Vikan - 18.03.1976, Síða 18
FRÁ LONDON TIL
PARÍSAR.
i fyrirtækjum sínum lét hún
ávallt ávarpa sig Madame til þess
að aðgreina sig frá Miss Elizabeth
Arden, Mademoiselle Coco
Chanel og Senora Evita Peron.
Helena Rubinstein fann ekki
mikla hamingju í öðru hjónabandi
sínu fremur en hinu fyrra. Þegar
prinsinn lést í New York árið 1956,
var hún í París. Hún gaf einkarit-
ara sínum skipun um að senda
símskeyti þess efnis, að hún kæmi
ekki til að vera viðstödd útförina,
vegna þess, að ,,hún kæmist ekki
frá". Þessi ákvörðun var ekki
einvörðungu tekin vegna þess, að
Madame ætti annríkt, heldur fór
meðfædd sparsemi hennar að
segja til sín með árunum.
— Sendu skeytið að næturlagi.
Það er miklu ódýrara.
Eftir hinn frábæra árangur í
London, færði Madame út kvíarn-
ar til Parísar. Það tók hana tvö ár
að komast áfram þar. Hún lagði
hart að sér við vinnuna og var
Fegrunarsérfræðingur verður ætið að vera faiiegur, sagði Helena
Rubinstein, en þó notaði hún ekki vörur sínar sjá/f. Þessi mynd var
tekin af henni í íburðarmikiu búningsherbergi hennar.
He/ena Rubinstein í /úxusíbúð
sinni á efstu hæö húss eins við
Fimmta breiðstræti New York-
borgar, dýrustu og fínustu götu
heimsborgarinnar.
ibúðir He/enu Rubinstein / New
York, Par/s og London voru fullar
af verðmætum listaverkum.
— Hvað kemur þér til að halda
að maðurinn minn hafi
komist að sambandi okkar,
ástin mín?
stöðugt að hefja framleiðslu á
nýjum snyrtivörum.
Árið 1914 fór hún til Bandaríkj-
anna, þarsem möguleikarnir voru
óteljandi.
— Bandarískar konurlitu hræði-
lega út. Allar með stór, rauð nef
og þurra húð.
Sé þessi staðhæfing orðuð öðru
vísi, til dæmis: Þótt ótrúlegt sé
voru snyrtivörur og snyrting nær
óþekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum,
hafði Helena Rúbinstein rétt fyrir
sér. Varalitur þótti „ósiðsamleg-
legur" þar í landi, og ilmvötn voru
ekki notuð nema til að eyða
„ólykt".
GRÆDDI 960 MILLJÓNIR,
ÁN ÞESS AÐ HREYFA
LITLA FINGUR.
Snyrtistofukeðjan varð stöðugt
umfangsmeiri. Rubinstein-snyrti-
stofurvoru opnaðar í Mílanó, Vín,
Toronto og Róm. Verslunarhúsin
við Fimmta breiðstræti í New York
voru svo stór, að heila viku hefði
þurft til þess að ganga um þau öll
og líta á vörurnar.
Rétt fyrir hið mikla verðfall á
verðbréfum árið 1929, sýndi hið
þekkta banka- og verðbréfafyrir-
tæki Lehmann í Wall Street áhuga
á að kaupa verslanirnar af Helenu.
Fyrirtækið bauð rúmlega milljarð
fyrir tvo þriðju hluta hlutabréf-
anna. Madame seldi. Verðbréfa-
hrunið varð fáeinum mánuðum
seinna. Hlutabréf Lehmanns urðu
ekki nema um það bil 1500
milljóna virði. Verslunin gekk illa.
Fólk missti áhuga á fyrirtækinu.
En dag einn kom upp úr dúrnum,
að einkaaðili hafði keypt hluta-
bréfin af Lehmann — Helena
Rubinstein sjálf. Þá fór verslunin
aftur að ganga vel.
Upp úr 1930 fór eftirspurn eftir
snyrtivörum mjög í vöxt, einkum
þó í Bandaríkjur'íum, þar sem
markaðurinn var aldrei meiri.
Madame gegndi tvímælalaust for-
ystuhlutverki í snyrtivöruiðnaðin-
um, en þó hafði hún eignast
skæðan keppinaut, þar sem Eliza-
beth Arden var. Árið 1938 tókst
Miss Arden að yfirbjóða Madame í
samkeppni um 12 starfsmenn, þar
á meðal einkaritara Madame,
sem Miss Arden réði til starfa fyrir
50.000 dollara laun, sem þá var
gífurleg upphæð.
Madame hefndi sín. Nokkrum
árum áður hafði Arden skilið við
eiginmann sinn T. J. Louis. Skiln-
aðardómurinn kvað svo á, að
hann mætti ekki starfa innan
snyrtivöruiðnaðarins næstu fimm
árin. Árið 1939, þegar fimm ár
voru liðin frá skilnaðinum, réði
Madame hann til starfa sem
yfirmann framleiðslunnar.
— Í þessu starfi verður maður
að vera fljótur að hugsa og hafa
mikið úthald. Ég vinn tuttugu og
fjórar stundir á sólarhring. Til
þessa hef ég unnið í 300 ár af ævi
minni.
26 HERBERGJA ÍBÚÐ Í
NEW YORK.
Helena Rubinstein kvartaði
stöðugt undan því, að enginn
starfsmanna hennar ynni eins
mikið og hún gerði sjálf. Ef
einhver þeirra var frá vinnu vegna
veikinda, sagði hún:
— Veikur og veikur! Ég hef oft
verið veik, en ég hef aldrei hangið
heima þess vegna!
Madame bjó sér heimili í París,
uppi í sveit í Frakklandi, í London
og í New York. Aðalstöðvarnar
voru í 26 herbergja íbúð hennar í
New York. Þar sankaði hún að sér
alls konar dýrmætum listaverkum,
meðal annars málverkum eftir
Picasso, Renoir, Modigliani, Mat-
isse og Salvador Dali.
í sérstökum sal í íbúðinni hafði
hún safn málverka af sjálfri sér,
einnig gerð af frægum og viður-
kenndum listamönnum. Picasso
hliðraði sér þó ætíð hjá því að
mála Madame.
— Ef ég geri það, dey ég
áreiðanlega á undan þér, sagði
hann sér til afsökunar.
Madame keypti öll sín föt hjá
Dior, Balenciaga og Schiaparelli.
ibúð hennar í New York var full af
stórkostlegum fötum, sem hún
hafði í rauninni ekki nokkurn
skapaðan hlut að gera við.
— Já, en takið þér þau bara,
sagði hún við unga blaðakonu,
sem heimsótti hana í íbúð hennar
og lét óspart í Ijós aðdáun sína á
módelflíkunu.m. — Þetta er hvort
sem er tómt skiterí.
Skapsmunir hennar urðu brátt
frægir, og um þá voru sagðar
margar sögur — sumar hinar
ótrúlegustu. Ef hún heyrði
minnsta hávaða úr eldhúsinu,
þegar hún hélt íburðarmikil sam-
kvæmi sín, hljóp hún fram til að
gæta að, hvort nokkuð hefði
brotnað. Skammir hennar berg-
máluðu um alla íbúðina, þótt það
sem brotnaði hefði ekxi verið
annað en ódýrt bollapar.
Sjálfsævisaga Helenu Rubin-
stein, sem kom út í byrjun sjöunda
áratugsins, er í rauninni alls engin
ævisaga, heldur uppskrift að fegr-
unarmeðferð — hrein og klár
auglýsing.
Síðan Madame lést árið 1965
hefur systurdóttir hennar stjórnað
fyrirtækinu. Það fylgir sögunni, að
hún sé gædd mörgum sömu
eiginleikunum og Madame.