Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 20
En Jake sagði, að laufið hefði endilega viljað koma aftur til mín, því að það hefði ekki séð neinn í öllum heiminum, sem það kynni jafnvel við og mig. Svo rétti Jake mér laufið. Dibs fór aftur að ganga eirðar- laust um gólf. Hann nam staðar fyrir framan mig. — Ég geymi laufþlaðið heima, sagði hann. — Það er mjög þreytt og mjög gamalt. En ég hef það hjá mér. Ég setti það á pappaspjald og hengdi það upp, og ég hugsa mér sumt af því, sem það sá, þegar það flaug kringum alla jörð- ina með vindinum. Og í bókunum mínum les ég um öll löndin, scm laufið hefur séð. Hann gekk að brúðuhúsinu. — Nú læsi ég húsinu, sagði hann. — Ég ætla að lsesa dyrunum og loka öllum gluggum. Hann tók upp pelann og saug hann. Svo andvarpaði hann. — Ert þú kannski hryggur stund- um? spurði ég. Hann kinkaði kolli: — Hryggur.. — Erjakc ennþá garðyrkjumaður hjá ykkur? — Nei. Ekki lengur, sagði Dibs. — Pabbi sagði, að hann væri orðinn of gamall, og þetta væri ekki góð vinna fyrir hann eftir hjartaáfallið, sem hann fékk. En hann kemur stundum cnnþá. Þá tölum við sam- an úti í garði. Hann segir mér alltaf ævintýri. En nú hefur hann ekki komið svo lengi. Ég vildi óska, að hann kæmi. Það má kannski kalla hann vin? — Ég held hann sé vinur þinn, Dibs. Mjög góður vinur, sagði ég. Dibs gekk að glugganum og horfði lengi þegjandi út. — Jake fór í kirkju á hverjum sunnudegi, sagði hann loks. — Hefur þú nokkurn tíma farið í kirkju, Dibs? spurði ég. — Nei, nei flýtti Dibs sér að segja. — Pabbi og mamma trúa ckki á kirkjuna. En það gerir Jake. Og amma. Aftur varð löng þögn. — Eru tíu mínútur eftir? spurði Dibs. — Nei, sagði ég. — Níu mínútur? — Nei. — Átta þá? — Já, það eru átta mínútur eftir. — Þá ætla ég að leika mér að dúkkufjölskyldunni og húsinu þann tíma, sem eftir er, sagði Dibs. Hann tók upp skrifpappírsbunka. — Þctta ætla ég að hafa I húsinu, sagði hann. Hann setti blöðin inn í eitt herbergið í brúðuhúsinu. — Það hefur einhver sett dyrnar á aftur, sagði hann. — Já. Hann benti á efri hæðina i brúðuhúsinu. — Þetta er loftið, sagði hann. — Já, svaraði ég. — Nú læt ég alla fullorðna fara að hátta, sagði hann, tók nokkrar brúður og setti þær í svefnherberg- in. — Og svo börnin. Hér er ung- barnið. Og hér er eldabuskan. Og þvottakonan. Þvottakonan segist vera þreytt. Hún ætlar að hvíla sig. Hér eru rúmin. Þetta er herbergi pabbans. Þú mátt ekki fara þangað inn. Þú mátt ekki trufla hann. Hann hefur svo mikið að gera. Og þetta er rúmið mannsins. Þetta er herbergi mömmunnar. Þetta er rúmið hennar. Og öll börnin eiga hvert sitt rúm. Og þau hafa hvert sitt herbergi. Eldabuskan hefur sitt eigið herbergi og sitt eigið rúm. Hún segist líka vera svo þreytt. En hún, sem þvær þvottinn, hefur ekkert rúm. Hún verður að standa og gæta vélarinnar og þessa stráks. Hann fcr við og við niður I þvotta- húsið og spyr, hvers vegna hún leggi sig ekki, ef hún sé þreytt, og þá svarar hún, að fólk borgi henni fyrir að þvo, en ekki fyrir að hvíla sig. En mamman segir, að hún megi gjarna fá hægindastól niður til sín. í þessari andrá rak ég óvart fót- inn I púsluspilið, sem Dibs hafði raðað á gólfinu framan við stólinn sem ég sat á. Ég beygði mig og setti myndina saman aftur. Dibs leit snöggt til mín. — Hvað ertu að gera? spurði hann. — Ég rak fótinn I púsluspilið og ruglaði Tom Tom syni spila- manns, sagði ég. Dibs leit skilningsvana á mig. — Hvað sagðirðu? spurði hann. — Ég skildi ekki það, sem þú sagðir. — Ég sagði, að ég hefði óvart rekið mig I púsluspilið og ruglað Tom Tom syni spilamanns, endur- tók ég. — Æ! sagði Dibs. Enginn vafi lék á því, að hann veitti hverri minnstu hreyfingu hér inni athygli, eins þótt hann væri niðursokkinn I leik. Hann lagðist á hnén og gætti að því, hvort ég hefði raðað púsluspil- inu rctt saman. Svo reyndist vera. Hann stóð upp og fór að leika sér að lyklinum I skráargatinu á hurðinni. — Á ég að læsa? spurði hann. — Langar þig að hafa dyrnar læstar? — Já, svaraði Dibs. Hann sneri lyklinum. — Nú er læst, sagði hann Eftir svolitla stund sagði ég: —Já, riú cr læsi. Leyfðu mér nú að sjá, hvernig þú opnar, því að nú er kominn heimferðartími — Það er rétt, sagði Dibs. — Þó að þú vitir, að mig langar ekki til að fara heim. — Já. Þótt þig langi ekki til að fara heim, Dibs, vcrðurðu samt að gera það. Hann stóð fyrir framan mig og horfði beint I augu mln. Svo and- varpaði hann. — Já, sagði hann. — Ég veit það. Það er svo margt hægt að gcra hér, en samt er það svona, að maður verður alltaf að fara. Um leið var hann næstum þotinn út um dyrnar. — Húfan þln og frakkinn, sagði ég- — Já, húfan þín og frakkinn, sagði hann. Hann sneri við, greip frakkann og fór I hann. Hann dró húfuna niður undir eyru. — Húfan og frakkinn minn, sagði hann. Hann leit á mig. — Bless fröken A. Kem aftur á fimmtudaginn. Alltaf á hverjum fimmtudegi. Bless, sagði hann aftur. Svo ungur, svo smár, og samt svo sterkur. Svo varð mér hugsað til Jakes og velti þvl fyrir mér, hvort hann vissi hve mikla þýðingu vinátta og umhyggja hans höfðu haft fyrir þetta barn. Ég hugsaði um táknræna greinina og um þunna, þreytta, útslitna laufið af trénu. Ég hugsaði um hina eftir- væntingarfullu spurningu Dibs: — Kannski er hann vinur? Á hverjum fimmtudegi I hverri viku. En næsta fimmtudag gat Dibs ekki komið I leikherbergið. Hann var með mislinga. Móðir hans hringdi og tilkynnti, að hann kæmi ekki, En þarnæsta fimmtudag var hann orðinn það frískur, að hann gat komið og mætti þá stundvís- lega I tímann sinn. Hann var enn fölur og örlítið flekkóttur í andliti, en þegar hann kom inn í bið- stofuna, sagði hann: — Mislingarnir eru alveg búnir. Mér er batnað. — Jæja, eru þér batnaðir misl- ingarnir? spurði ég. — Já, sagði Dibs. — Þeir eru búnir Nú getum við farið I leik- herbergið. Þegar við komum inn I leikher- bergið, tók Dibs af sér húfuna og fór úr frakkanum, og setti hvort tveggja á stól. — Mér fannst leiðinlegt, að ég skyldi ekki geta komið á fimmtu- daginn, sagði hann. — Já, þvl trúi ég. Mér fannst leiðinlegt, að þú skyldir fá mislinga og verða að vera heima, sagði ég. — Ég fékk kortið, sem þú sendir mér, sagði hann. — Ég varð svo glaður. Mér fannst svo gaman að fá kortið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.