Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 35
aðir núverandi kon ium í Pýzkalandi ekki sjá sig svona oft með prinsess- unum. Það gaf orðróminum um að eitthvað væri á milli þeirra Sibyllu byr undir báða vængi. Þegar Sibylla snéri heim eftir þriggja daga heimsókn, gat hún lesið á forsíðum blaðanna, að það hefði ekki fyrst og fremst verið Ingrid, sem hún var að heimsækja, heldur Gústaf Adolf prins. Sögusagnirnar gengu áfram. Biöðin skrifuðu fram og til baka um það, hvenær unga parið mundi trúlofa sig. Eitt blaðið stakk upp á 22. apríl, en það var afmælisdagur prinsins. Hirðin bar alltaf á móti. Sibylla hafði einungis heimsótt Stokkhólm til að geta verið með Ingrid vinkonu sinni. En það gekk ekki að kveða orðróminn niður, og prinsinn og Sibylla héldu áfram að hittast. 1 apríl sprakk blaðran! Blað í Berlin skrifaði, að þau myndu trú- lofa sig 16. júní, á 74. afmælisdegi 1932: Blöðin segja frá leynilegum stefnumótum Gústafs Adolfs prins í Svíþjóð og þýsku prinsessunnar Sibyllu. Hirð- in ber á móti, en 16. júni springur blaðran: Trulofun. 1976: Blöðin hafa í mörg ár fylgst með sambandi þeirra Carls Gústafs konungs og þýsku stúlkunnar, Silviu Sommer- lath. Allir bjuggust við trú- lofun eftir Olympíuleikana, og svo mikið er vist: 19. júni var brúðkaupið. um. Daginn eftir sögðu blöðin frá því, að Sibylla væri í borginni í heimsókn hjá Ingrid prinsessu — sinni góðu vinkonu. Sibylla bjó í Stokkhólmshöll með- an á heimsókninni stóð. Hún og Ingrid voru alltaf á ferðinni. Þær fóru til Mariefred og Drottningholm skoðuðu mörg söfn og heimsóttu ráðhúsið. Fyrir hreina tilviljun var Gústaf prins alltaf með í förum. En er á leið var honum bent á að láta Gústafs fimmta konungs. Staður- inn var ákveðinn líka — fæðingar- staður prinsessunnar í höllinni Callenberg. Hirðin vildi ekki staðfesta neitt. En blöðin voru viss í sinni sök. Blaðamenn og ljósmyndarar voru sendir á vettvang til að fylgjast með. Og nú skall trúlofunaraldan yfir fyrir alvöru. Blöðin kepptust um að skrifa vangaveltur sínar um málið. Blaðafulltrúar hirðarinnar börðust hetjulega til hins síðasta — en af minni og minni krafti eftir því sem nær dró 16. júní. Ef þetta er svo borið saman við þann tima sem leið, áður en Carl Gústaf konungur og Silvia trúlof- uðu sig, þá sést að margt er líkt. 15. júní var enginn lengur í vafa. Þá komu nefnilega Gústaf Adolf prins og Ingrid prinsessa til Coburg Þau komu akandi í sportbU frá Bugatti. Prinsinn hafði keypt hann fyrr um daginn og ók sjálfur. Þegar hann hoppaði út úr „tryllitækinu” tók hann varlega utan um elskuna sína og kyssti hana á kinnina. Og þarna hitti hann tilvonandi tengda- foreldra sina í fyrsta skipti. Snemma næsta morgun, 16. júní 1932, setti unga parið upp hringana og blöðin fengu loks aðgang. Carl Gústaf konungur og SUvia sátu í „trúlofunarsófanum”. Faðir hans Gústaf Adolf og móðir hans SibyUa sátu á steingirðingu. Hreyk- in sýndu þau hringana sína. (Berið saman trúlofunarmyndirnar) Gústaf Adolf var klæddur faUegum teinóttum fötum, en SibyUa í einföldum hvítum kjól. Seinnihluta dagsins kom hið ný- trúlofaða par fram og heUsaði fólkinu i Coburg. Þau óku eftir götum Coburg í bíl prinsins og veifuðu hamingjusöm tU fagnandi áhorfenda. Næstu viku á eftir fóru prinsinn og Sibylla á veiðar í nágrenni Coburg. Carl Gustaf konungur og SUvia veiddu lax í Mörrums m.a. með Uhro Kekkonen forseta. Það er margt líkt með feðgunum. Nú er eftir að vita, hvort Carl Gústaf konungur fetar í fótspor föður síns, sem hélt fólkinu í algjörri óvissu með því að eignast fyrst fjórar prinsessur — og svo loksins krónprins. >1» >1» ^1* #7» /f* 'r *T* 46. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.