Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 43

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 43
QClð 2 tsk salt 1 tsk anis 1 tsk fennikkel 7 dl rúgmjöl 4—5 dl hveiti Deigið látið lyfta sér. Hnoðað og flatt út í litla ofnskúffu eða form (25 x 30 cm), sem er vel smurt og stráð hveiti. Skerið í ca 18 bita og pikkið með gaffli. Látið lyftast. Bakið við 200° í ca 25 mín. Kælið á rist (undir stykki), áður en bitarnir eru brotnir hver frá öðrum. GRAHAMSBRAUÐ. Notið grunnuppskriftina, en takið frá 1/3 hluta hveitisins og setjið heilhveiti ístaðinn. Bakið við 225° í ca 40 mínútur. BIRKIBOLLUR. Notið grunnuppskriftina. Eftir að deigið hefur lyft sér er deigið mótað í aflangar bollur. Klippið 3 skorur í yfirborðið, penslið með eggi og stráið birkiyfir. Bakið við 250° í ca 12 mín. FORMBRAUÐ. Notiðgrunnuppskriftina. Látið lyft- ast og hnoðið upp í 2 brauð. Bakið við 225° í ca 40 mín. MJÚKARBOLLUR. Notið grunnuppskriftina, en án þess að láta degið lyftast í fyrsta sinn. Hnoðið út í kringlóttar bollur (hamborgarbrauð) eða aflangar (pylsubrauð). Látið lyftast vel á plötunni. Bakiðvið250° íca 12mín. Kælið undir stykki. OREGANOBRAUÐ. 50 gr pressuger (5 tsk þurrger) 100 gr smjör eða smjörlíki 3 dl undanrenna 1 /2 tsk salt 1—1 1/2 msk oregano 9—10 dl hveiti egg til penslunar. Gerið deigið eins og áður hefur verið lýst. Setjið ca helminginn af kryddinu saman vjð. Látið lyftast. Síðan er deiginu rúllað út í ca.19 bollur, sem látnar eru hlið við hlið, ekki of þétt. Setjið t.d. 7 í miðjuna og 6 til sitt hvorrar hliðar. Látið lyftast. Penslið síðan með sundur- slegnu eggi og stráið afganginum af oreganoinu yfir. Bakið við 225° og er bökunartíminn undir þvl kominn hve þétt bollunum er raðað t.d. 25—30—35 mínútur. Setjið brauðið heilt á borðið og síðan brýtur hver eina bollu af meðan á máltíðinni stendur. Bollurnar losna betur hver frá annarri ef þær eru penslaðar á hliðunum með smjöri umleiðogþæreru settará plötuna. 46. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.