Vikan - 18.03.1976, Síða 24
GISLI SIGUROSSOM
SLEPPTU
ÁHVGGJUM,
PLVTTU
PER HÆEGT
1.
Hvaö er það versta sem þú getur hugsað þér
aðfyrirgæti komið?
Ég held, að þaó versta sem kemur fyrir hvern
einstakling séu mjög þungbær og ólæknandi
veikindi og þar af ieiðandi sú örorka, sem
verður tii þess að maður verður einungis að
byrði, en engum tii gagns. Sé litið á mann-
kyniö í hei/d, þá get ég vel ímyndað mér, að
meiri háttar kjarnorkustríð væri um það bil það
versta, sem fyrir gætikomið.
2.
Hvar vildirðu helst eiga heima?
Ég sætti mig ful/komlega við ísland eins og
sakir atanda, en yrði ég af einhverjum ástæð-
um að yfirgefa skerið, þá litist mér best á bú-
setu i Englandi eða Skotlandi af þeim löndum,
sem ég hef komið til.
3.
Hvaða galla í fari annarra áttu erfiðast með
að þola?
Tvímæ/alaust óhreinlyndi og fa/s.
4.
Hvaða skáldsögupersónu hefurðu mest dá-
læti á?
Engin ein er mér hugstæðust, en ég gæti nefnt
þrjár, sem allar eru mér hugstæðar, hver á
sinn hátt. Það eru Kristrún í Hamravík eftir
Hagalín, Bjartur í Sumarhúsum hjá Laxness
og gamli maðurinn í sögu Hemingways:
Gamli maðurinn og hafið.
5.
Hvaða manneskju meturðu mest?
Að sjálfsögðu konuna mína.
6.
Hvaða samtímakonu dáirðu mest?
Sé einhver nútímakona verð aðdáunar — og
það eru þær vissulega margar — þá kemur mér
í hug á undan öllum öðrum systir Teresa,
albanska nunnan, sem hefur fórnað sér fyrir
a/lslaust veikt og deyjandi fólk austur í indiandi
7.
Hvaða kven- karlhetju úr bókmenntunum
dáirðu mest?
Mér finnst nú, að hér sé fjórða spurningin
endurtekin, nema hvað hér mun átt við bók-
menntir almennt. Ég ska/ taka það fram, að
ég er ekki fullur aðdáunar á einni eða neinni
bókmenntapersónu. Maður gætilátið sér detta
í hug Sher/ock Ho/mes, að maður nú ekki
ta/i um James Bond, sem ætti að geta talist
dágóð táknmynd nútíma garpskapar. Án þess
að ég sé tiltakanlega veikur fyrir garpskap,
ætla ég þó að greiða atkvæðið Skarphéðni
Njá/ssyni úr Njá/u. Ekki fyrir garpskap hans og
langstökk á Markarfljóti,_heldur það æðru-
/eysi á ör/agastund, að honum fannst hann
ve/ geta gert kar/i föður sínum það til geðs að
ganga i bæinn og láta þá Elosa brenna sig
inni ___ fyrst karlinn vildi það endilega.
8.
Hver er eftirlætis listmálari þinn?
Þeir eru tveir nú sem stendur og afskaplega
óllkir. Annar er Andrew Wieth, bandariski
realistinn, og hinn er spænski súrrea/istinn
Salvador Dali.
9.
En tónskáld?
Beethoven og Jón i Möðrudal.
10.
Hvaða eiginleika telurðu mestu máli skipta að
kvénmaður hafi?
11.
En karlmaður?
Mér finnst rétt að svara þessum spurningum
í einu lagi, því mér er sama, hvort karlar eða
konur eiga í hlut: Mestu máli finnst mér skipta,
að fólk sé hreinskiptið og geðgott.
12.
Hvaða kost á manneskju meturðu mest?
Sá sem hefur samið þessar spurningar, virð-
ist aldrei hafa munað, hvað hann var búinn
að spyrja um. Ég tel mig vera búinn að svara
þessari spurningu með svarinu næst á undan.
13.
Hvað þykir þér mest gaman að gera?
Mér finnst mjög margt skemmtilegt, til dæmis
margt af þeirri vinnu, sem upp kemur í b/aða-
mennsku og starf mitt við Lesbókina. Þegar
ég skoða hug minn grannt, þykir mér /íklega
skemmtilegast að mála mynd, sem maður
heldur að ætli að takast, eða /eika golf i
góðum félagsskap.
14.
Hvað hefðirðu helst viljað verða?
Einu sinni vildi ég he/st verða ritstjóri Vikunnar.
15.
Hvaða þáttur skapgerðar þinnar er ríkjandi?
Þáttur númer A-5.
16.
Hvað meturðu mest í fari vina þinna?
Ennþá einu sinni spurning, sem búið er að
svara áður. Hvað á svona grautur að þýða?
17.
Hver er þinn mesti galli?
Ég er að mestu ga/la/aus, en sé reynt að finna
eitthvað, þá væriþað kannski helst, að ég þvæ
ekki bílinn minn nægi/ega oft.
18.
Um hvað fjallar hamingjudraumur þinn?
Núna fjallar hamingjudraumurinn um að þurfa
ekki að verða ritstjóri Vikunnar aftur.
19.
Hvað vilduð þér síst að fyrir yður kæmi?
Hvernig væri að lesa svarið við spurningu
númer eitt. Mikil er sú andlega fátækt að
þurfa að endurtaka sömu spurningarnar aftur
og aftur.
20.
Hver er eftirlætis litur þinn?
Þessari spurningu er ekki hægt að svara. Mér
finnst kannski að einhver ákveðinn /itur klæði
konuna mína best, að ákveðinn litur sé fall-
egastur á bílum, og upp á síðkastið hefur blátt
verið talsvert ráöandi í flestum mínum mynd-
um. En ég he/d í rauninni ekki meira upp
á einn lit en annan.
21.
En blóm?
Ég þekki engin blóm nema fifil og sóley,
en ég sé, að hvorki eru fíflar né sóleyjar í
blómabúðum, heldur einhver útlensk blóm,
sem deyja jafnóðum og þau eru keypt, og
upp á þesskonar b/óm held ég litið. Og ég vil
24 VIKAN 12. TBL.