Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 21
T HELEN MACINNES SNARAI FUGL- ARANS Hann horfði á Irinu þar sem hún sat á rúminu. Hárið féll létt að vöngum hennar, en augun voru galopin og spyrjandi. Nýþvegin, hvít glugga- tjöld voru fyrir glugganum að baki hennar og svo rauðu pottablómin. Á náttborðinu voru matarleifar. Þetta hafði verið dásamlegt samspil á meðan það entist. Hann veifaði glaðlega og Irina brosti. Því nœst hljóp hann ofan brattan, þröngan stigann. Vegurinn úti fyrir var auður og sundið var dimmt og friðsælt. Irina var örugglega geymd, hugsaði hann og honum leið vel. Hann lauk við samlokuna um leið og hann gekk yfir bakgarðinn og slengdi rykfrakkanum yfir öxl sér. Eitthvað hart slóst í rifbeinin. Já, það var þessi fjandans skammbyssa sem hann hafði verið að þvælast með. Við tilhugsunina um hana vaknaði hann aftur til hins óþægi- lega veruleika. Þú ert enn eitt af þessum fíflum, sagði hann við sjálfa sig. Staðsetur þig á klettasnös í þúsund feta hæð og telur sjálfum þér trú um að undirstaðan sé trygg, vegna þess eins að hún titrar ekki undir fótum þér. Var Irina örugg- lega geymd? Ekkerf var öruggt á meðan Ludvik og félagar hans voru að læðupokast um þennan bæ. í bilageymslunni ríkti þessi sama ró og friður. Tíminn leið hjá án þess að honum væri gaumur gefinn. Franz stóð í dyrunum og var að anda að sér fersku lofti og reykja. Hann hafði lokið við að dytta að Mercedesbilnum. Rétt hjá honum var gulbrúni Fordinn. Hann var af bresku gerðinni Consul, ekki nýr en i góðu ásigkomulagi. Hjólbarð- amir virtust ágætir. Jo var greini- lega treystandi til þess að velja farartæki er hentaði við erfið skil- yrði. Sannleikurinn er sá, sagði David við sjálfan sig, að Jo er að öllu leyti treystandi. Hún mun gæta Irinu vel og vandiega. Jo villti á vissan hátt á sér heimildir vegna þess að hún var ung, fögur og tíguleg. Úr því að hún bjó yfir þessu þrennu, þurfti hún ekki neinn heila, en hún hafði heila og hann var fullkomlega starfhæfur. En hvað hafði hún átt við með þessari at- hugasemd, sem hún hafði látið falla eins og af tilviljun. Ef þú verður ekki kominn i tæka tíð... Hann ætlaði alls ekki að verða of seinn. Franz elti hann út. ,,Fann ungfrú Schmidt yður?” spurði hann. Schmidt? Gamli góði Smith. Hann kom að góðum notum á hvaða tungumáli sem var. David leit eftir báðum gangstéttunum, athugaði dyragættir og kyrrstæða bíla. „Já hún fann mig.” Franz stansaði við bensíndæluna, horfði upp í himininn og hristi höfuðið. „Skýin eru þungbúin. Þeim er óhætt að fara að hella úr sér, því ella eyðileggst þrúguupp- skeran.” David virti hann fyrir sér og grunaði að Franz ætlaði að fara að halda uppi fjörugum samræðum um vínuppskeruna. ,,Ég þarf að sækja höfuðverkjatöflur,” sagði hann og flýtti sér í burtu. Að baki sér fannst honum hann finna vonbrigði Franz og gremju yfir þvi að hafa verið svikinn um tíu mínútna fyrirlestur. Fyrirgefðu vinur sæll, en einhvern tima seinna. Nú þarf ég að hafa augun hjá mér og minnið í lagi. Ef ég beygi til hægri kem ég á mark- aðstorgið. Því næst beygi ég til vinstri og þar byrja bogagöngin. Svo sem nógu einfalt. En þessi mannþröng... guð forði mér. Það er engu likara en allir ibúar nærliggj- andi sveita hafi lagt leið sína til bæjarins á þessum laugardagseftir- miðdegi. Nú, ef mér reynist það örðugt að koma auga á annað en öll þessi ókunnugu andlit, þá er hugs- anlegt að Ludvik og félagar hans eigi við sama vandamál að stríða. Ég lít á það sem nokkra sárabót, ekki mikla, en meira get ég ekki farið fram á. Hann var nú dálitið upplitsdjarf- ari og hraðaði för sinni í áttina að gamla bæjarhlutanum. 16. Fjarlægðirnar voru ekki miklar í hinum þéttbyggða kjarna Merano og þetta minnti á þá daga er hús og götur voru faldar á bak við ramm- gerða boragarmúra. David var innan við þrjár mínútur að komast til markaðstorgsins, sem í fyrstu virtist opið og viðsjárvert. En þar var stöðugur straumur fólks og það var til mikilla bóta. Auk þess kom hann hvergi auga á Ludvik, Milan né Jan. Hann reyndi að láta sem minnst á því bera, að hann væri að flýta sér, en skáskaut sér inn á milli hópa af spariklæddum bændum. Þeir voru með fjaðrahatta og í hvítum skyrtum og svörtum vest- um með silfurlitum hnöppum. Kon- urnar báru körfur og þær voru rjóðar í andliti. Þær voru í skokk- um og með litskrúðuga hálsklúta. Hann smeygði sér framhjá börnum með úfna kolla og ferðafólki klæddu á hinn sundurleitasta hátt. Þarna var líka fólk af öðrum uppruna, sennilega ítalir, í tvíhnepptum jökkum, stúlkur í pínupilsum og táningar í bláum gallabuxum. Það voru sömuleiðis nokkrir í léttum sumarjökkum og með frakka slengda yfir öxl sér. Honum fannst hann þvi 'ekki skera sig úr að neinu ráði. Svo er guði fyrir að þakka, að ég er ekki yfir sex fet á hæð og með rauðan lubba. Samt létti honum þegar hann kom í þrönga götu, er lá upp í móti í áttina að gamla bæjarhlut- anum. Gatan virtist enn þrengri vegna þess að beggja vegna hennar voru steinsúlur, sem námu við gangstéttarbrúnina og báru uppi efri hæðir húsanna, sem sköguðu út yfir gangstéttirnar. Þarna mynduð- ust bogagöng. 1 skugga þeirra voru verslanir, gistihús og krár. Þetta gaf götunni einhvem dularfullan blæ, jafnvel þótt verslanimar væm vel upplýstar og stöðugur straum- ur fólks að gera helgarinnkaupin. Þetta var eins konar miðaldamm- gjörð um nútímalíf. David stansaði hjá þykkri súlu, kveikti sér í sígarettu og litaðist um. Fólkið hér var í engu frábmgðið því á mark- aðstorginu og þarna vom verslanir fullar af bjúgum og osti, vini og brauði, pottum og pönnum, stíg- vélum og leðurbuxum. Kaffistofur vom þarna sömuleiðis og krár og hann kom auga á skilti, sem á stóð Gullna rósin. Allt saman mjög einfalt og notalegt. Það var engin leið að bera kennsl á nokkum mann, nema standa augliti til auglitis við hann. En allt í einu heyrðist hvinur og því næst sprenging. David drap í sígarettunni og leit i kringum sig. Enginn virtist kippa sér upp við þetta hljóð nema útlendingarnir. Þeir höfðu hrokkið við likt og David og ein stúlka í pínupilsi æpti upp yfir sig. Aftur kom þessi undarlegi háværi hvinur og svo hvellur. Litill drengur í stuttum leðurbuxum réði sér ekki fyrir kæti. „Flugeldar, flugeldar. Mig langar að sjá flug- elda.” Hann þaut framhjá David og út á miðja götu. Móðir hans, sem var í grænum skokk og með rósótta svuntu, skundaði á eftir honum. „Afsakið,” sagði hún við David og var kurteis þrátt fyrir óðagotið. En er hún sá, hvað hann var ringlaður, bætti hún við: „Þetta em bara flugeldar, sem verið er að skjóta upp.” Flugeldar. Auðvitað, hugsaði hann. Þetta var gert til þess að rjúfa skýin og koma þannig í veg fyrir skýfall eða jafnvel haglél, sem myndi gereyðileggja þrúgu- uppskemna. David kom auga á nokkra hópa manna á nærliggjandi hæðum, sem vom í óða önn að skjóta á þungbúin skýin. Hann myndi hafa viljað gefa mikið fyrir það að geta leyft sér að standa einhvers staðar úti á bersvæði og horft á flugeldana. En í aðeins nokkurra metra fjarlægð sá hann skilti hangandi fyrir utan gistihús. Á þessu skilti var mynd af gullnu ljónshöfði Hann þrengdi sér í gegnum mannþröngina likt og Meranobú- arnir gerðu, en eftir stóðu ferða- mennirnir og létu í ljósi undmn sína á hinum ýmsu tungumálum. Nú heyrðist þriðja sprengingin og sú kröftugasta, en strax á eftir sú fjórða og það bergmálaði duglega í bogagöngunum. Rétt fyrir framan hann staðnæmdust tveir menn. Blótsyrði hmtu út úr þeim, en siðan hlógu þeir og gengu áfram. Honum fannst svo sem ekkert athugavert við þetta. Fjöldi ann- arra, þar á meðal David, höfðu gert slíkt hið sama. En tungumálið sem þeir töluðu gerði gæfumuninn. Þetta vom tékkar, á því var enginn vafi. David snaraði sér á bak við næstu súlu og þóttist vera að leita að sígarettu í vasa sínum, en 46. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.