Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 33
að gera sig ánægða með okkar
vernd.”
Fouché reis á fætur og gaf til
kynna að áheyrninni væri lokið.
F.n svo fór hann að róta i skjölum
á borðinu. Hann fann fljótt bréfið,
sem hann var að lcita að og eftir
að hafa rennt augum yfir það, sagði
hann.
,,En hvað sem öðru líður, kæri
barón, þá hygg ég að dvöl yðar í
París verði ekki öllu lengri að sinni.
Yður er áreiðanlega mikið í mun
að snúa aftur til St. Malo. Ég er
hér með skýrslu vfir umtalsvert
afrek, sem einn af mönnum yðar
hefur unnið. Gauthier, skipstjór-
inn á Hirondelle fór til Guernsey
og hertók þar skipið Incomparable,
scm þér misstuð í nóvember.”
„Nei, scgið þér satt?”
I þetta sinn var Surcouf ekki
lengi á sér að rísa á fætur og augu
hans Ijómuðu af gleði. Hann var
rjóður í framan og allar grunsemdir
voru horfnar út I veður og vind.
Það var engu líkara en hann liti á
lögrcglustjórann sem scndiboða
guðanna og hefði nú mcð öllu
glcymt Marianne. En hvers virði
var líka aðdráttarafl hennar I sam-
bandi við skip hans og menn, sem
áttu hug hans allan? Hann seild-
ist cftir hatti sínum, sem hann
hafði lagt frá sér á skápinn.
,,Ég mun taka næturpóstvagn-
inn. Þakka yður fyrir kæri lögrcglu-
stjóri. Þér hafið fært mér hinar
kærkomnustu fréttir. Og nú er ekki
annað eftir en að kveðja yður.”
Hann sncri sér að Marianne og
hncigði sig. ,,Og yður líka made-
moiselle,” sagði hann þýðum rómi.
,,Ég skil yður hér eftir I góðum
höndum og óska yður alls hins
besta. Vonandi gleymið þér mér
ckki.”
Hann var á förum burtu frá París
og skildi hana eftir hér í þessu
óasjálega húsi. Það var ekki laust
við, að hún fyndi til biturleika.
Þessi traustvekjandi og heiðarlegi
maður hafði sigrað allar efasemdir
hennar á óvenju skömmum tíma.
Kannski var það vegna þess að hann
minnti hana á Svartbak. Nú ætlaði
hann að snúa sér að sínum eigin
málum og aðeins guð einn vissi,
hvað yrði um hana. A morgun,
eða kannski fyrr, væri hann algjör-
lega búinn að gleyma henni. Hún
gerði sér ljóst að þessi maður var
einstakur I sinni röð. Hann angaði
af fersku lofti, frelsi og Hfsgleði.
Henni varð litið á fölt, mjóslegið
andlit Fouchés og einhverra hluta
vegna minnti hann hana á illa
upplýsta kapellu, hvislandi raddir,
ilm af reykelsi og leynimakk.
Seinna þegar hún komst að því, að
hann hafði ætlað að gana í þjón-
ustu kirkjunnar og hafði lært til
prests I klaustrinu í Nantes, átti
hún eftir að minnast þessara áhrifa
og skilja þau betur.
Það setti að henni ekka, eh hún
bældi hann niður og rétti ósjálfrátt
fram báðar hendurnar í áttina að
vini hennar, sem var á förum.
,,Þakka yður fyrir,” sagði hún,
,,og skrifið mér endilega.’’
Hann brosti til hennar og greip
þétt um báðar hendur hennar.
, Já, ég lofa því. En þér verðið að
fyrirgefa mér, þó að skrift mín
sé illlæsileg. Ég er ekki menntaður
maður, en fyrir yður geri ég allt.
Ef þér þarfnist einhvers slðar, þá
snúið yður til mín. ”
Því næst kyssti hann á hönd
hennar, tók staf sinn og yfirgaf
herbergið án þess að líta um öxl.
Fouché horfði á eftir honum og
augnaráð hans var órætt. Er dyrnar
lokuðust stundi lögreglustjórinn.
,,Þér eigið áreiðanlega hauk I
horni þar scm þessi maður er. Ég
óska yður til hamingju. Surcouf
er enginn smáfiskur þegar hann er
einu sinni kominn á öngulinn er
erfitt að losna við hann. Ég var
farinn að halda, að hann myndi
ekki fást til þess að yfirgefa yður.
En nú getum við loksins ræðst
við I alvöru.”
„Gerðum við það ekki áðan?”
,,Bæði og.”
Um leið og hann mælti þessi
orð hringdi hann bjöllu, sem var
á borðinu. Lítill svartklæddur ná-
ungi með gulleitt litaraft og inn-
fallið brjóst kom inn. Hann hélt
á bréfamöppu undir hendinni og
hvíslaði einhverju I eyra lögreglu-
stjórans. Þetta var Maillocheau,
einkaritarinn hans.
,,Allt I lagi,” sagði Fouché.
,,Farðu með hana inn hinum meg-
in. Ég kem undireins.”
Framhald I næsta blaði.
1
STIL-HÚSGÖGN
AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600
söfaseliió
hittir beint í mark
TODDÝ sófasettið er sniðió
fyrir unga tolkiö
Verð aðeins kr. 109.000.->í
Góóir greiösluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
DINNI & PINNI
12. TBL. VIKAN 33