Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 3
Amma og afi með dóttursoninn á milli sín. bökuskel og hryggjarliður úr hval á gólfinu, stór trékistill úti í horni og sjálft borðstofu- borðið og stólar á miðju gólfi, þar sem við sátum núna og röbbuðum saman. Mér datt strax meistarinn Rembrandt í hug. Ég gat vel séð hann fyrir mér, þar sem hann sæti við þetta borð með húfu á höfði og bjórkrús í hendi. Jóhann Briem sat við annan enda borðsins og kveikti sér í pípu um leið og hann talaði við mig. Eldspýtan logaði við pípuhausinn á meðan hann lauk máli sínu, og þar kom, sem ég raunar hafði óttast, að hann brenndi sig á fingrum og varð að henda eldspýtunni logandi í bakkann. Á meðan sýslaði eiginkona málarans Elín Briem í eldhúsinu við að taka til Hesthús Listasafn Alþýðusambandsins kaffi, sem okkur hafði verið boðið strax í upphafi. — Ég dundaði mér við teikningar allt frá því ég man, sagði Jóhann. Ég fæddist árið 1907 að Stóra Núpi austur í Hreppum, þar sem faðir minn var prestur. Á þeim árum var enginn Rauður Bátur Listasafn Ríkisins. reglulegur skóli til að fara í, heldur hafði faðir minn ávallt kennara, sem kenndi okkur systkinunum öll undirstöðufræði. Seinna meir fór ég svo til Reykjavíkur, þar sem ég fór í Menntaskólann og tók þar stúdentspróf. Síðan lærði ég teikningu og eitthvað í meðferð lita hjá Ríkharði Jónssyni og Eyjólfi Eyfells, en eftir það fór ég til Dresden í Þýskalandi og hóf þar nám í myndlist, fyrst í einkaskóla, en síðar fór ég í listaskólann og var þar í þrjú ár. Námi mínu þar lauk eftir að ég var gerður að „meisterschuler" eða meistaranemi og fékk þá til afnota mína eigin vinnustofu og prófess- orinn átti að líta þangað öðru hvoru. Eftir veru mína þar fór ég beint heim til íslands. Það var árið 1934, og þá voru slæmir krepputímar á islandi, og lítið var um sölu á málverkum. Við Finnur Jónsson stofnuðum þá myndlistar- skóla og fengum húsnæði fyrir hann í Mennta- skólanum, en Finnur kenndi þar einmitt teiknun um það leyti. Þetta tókst svona bærilega, en flestir munu nemendur hafa verið í einu svona f kringum 14-15. Af kunnum nemendum okkar mætti nefna Nínu Tryggva- dóttur, Sigurð Sigurðsson og Kristján Davíðs- son. — Ég var þarna nemandi í tvo vetur, Jóhann. — Var það, já? Nú, svo kom stríðið og her- inn til islands, og þeir tóku Menntaskólahúsið í sína vörslu, svo við urðum húsnæðislausir. — En fór fjárhagur hjá almenningi ekki batnandi á þessum tímum? 12. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.