Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 23
litsfallinu. Þeir eru meðalmenn á hœð og luralegir.” „Liðsauki,” sagði Krieger lágt. „Ég átti svo sem von á því. Ludvik hefur haft nægan tíma til þess ama. Hann hefur verið hér í Merano síðan snemma í morgun.” Hann kveikti enn einu sinni í píp- unni og nú var loksins kominn al- mennilegur eldur í hana. „En hvernig komst hann að því, að við ætluðum hingað?” „Ég laumaði því að Mark Bohn.” Krieger tók eftir undrunarsvipnum, sem lagði undir sig andht Davids. „Ég vissi hvað ég var að gera,” sagði hann óþolinmóður. „Hvemig átti ég öðmvísi að komast að því hver væri svikarinn í hópnum? Vertu ekki svona undrandi á svip- inn. Það er Bohn.” David þagnaði andartak. „Bohn,” sagði hann svo með þungri áherslu. „Talaðu varlega. Hún er að koma með bjórinn.” Krieger fór að tala þýsku. Hann minntist á flugeldana og vinuppskeruna. Svo lyfti hann stóm ölkrúsinni. „Skál fyrir þrúg- unum, sem nú er borgið, og bíða uppskemnnar í næsta mánuði. Þetta er svei mér góður tími að vera staddur hér. öll þessi kátína.” Þjónustustúlkan brosti til sam- þykkis. Hún var mjaðmamikil og það sópaði að henni er hún flýtti sér í burtu í víða pilsinu sínu. „Við verðum að...” sagði David. , ,Tökum þetta í réttri röð. Tarasp. Ég ætla að láta þig vita um helstu atriðin núna. Hugsast getur að við verðum fyrir óþægilegri áreitni.” „Við verðum að koma Irinu héðan frá Merano og það eins og skot. Bohn...” „Ég er þér alveg sammála. Hlustaðu þess vegna vel á það sem ég hef að segja.” Krieger lýsti Tarasp í stuttu máli, htlu þorpi, sem stóð uppi á hæð og þar var lika kastali. Því næst lýsti hann leiðinni að húsi þvi, sem Irina átti að hitta föður sinn. Það var búið að panta herbergi á gistihúsinu fyrir Jo og David. „Náðirðu þessu?” sagði hann að lokum. David kinkaði kolli. „En svo?” „Síðan munu þau hverfa og taka upp lifnaðarhætti Kusaks þangað til nýja bókin er komin út. Þegar að því kemur munu milljónir manna þekkja innihaldið og þá verður erfitt jafnvel fyrir Jiri Hrádek að kveða niður boðskap hennar.” Þau munu hverfa...David varð niðurlútur. Ég fann hana loksins og nú mun ég glata henni aftur. Hann leit upp. „En hvað um hefndir? Það er að vísu gamaldags aðferð, en Jiri Hrádek er vís til þess að hafa trú á henni. Ef Irinu tekst að sleppa særir það stolt hans. Ég held að hann leyfi henni ekki að komast upp með það. Og svo er enn ein hætta. Hún tók með sér minnis- bækur föður síns og þar er að finna mikilvægar upplýsingar um ráða- brugg Jiris árið 1968. Hvað gerir hann er hann fréttir um það?” „Minnisbækur Kusaks? Er hún með þær?” Hnýtið yðar eigið Rya teppi á vegg, gólf eða púða. Hér sjást aðeins fáein af hinum fjölmörgu teppum og púðum, sem þér getið hnýtt eftir hinni þekktu Readicut aðferð. Calypso púðinn; skemmtilegir og frjálslegir litir. Hægt er að velja um ótal mynstur bæði í sterkum og þægilegum litum. Winter Moon, — veggteppi með fallegri myndbyggingu í mild- um litum. Úrval veggteppa í hverskonar stærðum og lita- samsetningum. Riviera, stílhreint blómamynstur. Hvernig kæmi það til með að taka sig út á lieimili yðar? ö/as/as Yaprok, með álirifum aust- Fall (Haust) leiftrandi haustlitir. Það máhnýtaí þeirri urlenzkra mynsturgerða. stærð, sem hæfir best heima hjá yður. ÓKEYPIS, GRÍÐARSTÓR MYNDALISTI. Hann er kominn út. Stóri og efnismikli tómstundaiðjulistinn frá Readicut. Myndalisti um hnýtingu gólfteppa, veggteppa og púða. Hér að ofan sjást aðeins 5 af mynstrum listans. I stóru teppabókinni ei*u 125 mynstur til viðbótar, — nýtizkuleg og hefðbundin, leiftrandi í litum eða með mildri áferð. Þér getið vafalaust fundið mynstur við yðar hæfi í bók- inni. Því miður eru bækurnar og sýnishornin af garninu aðeins til i tak- mörkuðu magni; sendið okkur því útfylltan pöntunarseðil strax i dag. Athugið: Readicut fæst aðeins í póstverzlun okkar. Þetta allt fáið þér í Readicut öskjunni: Myndalistann, teppanál, garn i sýnishomabúntum, skorið í réttar lengdir, og þar að auki auðskilinn leið- arvísi með fjölmörgum myndskýringum. I I B I I I I Til Readicut Holbergsgade 26 1057 Kðbenhavn K Sendið mér nýju teppabókina ásamt garnsýnishorrul í 52 fallegum litum, án endurgjalds. Nafn_______________________________ Heimilisfang_______________________ Borg/hérað/land Framhald (næsta blaði. 46. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.