Vikan

Útgáva

Vikan - 19.08.1976, Síða 38

Vikan - 19.08.1976, Síða 38
— Þá hugsa ég, að ég hafi góðar fréttir að færa þér! Og hann sagði henni frá vinningsnúmerinu og happ- drættismiðanum sínum, sem var bara fimm númerum frá vinningnum. Hann sagðist ekki muna, nákvæmlega, hvernig happdrættismiðakaupin gengu fyrir sig, en kvaðst þó halda, að hún ætti vinningsnúmerið. Hann horfði kæruleysislega upp í loftið og var sigurviss. Hann fann hvernig hún byrjaði að verða spennt fyrir áhrif orða hans. Hún var staðin upp. Hún gekk að skrifborðinu og leitaði í skúffunni. Skömmu seinna stóð hún með happ- drættismiðana í hendinni. Hún hafði fest þá saman með bréfa- klemmu. — Hvaða númer sagðirðu það hefði verið? Það hlakkaði í honum og hann fann spennuna heltaka sig. —Eg er handviss um að það var CZ 2878, þvi það var bara fimm númerum frá númerinu á miðanum, sem ég keypti... Auðvitað. Hún var ekki nema manneskja. Hún athugaði miðana og hrópaði upp yfir sig: — Voru það fimm milljónir? Kf þú ferð rétt með vinnings- númerið, þá hef ég unnið þær? Hún stóð á miðju gólfi og svolítið bros lék um varir hennar. En eftir nokkur sekúndubrot hvarf brosið af andliti hennar og í þess stað mátti lesa greinllegan grun í svip hennar. — Aha, sagði hún rólega. — Nú skil ég af hverju þú komst. Þú ert sjálfum þér líkur, Jan Arnitx! Hvað ég er fegin. að allt .skuli vera búið milli okkar... Ilún hló með f.vrirlitningu og hélt ál'ram: — Þú sást vinningsnúmerið í sjónvarpinu. Þú mundir. að ég keypti liu miða — og að eg sleppti úr einum. sem þú keyptir svo. ()g svo varstu ekki i vandneðum með að reiknu út. að ég hal'ði keypt vinnigs- ímðatin. að l'yrrverandi eigin- kona þín átti allt i einu fimm mill.jónir í reiðufé. llún leit á hann með glampa i attgum: — Ilvað þú getur verið vesæll og aumur! Ef þú ímyndar þér, að þér verði kápan úr því klæðiriu að ná einhverju af þessum peningum, þá skjátlast þér hrapallega! Jan Arnitz var einnig staðinn á fætur. Hann var svolítið fölur, en rödd hans var róleg, og nú var hann hættur að látast. — Fáðu mér happdrættismiðana, sagði hann. — Aldrei að eilífu! Hún hljóp kringum borðið, þegar hann reyndi að hrifsa þá af henni, og í augum hans las hún allt í einu sannleikann, sem hún hafði aldrei vitað um hann. Hræðslan náði tökum á henni, og hún æpti, þegar hann náði taki á öðrum handlegg hennar. — Helvítið þitt... Og í sömu andrá og hann dró hana að sér, fleygði hún happ- drættismiðunum í logandi arin- inn. Jan Arnitz sá það og rak upp hálfkæft öskur um leið og hann sleppti henni og þaut að arninum. En hún fleygði sér samstundis á hann, þreif í hárið á honum og reyndi að klóra hann um leið og hún öskraði af öllum kröftum. Hann vissi trauðla hvað gerðist næstu mínúturnar, því hann missti algerlega stjórn á sér. Hann fann allt í einu, að hún varð máttlaus í fanginu á honum, en hann hélt höndunum eins og skrúfstykki um háls hennar. Það var ekki fyrr en hún féll í gólfið eins og dauð brúða, að hann gerði sér ljóst, hvað hann hafði gert. — Eva, tautaði hann hás, og féll á knén við hlið líksins. Það logaði glatt í arninum, þegar Jan Arnitz læddist varlega út úr húsinú skömmu seinna. Oveðrið var gengið yfir og haustsólin skein inn um gluggana á ibúð Jans Arnitz morguninn eftir, þegar hann sat önnum kafinn við teikni- horðið. Ilann hafði ekki sofið ýkja mikið um nóttina. en hugsað þvi meira. Hann hafði gert það upp við sig, að þegar ein orusta væri töpuð, væri næsta skref að vinna þá næstu. Hann var sannfærður um, að enginn hefði séð hann koma eða fara kvöldið áður, þegar hann heimsótti fyrrverandi konu sína í húsið í Lundskov. Eva var dauð, en enginn gat fundið gilda ástæðu fyrir hann til að hafa drepið hana. Happdrættismiðar Evu voru brunnir til ösku og vinnings- númerið með. En... kannski hafði honum fyrir löngu dottið það í hug. Nú var öruggt, að vinningshafinn léti ekki sjá sig til að sækja milljónirnar fimm, því að miðinn var ekki til lengur. En hvað um miðann hans? Hvað gat laginn teiknari og grafíker ekki gert úr tölunni CZ 2873? Var það ekki sann- kölluð heppni, að síðasta talan í vinningsnúmerinu skyldi ver-a 8? Var það ekki áhættunnar virði að breyta 3 i 8 á happ- drættismiðanum? Ekki færu þeir að athuga miðann svo gaumgæfilega, eða hvað? Kannski það, en það þurfti mjög nákvæma rannsókn til þess að uppgötva vel unna fölsun. Og hverjum dytti í hug að senda seðilinn á rannsóknar- stofu til þess? Það yrði aldrei gert nema því aðeins, að tveir aðilar gerðu kröfu til vinnings- ins... Jan Arnitz brosti ánægjulega, þegar hann byrjaði að fást við miðann. Hann þurfti að vera geysi- lega nákvæmur, en hann efaðist ekki um það eitt sekúndubrot, að honum tækist þetta. Hann hitaði sér kaffi, kveikti í pípunni, og hélt áfram. Hann hafði lokið verkinu eftir klukkustund, og hann virti árangurinn fyrir sér með ánægjusvip. Engum dytti í hug, að hann hefði breytt tölunni. Þá var dyrabjöllunni hringt... Hann lækkkaði á útvarpinu og opnaði siðan hurðina.. Mennirnir tveir virtust vera lögreglumenn og það voru þeir líka. —Jan Arnitz? — Eg er hann. — Við viljum gjarna fá að tala við þig stundarkorn. Honum tókst að verða hissa á svipinn. — Gjörið svo vel að koma inn. Þeir voru mjög varkárir, en veittu einnig viðbrögðum hans mjög nána athygli, þegar þeir sögðu honum frá því, að fyrr- verandi kona hans hefði verið myrt. Aftur tókst Jan að sýnast forviða og hrelldur á sálinni af þeirri sorg, sem þessar fréttir hlutu að baka honuin. Eldri lögreglumaðurinn hleypti brúnum. — Eins og þú hlýtur að skilja, herra Arnitz. verðum við að leita allra upplysinga í máli eins og þessu, og ég ímynda mér. að þú hafir ekkert á móti þvi að segja okkur, hvar þú varst I gærkvöldi i kringum klukkan 23? Ekki hafði Arnitz neitt á móti því. Hann kvaðst hafa verið heima um kvöldið, og þeir kinkuðu kolli. Eldri lögreglu- maðurinn hóf máls aftur og sagði, að þeir hefðu tekið nokkur fingraför á morð- staðnum. Flest reyndust vera hinnar myrtu, en þar voru einnig önnur fingraför... Lögreglumaðurinn ók sér lltils háttar. Hann sagði, að Arnitz myndi spara þeim mikinn tíma, ef hann leyfði þeim að taka af honum fingraför þegar í stað. — Með mestu ánægju, sagði Jan Arnitz ósnortinn. — En ég efast um að það hafi nokkuð að segja... Lögreglumaðurinn hrukkaði ennið... — Hvers vegna ekki? — Vegna þess, svaraði Jan rólega, — að ég er viss um það má finna ógrynni fingrafara minna á heimili fyrrverandi konu minnar. Eg heimsótti hana fyrir rúmri viku... Þeir muldruðu eitthvað, en sögðust samt vilja taka fingra- förin hans. Sá yngri tók fram áhöldin, og á eftir báru þeir fingraför hans saman við afþrykkið úr íbúð Evu. Hinn eldri hóf máls: — Það er greinilega rétt, að fingraför þín finnast víða á morðstaðnum, herra Arnitz. — Já, ég var búinn að segja það, sagði Jan svolítið pirraður. — Ég var þar fyrir viku. Nágranni konu minnar, frú Andresen heitir hún víst, getur reyndar staðfest það... Lögreglumennirnir tveir litu hvor á annan. Aftur tók sá eldri til máls: — Það er sjálfsagt rétt hjá þér, að þú hafir heimsótt hana fyrir viku, herra Arnitz, og að þú hafir þá skilið eftir þig fingraför. En ... hm... mig langar til að vita, hvernig þú útskýrir fingraför þín á sjöarma kertastjaka í íbúðinni? Jan Arnitz beit á vör. — Eg skil ekki, hvað þú átt við. Eg hlýt að hafa komið við hann þá. — Þegar þú heimsóttir konu þína í gærkvöldi og drapst hana, já, sagði lögreglu- maðurinn. — Herra Arnitz, frú Andersen nágranni konu þinnar á kertastjakann og hún hefur borið, að konan þín fyrr- verandi hafi fengið hann lánaðan um klukkan 19 í gær- kvöldi vegna þess að þá var rafmagnslaust um stund. Herra Arnitz, ég verð að biðja þig að koma með okkur... Lögreglumennirnir voru staðnir upp. Jan Arnitz sat kyrr, Hann sat og reif happ- drættismiðann sinn I tætlur. Tónlistin í útvarpinu þagnaði, og þulurinn tók til máls: — Hér er tilkynning frá sjónvarpinu. Fréttastjórinn biður afsökunnar á því, að mis- tök urðu i gærkvöldi, þegar birt var vinningsnúmerið í landshappdrættinu. Vinnings- númerið er CZ 2873 — Cesilía Zakarías tveir átta sjö þrír — en ekki CZ 2878 eins og mishermt var í gær. Aðal- vinningurinn að upphæð fimm milljón krónur fellur sem sé á númer CZ 2873.... Ég þori að veðja að þú hefur haldið að þú værir búinn að gleyma afrrt,ælinu mínu. 38 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.