Vikan

Eksemplar

Vikan - 19.08.1976, Side 36

Vikan - 19.08.1976, Side 36
Hann sat lengi í þungum þönkum eftir að hann hafði slökkt á sjónvarpinu. Það var kveikt í stofunni, en hann sá skjáinn fyrir sér. Engu var líkara en þessi tala hefði verið meitluð i meðvitund hans, og hann sá hana fyrir. hugskots- sjónum sínum: 5.000.000 krónur á CZ 2878. Hann leit aftur og aftur á happdrættismiðann, sem hann hafði tekið fram, og biturt bros lék um varir hans. Hugsanirnar þyrluðust upp í huga hans. Hraðbáturinn, sem hann var nýbúinn að fá... dýri sportbíll- inn, sem hann taldist eigandi að...ógreiddir reikningarnir.... skattarnir... allt heila klabbið... Sem sagt á kúpunni! Hann blótaði heils hugar og andvarpaði þungt, þar sem hann sat og fannst öllu órétt- læti heimsins hafa verið safnað á einn stað. CZ 2878 var vinningsnúmerið í landshappdrættinu. Hann fann hvernig reiðin hríslaðist um hann allan, þegar hann leit á happdrættismiðann sinn. CX 2873 — ekki nema fimm tölum frá vinningnum. Honum datt í hug, að hún var vön að segja, að rétt hjá væri langt frá, og þá beindist mest öll reiði hans að henni. Hugsunin um skyndi- legan ábata hennar varð al- gerlega óþolandi. Hvers konar eiginlega uppátæki var það í henni... Nei! Hann mátti ekki hugsa meira um þetta. Það var vita tilgangslaust. Jan Arnitz beit á vör og rétti sig upp i stólnum. Það sem gerst hafði, hafði gerst. En eitthvað hlaut að vera hægt að gera. Hann sótti glas og flösku og fékk sér tvöfaldan viskí. Hann horfði annars hugar út um gluggann um leið og hann drakk. Hann bjó á fimmtu hæð. Komið var haust, vindur var allhvass og regnið barði rúðurnar. Hún var áreiðanlega heima á slíku kvöldi. Hann greip símann og valdi númerið. Hún var heima: Það var Eva Arnitz. Halló... halló? Hann lagði tólið á. Hann kveikti sér i sigarettu og hallaði sér hugsandi aftur á bak i stóln- um. Hann reykti þrjár sígarettur, áður en hann stóð upp og gekk út að bílnum. Hugsanir hans snerust um fortíðina meðan hann ök til Lundskov. Einkum dvaldist honum við atburðina kringum giftingu þeirra sex árum áður, hvernig þau hlógu og skemmtu sér og voru hamingjusöm — eða héldu að minnsta kosti að þau væfu það. Svo rifjaði hann upp fyrir sér erfiðu árin í hjónabandinu, og Jan Arnitz minntist einnig léttisins, sem þau höfðu bæði fundið til fyrst eftir skilnaðinn... Auðvitað var þetta vonlaust frá upphafi. Ilann var þrjátíu og eins árs, hún tiu árum yngri, lotteri sakamAlasaga EFTIR Orla Johansen. þegar þau giftu sig. Þau höfðu ekki getað búið saman... Þau höfðu hist aftur um sumarið. Hann hafði átt uppá- stunguna og hún hafði sjálfsagt haldið, að hann gæti ekki verið án hennar... Hann minntist þess, þegar þau fengu sér kaffi á gang- stéttarkaffihúsi og spjölluðu saman eins og þau hefou verið gift árum saman, og dreng- snáðinn kom og spurði, hvort þau vildu kaupa happdrættis- miða. Eva hafði setið og horft yfir vatnið. Jan hafði horft á hana. Þau litu bæði á drenginn og Eva, sem var svolítið æst, sagði: — Happdrættismiða? Eg ætla sko að fá tíu! Hvað kosta þeir? Happdrættismiðarnir kostuðu. hundrað krónur st.vkkið. Hann furðaði sig á því, að hún skyldi kaupa tíu, en hún hló bara og sagði: — Já, ég veit þú ert hissa á þessu, en ég er svolítið skrítin í dag, og tíu tækifæri eru betri en eitt. Ætlar þú ekki lika að kaupa tíu? Jan hafði brugðist vonum sölubarnsins. Hann sagðist bara ætla að fá einn happdrættismiða og alls ekki fleirí... Jan Arnitz stundi í myrkrinu, þar sem hann ók dýrum og óborguðum sportbílnum í átt til Lundskov. Hvernig i fjandanum hafði henni dottið þetta i hug? Hann sá það allt fyrir sér aftur — skýrt og greinilega. Eva strauk ljóst hárið upp frá enninu og tók við happ- drættismiðunum af drengnum. Hún sleikti fingur og taldi tniðana upphátt Etnn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex... Nei, ég vil ekki fá tíu númer í röð. Eg sleppi einum! Hún reif fímm efstu miðana af, sleppti einum, og taldi aftur fimm næstu upphátt, og reif þá úr heftinu. Jan Arnitz hristi höfuðið og hafði gaman af uppátæki hennar. — Allt í lagi, sagði hann — þá ætla ég að vera svolítið hjá- trúarfullur og kaupa þann, sem þú slepptir. Það gerði hann og greiddi drengnum hundrað krónur fyrir miðann. Eva borgaði honum þúsund krónur og gaf honum hundrað krónur fyrir sælgæti, og drengurinn þakkaði fyrir sig: Hvernig í ósköpunum hafði henni dottið þetta í hug?Jan Armitz blótaði aftur og taldi númerin, sem Eva hafði keypt: — CZ 2868-69-70-71-72... og hann, fíflið hafði keypt CZ 2873, sem hún sleppti. Svo keypti Eva áfram röðina CZ 2874 -75-76-77-78, og hafði unnið á síðasta miðann. CZ 2878... Nú sá hann vinnings- númerið á skjánum aftur fyrir 36 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.