Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 14
Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yðar ósk. Hafiö samband tímanlega. HOTEL LOFTLEIÐIR sími 22322 Svona eiga bilar að vera Volv< Eflaust muna einhverjir eftir því, að ég skoðaði Volvo 343, þegar ég var á ferð í Svíþjóð í vor, en fáraðist yfir því að hafa ekki haft tækifæri til að prufukeyra hann. En nú er þessi hollenski Volvo kominn til landsins, og mér var boðið að prófa. Volvo343og Volvo66eiga margt sameiginlegt annað en að vera framleiddirundirsamaþaki. Þarmá nefna bæði vélina og variomatikið. Vélin í 343 er sú sama og í 66, nemaí343erhún 1400cc, sem gefa 70hestöfl(DIN)á 5500snúningum. Variomatikið er það sama, enda skipting, sem er alveg frábær. Afturöxullinn er einnig sá sami, svokölluð de Dion gerð. De Dion er stífur afturöxull með sjálfstæða fjöðrunáhvoruhjóli. Skálabremsur eru að aftan, en diskar að framan, stýrið er tannstangarstýri. Ég var að vonum mjög spenntur fyrir því að prófa bílinn, þó sérstaklega eftir að hafa prófað 66una. Mælaborðið er bjart og gott að lesa af öllum mælum. Sætin eru góð og fer vel um mann í þeim. Hurðirnarerustórar, svo gott er að komast inn og út. Stýrishjólið er lítið og alveg hæfilega þungt, ekki of létt og ekki of þungt. í bæjarumferð er bíllinn mjög lipur og öruggur. Ekki þarf að hafa áhyggjur af að vera alltaf að skipta, þvívariomatikiðsérum, að drifhlut- fall miðað við hraða bilsins er alltaf rétt. Variomatikið er við afturöxulinn og er svipað að þyngd og vélin. Þetta gerir það að verkum, að þyngd á fram- og afturöxli er svo til sú saman. Sama þyngd að aftan og framan gerir það að verkum, að bíllinn liggur helmingi betur og minni hætta er á því, að hann yfir- eða undirstýri. Á mikilli ferð í beygjum liggur því bíllinnalvegfrábærleg vel, og hægt er að keyra hann alveg rosalega í krappar beygjur, án þess að hann skrensi til. Á malarvegi er vagninn ekki síðri, og á slæmum holóttum vegi finnst varla fyrir ójöfnunum. Geymsluplásserágætt, og þegar búið er að taka niður aftursætið er 14 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.