Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 28
ÞAÐ SEM ÁDUR ER KOMID: Marianne d'Asse/nat drepur etg- inmann sinn i einvígi á sjálfa brúð- kaupsnóttina og flýr i dauðans of- boði á náðir Svartbaks, ruddalegs sjóara. sem tekur að sér að koma henni undan til Frakklands. Skip þeirra brýtur á strönd Bretagne, og Svartbakur hverfur Marianne, en hún lendir í klóm strandþjófa ásamt frönskum flóttamanni, Jean Le Bru. Jean verður fyrstur manna til að njóta blíðu Marianne, og þau hyggja á flótta saman. Marianne trúir því vart eigin eyrum, þegar hún fréttir, að Jean sé flúinn og hafi orðið einum strandþjófanna að bana á flóttanum. Fokið virðist í flest skjól, en þá kemur Svartbakur aftur til skjalanna, dulbúinn sem frœndi hins fallna strandþjófs. Æð- isgenginn flótti þeirra Marianne heppnast, og brátt liggur leiðin til Parísar, þar sem Marianne vonast til að hitta frændfólk sitt. Hún er ekki fyrr búin að koma sér fyrir á þægilegu hóteli, en Jean Le Bru skýtur upp kollinum, og þegar hún neitar að þýðast hann, hefnir hann stn grimmilega meðþví að láta taka hana’fasta. Henni er gefið að sök að hafa komist inn í landið á ólöglegan hátt. Eftir heldur óskemmtileg kynni af fang- elsisltfi fœr Marianne loks áheyrn hjá Fouché lögreglustjóra, sem leys- ir hana snarlega úr haldi, og áður en hún hefur áttað sig á hlutunum, er hún sest að snæðingi með Sur- couf baróni. ,,Það eru önnur skip og aðrir menn, jafnvel í St. Malo. Hann getur farið til bróður mins Nicolas. Auk þess er það alrangt hjá yður, að Le Bru dái mig. Vissulega á hann sér hálfguð, en það er ekki ég. Það er keisarinn. Hann getur komið honum fyrir í einhverri herdeild- inni sinni.” Þar með var málið útrætt. Mari- anne reyndi að snúa samræðunum þannig, að gestgjafi hennar færi að tala um Sjálfan sig. I hennar augum var þessi maður í senn hrífandi og slægvitur. Þetta reyndist hins vegar ekki auðvelt. Surcouf var hógvær maður, en Marianne uppgötvaði, að um leið og hún minntist á sjóinn, þá fékkst hann til þess að tala. Lífið á sjónum var hans yndi. Ástæðan fyrir því, að hann hafði ekki farið aftur á sjóinn eftir komu sína frá Madagaskar var að I stað þess að stjórna ein- göngu sínu eigin skipi, þá var hann nú að skipuleggja flota, sem átti að gera Frakkland að sjóveldi. Surcouf var aðeins þrjátíu og scx ára gamall, cn samt var hann auðugur maður, valdamikill I sínu eigin landi og barón að nafnbót. Heldur hljómaði það einkenni- lega I eyrum Mariannes að heyra hann jkammast út í þessa ,,fjand- ans Englendinga.” Ljóst var, að hann hafði lítið dálæti á þeim, enda hafði hann gist hin hræðilegu skips- fangelsi þeirra og frá því hann var lítill drengur, hafði það eitt að sjá breska fánann gert hann æfan af reiði. En þó var hann engari veginn blindur af hatri. ,,Nelson var prýðisnáungi, ” sagði hann, „fyrsta flokks sjó- maður. En ef ég hefði stjórnað franska flotanum, en ekki hálfvit- inn Villeneuve, þá hefðum við ekki beðið lægri hlut við Trafalgar og kannski væri þessi eineygi snilling- ur þá enn á lífi. Nú, en af því að hann lét þar lífið, blessaður, þá var sú sjóorusta ekki með öllu töpuð. Nelson var jafnmikils virði og flotinn allur.' ’ Kaffið, sem var borið fram að málsverði loknum, sefaði Marianne nú til fulls og henni fannst lífið þrátt fyrir allt þess virði að lifa þvl. Henni þótti kaffi gott, þó hún hefði hingað tíl ekki drukkið mikið af því. Ellis frænka hafði einungis drukkið te, en nágranni þeirra, l BENZONI 17 C Opera Mundi Paris maður að nafni Sir David Trent, var hinn mesti kaffisvelgur. Heima hjá honum hafði Marianne fyrst bragðað þennan ilmandi drykk og strax kunnað að mcta hann. Nú tæmdi hún bollann af augljósri ánægju og bað síðan um meira. Þennan bolla drakk hún jafnauð- veldlega og þann fyrsta og Surcouf virti hana vandlega fyrir sér. , ,Hvað ætlist þér nú fyrir?” ,,Ég veit það ekki. Monsieur Fouché kvað ætla að gera ein- hvcrjar ráðstafanir varðandi mig.” ,,Besta lausnin held ég að sé sú, að þér farið til hinnar fyrrverandi keisaraynju af Malmaison. ” ..Fyrrverandi? Er skilnaðurinn þá orðinn að veruleika?” .Jósefína yfirgaf Tuilcries fyrir fimm dögum og mun ekki eiga afturkvæmt þangað. Hún dvelur nú I húsi slnu að Malmaison ásamt þvl fólki af hirðinni, sem hefur haldið tryggð við hana. Dóttir hennar. drottningin af Hollandi, víkur varla frá hcnni. cn ég er hræddur um að vður muni finnast staðurinn heldur dapurlegur. Eftir þvl scm mér skilst. þá cr þar grátur og gnístran tanna.” Svipurinn á andliti korslku- mannsins gerði sitt til þess að útmála fyrir henni ástandið. ,.Ég kvíði þvl ekki svo mjög." sagði Marianne rólega. ,.Sjálf er ég árciðanlega ekkert upplífgandi.” ..Fouché mun taka ákvörðun um þetta og ég veit að hann mun ráða yður heilt. Sjálfur á ég hús nálægt St. Malo og myndi glaður vilja bjóða yður að dvelja þar, cn þér cruð svo falleg, að ég er hræddur um...” Hann roðnaði nú út undir eyru og hellti kaffi I hollann sinn án þess að Ijúka við setninguna. Marianne skildi fyrr en skall I tönnum. Kona barónsins yrði án efa ekkert hrifin af því, að hann byði stúlku á hennar aldri að gista hjá þcim. Hún tók þetta því ekki sem móðgun. Á hinn bóginn hafði hún gaman af vand- ræðasvipnum á andliti hans. Það var spaugilegt að sjá þennan at- hafnamann cins og milli steins og sleggju. Annars vegar vildi hann verða henni að einhverju liði, en hins vegar óttaðist hann ákúrur eiginkonunnar. Hún flýtti sér því að segja: ,,Þetta var fallega boðið af yður, en ég á ættingja hér I París og vil þvl heldur dvclja há þeim.” Hann stundi og var greinilega vonsvikinn yfir því að geta ekki tekið hana með sér og bætti við blíðlega: ,,Það var leiðinlegt. Ég myndi hafa glaðst mjög...” En svo var eins og hann færi hjá sér á ný og hann tók að skamm- ast yfir því að kaffið væri kalt og þetta bitnaði á aumingja Bobois. Þegar tími var kominn til að fara I lögreglumálaráðuneytið. pantaði Missið ekki fótanna fr fr fr 0 Stáltáhetta I Svamptápúði 0 Ytri sóli 0 Hlffðarbrún labeur O Svamppúðf © Fóður O Yfirleður O Hælkappi O Sterkur blindaóli © llstoð Nýjar gerðir Jallatte öryggisskórnir laéttlr og liprir. Leörift sérstaklega vatnsvarift. Stilhetta yfir tá. Sólinn softinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á Is og oliublautum gólfum Hagstætt verft — Senrium um allt land. Dynjandi sf; SOFT&HTE Þolir 25 þúsund Woíta spennu Skoiíunni :ill • Keykjavik Sinuir I! 20-70 & 11-20-71 JALLATTE S.A.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.