Vikan - 19.08.1976, Síða 17
Lygasagan gerði hana heimsfræga
Beint úr frumskóginum — ósnortin af vest-
rænni menningu. Þannig var Iman kynnt —
ein skærasta stjarnan á tískusýningarheimin-
um. Sagan var ofhlaðin — en tilgangurinn
helgar meðalið, eða hvað? Hún græðir nú
milljónir.
— Komdu og sjáöu, sagöi
ameríski ljósmyndarinn Peter
Beard viö Vilhelminu, heims-
frægu tískudrottninguna í New
York. — Líttu á þessa stúlku. Hún
heitir Iman. Ég fann hana í litlu
þorpi utan við Nairobi. Hún er af
sómalíættbálknum.
— Hún er ótrúlega fögur, sagöi
Vilhelmina.
— Já, það er áreiðanlegt, sagði
Beard. — Hún hefur aldrei
gengið í vesturlandaklæðnaði,
heldur borið tígrisskinn sér um
axlir. Og hún baðar sig i mjólk á
hverjum degi. Það er eins konar
hefð i Kenýa.
— Sæktu hana, sagði
Vilhelmina.
Þannig atvikaðist það, að Iman
Abdulmeijd, tuttugu og eins árs,
kom til New York. Hún hafði
aldrei komið út fyrir föðurland
sitt fyrr. Falleg stúlka með
hrokkna lokka á höfðinu og svo-
lítið hrædd á svipinn.
John Carmen, blaðafulltrúi Vil-
helminu, bauð til blaðamanna-
fundar og sýndi Iman. NTB —
sjónvarpsstöðin gerði fimmtíu
mínútna langa mynd um hana.
Myndin var sýnd um þver og
endilöng Bandaríkin. Hún prýddi
forsíðu Vogue og fleiri þekktra
tískublaða. I stuttu máli sagt
gerði áróðursherferð Vilhelminu
Iman frá Kenýa heimsfræga á
örskotsstundu.
En svo gerðist svolítið. . .
Dag einn var hringt til skrif-
stofu Vilhelminu. Reiðileg rödd
frá Nairobi var í símanum.
— Sk-ilið mér konunni minni
aftur! Þið hafið rænt henni! Við
Iman höfum verið gift í tvö ár!
Hún vann á Hiltonhótelinu í
Nairobi.
Hneykslið var orðið!
Þetta gerðist síðla hausts í
fyrra. Nú er mesta 'fárviðrinu
lokið. Sannleikann um Iman
fáum við sjálfsagt aldrei að vita.
Maðurinn hennar í Nairobi gafst
upp á að hringja. Starfsfólk Vil-
helminu er búið að gefa söguna
um mjólkurstúlkuna Irnan upp á
bátinn, og gefin hefur verið út
yfirlýsing þess efnis, að Iman sé
dóttir kaupsýslumanns og dipló-
mats í Kenýa.
— En, segir tískudrottningin
Vilhelmina, — hvað gerir það til?
Iman er ein fegursta stúlka, sem
ég hef séð. Því verður ekki
haggað.
— Og, skýtur John Carmen
blaðafulltrúi tiskudrottningar-
innar inn i, — Iman hefði aldrei
orðið það sem hún nú er —
hæst launaða tískusýningarstúlka
heims næst á eftir Margaux
Hemingway — ef við hefðum ekki
búið til þessa sögu um frumskóg-
inn. Það er ekki lengur nóg, að
stúlka sé falleg. Ef ekki er til um
hana nein „saga,“ sem vekur
áhuga almennings, verður hún
aldrei fræg, Lítið á Margaux
Hemingway. Við l)juggum hana
til. Án okkar væri hún fröken
ekki neitt.
En hvað um Iman sjálfa? Fögur
og svolítið feimin segir hún, að
hún hafi halað inn rúma liálfa
milljón dollara á síðustu þremur
mánuðum.
— Fólk er svo gott við mig. Það
hefur farið með mig á ,,réttu“
staðina og látið mig hitta „rétta"
fólkið á „réttu augnabliki. Eg
græði peninga, og mér finnst líf
mitt vera spennandi.
Hún hefur feiknalangan háls,
augu hennar blika, og tennurnar
skína eins og eðalsteinar. Hún
situr þögul litla stund, svo bætir
hún við:
— En þetta er ekkert líf til
lengdar. Eg hef gert þriggja ára
samning við Vilhelminu. Eftir
þrjú ár vona ég, að ég hafi. grætt
svo mikla peninga, að ég geti farið
heim. Eg held, að New York og
Bandarikin séu ekki rétti staður-
ínn fyrir mig. Þegar ég er ein, eða
í stúdíóunum, dreymir mig oft um
Kenýa og dýrin. Mig langar
þangað aftur. En svo hugsa ég um
allt það, sem ég get gert fyrir
peningana, sem ég vinn mér inn,
og þá líður mér heldur skár.
lman hefur verið í New York
síðan í september í fyra, en hún
á ekkert einkalíf. Agentarnir eru
ætíð á hælunum á henni.
— Eg hef aldrei farið ein út í
New York. Mig langar til að ganga
um göturnar og skoða borgina, en
ég fæ það ekki. Þau halda, að það
geti verið hættulegt fyrir mig.
Það skil ég ekki! Ég sem hef alla
ævi átt heima innan um villidýr,
Einu sinni klappaði ég tígrisdýri,
og það er víst ekki til neitt hættu-
legra en það. . .
34.TBL. VIKAN 17