú segir sagan, að svo kunni að fara, aö hún hverfi frá námi, því hún sé ein margra, sem Karl Svíakonungur hafi í huga sern væntanlega drottningu. Karl gefur elckert út á þetta, en ítrekar aðeins það, sern hann hefur áður sagt, að þegar hann kvsnist, vilji hann eklci eingöngu drottningu, heldur góða eiginkonu. lega framgöngu sæmdi. drottningin hann heiðurs- merki. Að athöfninni lokinni veitti Shona litla því eftirtekt, að handtaska drottningar var opin og freistaðist til að gægjast í hana. Þá hrópaði einhver i salnum: Hvar er lögreglan? Drottningin fór að skelli- hlæja, og allir í salnum tóku undir - nema Shona litla. Hún sá ekkert fyndið við þetta. DROTTNINGIN HLÆR Það er ekki oft sem Elísabet bretadrottning er jafn glaðleg á myndum og hér. Ástæðan fyrir hlátrinum var uppátæki þriggja ára hnátu að nafni Shona. Shona er yngsta dóttir James Beaton, lífvarðar (jnnu prinsessu, en Beaton særðist, er hann kom í veg fyrir, að Önnu yrði rænt s.l. vetur. í heiðursskyni fyrir vask- ANTHONY PERKINS nýtur nú fjölskyldu- lífsins í íbúð sinni í New York milli þess sem hann leikur í kvik- myndum. Sonur hans, Osgood, sem faðirinn kallar reyndar Oz, er nú kominn á annaö ár. Þegar Perkins tillcynnti, að hann væri á leiðinni, sagði hann m.a.: "Fæðing barns er alltaf merkilegur viðburður. Þar sigra erfðirnar tæknina." Áður en drengurinn fæddist kvæntist Perkins móðurinni, en hún heitir Berry Berenson, er systir Marisu Berenson og barnabarn tískudrottningarinnar Elsu Schiparelli. Við brúðkaupið sagði Perkins: "Hjónabandið hefur enga þýðingu fyrir okkur, því það er aðeins gagnslaust og úrelt formsatriði."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.