Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 33
„Jæja, þú verður að eiga þin
einkamál. En ég get sagt þér eitt
Abby. Þú ert ekki sú kona, sem ég
held þú sért, ef þú lætur eitthvað
standa í vegi fyrir þér og þeim
manni, sem þú vilt giftast.”
,,Ég leit á föður þinn og sá að
skuggar látinnar konu skyggðu á
andlit hans, og skildu okkur í
sundur. Áhyggjur hans vegna
barna hans, vegna sjúkrahússins,
vegna svo margs. Mér fannst, að ef
ég hefði ekki hugrekki til að standa
frammi fyrir þvi, augliti til aug-
litis, og bera sigur af hólmi, og
hjálpa honum að standast þá erfið-
leika sem seinna kæmu, þá ætti ég
ekki skilið að vera hamingjusöm.
,,Ég fann kjarkinn, og hér er ég
í dag, hamingjusamasta konan á
jörðinni. Ég get aðeins óskað þér
hins sama. Vertu sæl, kæra Abby,
við munum sjást fljótlega aftur, það
er ég viss um.”
Abby stóð úti á tröppunum og
horfði eftir Gower Street, á húsið
þar sem hún hafði alist upp, og
hugsaði um föður sinn innilokaðan
í eigin heimi, um látna móður sina
og eignmann, og um alla fortíð sína
og þeirra. Hún fann að tárin komu
fram í augun. Hún ætlaði að verða
eins hamingjusöm og faðir hennar.
Hún ætlaði að hafa trú á framtíð-
inni.
Til að fá það, sem hún vildi,
varð hún að vera sterk eins og faðir
hennar, eins hugrökk og María,
sama hvað af því myndi leiða og
hvað sem það kostaði.
Allt í einu fannst henni hún heyra
rödd móður sinnar, lága og fjar-
læga: „Fylgdu hjarta þínu, eins og
ég gerði, hvað sem það kostar sjálfa
þig og aðra, hvað sem gerist eftir
það, það er allt, sem kona getur
beðið um í þessu lífi. Að vera elskuð
er gott, en að elska er enn betra.”
Abby snéri sér við og leit upp í
svefnherbergisgluggann, á annarri
hæð, þar sem móðir hennar hafði
legið svo hljóð í svo langan tima —
þar sem faðir hennar og María yrðu
nú.
Hafði hún það hugrekki til að
gera eins og móðir hennar hafði gert
og , .fylgja hjarta sinu” sama hvem
hún særði? Hafði hún það hugrekki,
sem María hafði sýnt? Hún vissi
það ekki, en hún gæti reynt.
„Lombard Street, ekill” sagði
hún skýrri röddu, lokaði vagnhurð-
inni og lét sig fallast niður í sætið.
Vagninn lagði af stað, í austur.
Hún vissi það ekki — en hún varð
aðreyna. Sögulok,
BINNI & PINNI
46. TBL. VIKAN 33