Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 36
Gkcpcir BonifacQ g Þegar Boniface bréfberi fór út úr pósthúsinu þennan dag, gerði hann sér ljóst, að leið hans yrði öllu lengri en venjulega, og það gladdi hann. Hann gæti jafnvel slórað dá- lítiðá leiðinni og verið kominn heim aftur um þrjúleytið, eftir að hafa gengið yfir fjörutiu kílómetra að samanlögðu sér til hressingar út um sveitina. Hann hélt út úr bænum eftir veginum til Sennemare og hóf skyldustörf sín. Þetta var í júni, mánuði blóma og gróandi.sveitin i sínu fegursta skrúði. Bréfberinn, klæddur bláum jakka og svartri einkennishúfu með rauðum borða, gekk eftir mjóum stigum um akra vaxna káli, höfrum og byggi, sem náði honum i axlarhæð svo höfuðið eitt stóð uppúr, og var þvi likast sem það flyti á grænum haffleti, sem bylgj- aðist lítillega í hægum blænum. Hann gekk heim á bændabýlin um hiiðin á limgerðunum, sem voru úr tvöfaldri röð beykitrjáa og heils- aði bændunum með nafni: „Góðan daginn, Chicot,” og rétti honum dagblaðið, Le Petit Normand. Bóndi þurrkaði af hendinni á buxnaskálminni, tók við blaðinu go stakk því í vasann til að lesa það í góðu tómi eftir hádegismatinn. Hundurinn, sem bjó í tunnu undir slútandi eplatré, gellti grimmdar- lega og kippti í bandið, en bréf- berinn virti hann ekki viðlits, en hélt burt hermannlegum skrefum með vinstri höndina hvílandi á póst- töskunni, en. i þeirri hægri hélt hann göngustaf, sem eins og eig- andinn gekk jöfnum og settlegum skrefum. Hann útdeildi blöðum sínum og bréfum i Sennemare þorpinu, lagði síðan á ný leið sína yfir sveitina með póstinn til skattstjórans, sem bjó i litlu húsi og afskekktu í um það bil kilómetra fjarlægð frá bænum. Þetta var nýr skattstjóri, hr. Chapatis, sem komið hafði í síðast- liðinni viku og var nýlega kvæntur. Hann fékk sent dagblað frá París, og það kom stundum fyrir, þegar Boniface bréfberi hafði tóm til, að hann leit á lesmálið áður en hann skilaði þvi af sér. Nú opnaði hann tösku sína, tók upp blaðið og smeygði því úr pappírshólknum, slétti úr því og byrjaði að lesa gangandi. Forsíðan vakti ekki áhuga hans, stjórnmál og efnahagsmál létu hann einnig ósnortinn, en hann hafði mesta yndi af æsifregnum. Þær voru í feitara lagi þennan dag. Hann varð meira að segja svo snortinn af frásögn um glæp, sem framinn var i skógarvarðarhúsi, að hann stansaði á miðju smáraengi til að lesa hana í næði. Frásögnin var öll hin hryllilegasta. Skógarhöggs- maður einn, sem um morguninn átti leið framhjá húsinu, hafði tekið eftir blóðslettum á þröskuldinum, eins og einhver hefði gengið þar um með blóðnasir. „Vörðurinn hefur líklega veitt nokkrar kanínur i gærkvöldi,” hugsaði hann með sér, en þegar hann aðgætti betur, tók hann eftir þvi, að hurðin var í hálfa gátt og lásinn brotinn. Þá varð hann gripinn ótta, tók til fótanna og hljóp til þorpsins að tilkynna þetta bæjarstjóranum. Sá kvaddi til liðs við sig sýslumanninn og barnakennarann, og síðan héldu þeir fjórir saman til skógarvarðar- hússins. Þeir fundu húsbóndann skorinn á háls fyrir framan arininn konuna kyrkta á rúminu, og litlu dóttur þeirra, sex ára gamla, kæfða milli sængurfatanna. Boniface bréfberi varð svo gagn- tekinn af tilhugsuninni um þennan glæp, sem hann setti sér fyrir hug- skotssjónir i öllum sínum hrylli- legum smáatriðum, að hann fann til máttleysis í hnjáliðunum, og sagði upphátt: „Drottinn minn dýri, hvað sumir menn eru miklir óþokkar.” Svo smeygði hann blaðinu aftur í hólkinn og hélt af stað með höfuðið fullt af óhugnanlegum hugsunum um glæpaverkið. Hann nálgaðist nú bústað skattstjórans, lauk upp garðshliðinu og gekk heim að húsinu. Þetta var lágreist bygging aðeins ein hæð með þakkvisti. Það stóð um fimm hundruð metra frá næsta íbúðarhúsi. Bréfberinn gekk upp þrepin tvö á dyrapallinum, lagði höndina á húninn og reyndi að opna hurðina, en fann að hún var læst. Nú tók hann líka eftir því, að gluggahler- arnir að innanverðu höfðu ekki verið teknir frá, og að enginn myndi enn vera farinn út. Honum varð órótt, þvi síðan hr. Chapatis kom, hafði hann jafnan verið árrisull. Boniface leit á úrið. Klukkan var ekki nema tíu mínútur gengin í átta, en hvað um það, skattstjórinn ætti þó að vera kom- inn á fætur fyrir nokkru. Nú lagði hann af stað í hringferð kringum húsið og fór gætilega, eins og þetta væri hættuspil. Hann varð ekki var við neitt grunsamlegt, að undanskildum fótsporum í jarðar- berjabeði. En skyndilega snarstansaði hann, gripinn skelfingu, þegar hann fór framhjá glugga. Það heyrðust stunur inni í húsinu. Hann færði sig nær, klofaðist yfir blóðbergsrunna og lagði eyrað við SMÁSAGA EFTIR GUY DE MAUPASSANT rúðuna til að heyra betur. Svo sannarlega voru þetta stunur, hann heyrði greinilega löng, sársaukafull andvörp, einskonar hryglu, hávaða frá ryskingum. Svo urðu stunumar og veinin háværari, tíðari og átak- anlegri, breyttust loks í hádfkæfð óp. Nú efaðist Boniface ekki lengur um, að þarna og á þessari stundu væri verið að fremja glæp hjá skattstjóranum. Hann tók til fótanna út úr litla húsagarðinum, þvert yfir engin og akrana og hljóp lafmóður og más- andi, svo taskan slóst til og barði hann í síðuna, og þannig kom hann, dauðþreyttur og andstuttur af hlaupunum, að dyrum lögreglu- stöðvarinnar. Malantour lögreglustjóri var að gera við brotinn stól úti í garði, vopnaður nöglum og hamri. Rautier lögregluþjónn hélt hinu skaddaða húsgagni milli fótanna, tók nagla milli fingranna og hélt honum á viðeigandi stað hjá brotsárinu, en lögreglustjórinn, japlandi yfir- skeggið og með augun vot af ein- beitingu, hóf upp hamarinn og sló af alefli á fingurgóma undirmanns sína. Um leið og bréfberinn kom auga á þá hrópaði hann: „Komið fljótt og hjálpið skattstjóranum, fljótt, fljótt.” Mennirnir tveir hættu starfi sínu og litu upp, undrandi og ringlaðir yfir þessari hastarlegu truflun. Boniface, sem sá, að þeir voru meira hissa en fúsir til framkvæmda endurtók: „Fljótt, fljótt. Það eru þjófar í húsinu, ég heyrði veinin, það má engan tíma missa.” Lögreglustjórinn lagði hamarinn frá sér á jörðina og spurði: Hann er sonur dómarans og þetta eru einu skiptin sem hann hlýðir pabba sínum. 36 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.