Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 33

Vikan - 19.08.1976, Qupperneq 33
með. En hún kom ekki auga á neitt nema kínverskan vasa og litla styttu, sem stóð á kommóðu, en hvorugt var þetta heppilegt vopn. Kannski var þjófurinn lika vopnaður. En svo mundi hún allt í einu eftir einu. Hún snéri aftur inn í herbergið og gekk hratt yfir að skáp, sem Fortunée hafði gefið henni. Hún opnaði hann og þar lá silfurslegin viðaraskja. Þegar hún opnaði hana komu í ljós tvær einvígispístólur. Napóleon hafði fært henni þessa óvenjulegu gjöf. „Kona eins og þér ætti ávallt að hafa eitthvað við hendina til sjálfsvarnar," hafði hann sagt. ,,Ég veit að þér kunnið að fara með byssu og þessar munu kannski koma sér vel einhvern tíma. Tímarnir, semvið lifum á, eru það ótryggir, að það er ekki óhætt fyrir konu að búa ein og óvopnuð í sinu eigin húsi.“ Marianne tók aðra byssuna, hlóð hana og setti hana siðan í sloppvasa sinn, en fór því næst út á stigapallinn. Hún sá enn birtuna frá kertaljósinu, sem flökti til og frá. líkt og viðkomandi væri að leita að ein- hverju. Marianne gekk hiklaust niður stigann. Áður en hún yfirgaf herbergið sitt hafði hún sparkað af sér inni- skónum. Hún gekk nú berfætt eftir tígulsteinslögðu gólfinu og fótatak hennar heýrðist ekki. Hún fann ekki til ótta. Með vopnið í höndum sér stöð hún jafnfætis innbrotsþjófnum. Til- finningarnar, sem bærðust með henni voru fremur í ætt við fögnuð eða ákafa forvitni, líkt og maður, sem telur sig vera að finna lausnina á erfiðri gátu. Hún var viss um, að þessi óboðni gestur, sem var að þvælast þarna um í viðhafnarstofunni, væri sá sami og hafði fjarlægt málverkið. Hún var nú komin niður stigann. En þótt hinar tvöföldu dyr viðhafnarstofunnar væru galopnar, sá hún ekkert nema bjarmann frá ljósinu, sem var nú ekki lengur flðktandi. Einnig sá hún kulnaðar glæðurnar í endur- bættum arninum og autt vegg- fóðrið þar fyrir ofan. Þetta var samkvæmt hennar eigin ósk, enda taldi hún ekkert geta komið í staðinn fyrir málverkið. Hún áleit að þjófurinn, ef um þjóf var að ræða, væri nú að meta þau verðmæti, sem stofan var prýdd og þess vegna ákvað hún að fara ekki inn um aðaldyrnar. Dyrnar er lágu inn í músíkher- bergið stóðu upp á hálfa gátt. Hægt ýtti hún við þeim og fór þangaó inn. Næg birta barst úr viðhafnarstofunni, þannig að hún rakst ekki á húsgögnin. Hún sá þarna nóturnar, sem hún ætlaði að æfa sig eftir næsta dag. Síðan skáskaut hún sér framhjá gylltri hörpu og var komin að hinum dyrunum. Flauelstjöldin gerðu það að verkum, að hún gat óséð kíkt inn í viðhafnarstofuna. Hinn óboðni gestur hennar reyndist þá vera kona. Þaðan sem hún stóð gat Marianne aðeins séð aftan á hana. Konan var í gráum kjól og hárið bundið i rytjulegan hnút. Hún var fíngerð og bar sig mjög vel. t hendinni hélt hún á stórri kerta- stiku og hún staðnæmdist fyrir framan arininn. Marianne sá hana lyfta hendinni, þannig að birtan féll á auðan vegginn. Svo heyrði hún hæðnishlátur og var ekki lengur í vafa um, að þetta væri þjófurinn. En hver var hún þessi kona og hvað var henni á höndum? Ógnvekjandi hugsun gagntók hana. Hvað ef þessi kona stóð i einhverju sarr^bandi við Fanchen Fleur de Lys', og að sú sóðalega gamla kerling væri enn á hælum hennar? Ekki var að vita nema aðrir úr þeirri g|æpaklíku væru þá líka staddir í húsinu og að handbendi hennar tvö, hinn hræðilegi Requín og Pisse Vinaigre, væru á næstu grösum. Framhald í næsta blaði. . ■í LEIKFANGAHÚSIÐ SKÓLAVÖRÐUSTtG 10, StMI 14806. Barbie dúkkur Barbie bilar Barbie sundlaugar Barbie tiöld Barbie skápar Model bílar. Póstsendum. EINNI & PINNI 34. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.