Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 38
KL ENSKUR FÆST i BÍLA — NAUSTL í þessum stól er barnið vel varið fyrir hliðarhöggum og getur auöveldlega sofið í stólnum, án þess að höfuðið detti út af púðanum. Öryggisbeltin eru yfir herðar, mitti og einnig milli fóta, svo ekki er hætta á að barnið renni niöur úr stólnum. Læsingin á beltunum er þannig, að barnið getur ekki opnað hana. Hægt er að hækka og lækka stólinn í sætinu með því að færa til ólarsem halda honum, svo barnið sjái út, þessi gerð er örugg og gerð til að vera í aftursæti. AUSTI FÆST EINNIG Í BÍLA- NAUSTI. Öryggisbeltin eru mjög svipuð og í KL, en læsingin á þeim erallt of fyrirferðamikil, gæti skað- að barn í harkalegum árekstri, og þar að auki er tiltölulega auðvelt fyrir barnið að opna læsinguna. þessi stóll er allur veikbyggðari og ekki eins vel fóðraður og KL. Þótt hér muni fjögur þúsund krónum á verði eru miklu betri kaup í KL. ÖRYCCK HIL TEEfí SÆNSKUR OG FÆST1 FÁLKANUM. Hilte er gerður til þess að vera í framsæti og snúa baki ímælaborðið. Þessistóllermiðaö- ur við að þola mikið högg á bakið, án þess að barnið skaðist. Öryggisbeltin eru á ská yfir öxl og brjóstkassa og yfir mjöðm. Læsing á öryggisbeltum gæti vafist fyrir ókunnugum, ef mikiö lægi við að ná barni úr stólnum. Barnið er mjög vel skorðað [ þessum stól og öruggt, ef hann er notaður í framsæti eins og ætlast er til. En ef stóllinn er notaður I aftursæti og snýr með bakið aftur, getur hann verið hættuleg- ur, vegna þess að öryggisbeltin eru ekki yfir báðar axlir og ekki á milli fóta, þannig að barnið getur runnið niður úr beltunum. Hilte er afar öruggur í framsæti, en mjög dýr. V. Öryggi barna í bílum er oft verulega ábótavant. Allt of oft sjást börn sitja í framsæti bíla og jafnvel í fangi fullorðinna í fram- sæti. Sem betur fer hefur notkun barnastóla í bílum farið mjög vaxandi. Okkur datt í hug að skoða þá stóla, sem eru á markaöi hér, og þá aðallega með öryggið ( huga. Okkur til mikillar ánægju eru allflestir stólarnir, sem hér fást gerðir með öryggi barnanna fyrir augum. En þó eru á boðstólum hér barnastólar, sem geta verið hættulegri en enginn stóll, þó sérstaklega þeir, sem eru smelltir niður á milli sætisbaks og setunn- ar, þeir geta auðveldlega losnaö við mikið högg, og getur þá barnið verið verr sett heldur en í engum stól. ✓ ÞESSIR TVEIR STÓLAR FRÁ SVÍUM FÁST EINNIG Í FÁLK- ANUM. Öryggisbeltin eru þriggja punkta yfir öxl og mitti. Stóllinn er þannig festur, aö dálítið boginni járnstöng er smeygt undir sætis- bakið niður við setu. Er mikil hætta á, að stólinn geti losnað í árekstri eða veltu, og þá getur barnið verið verr sett heldur en í engum stól. Hægt er að setja þessa stóla í hvíldarstöðu, en ekki treystir þátturinn sér til að mæla með þessari gerð. ----------\ ARNI BJARNASON * A FLEYGI FERÐ 38 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.