Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 25

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 25
lega sama, hver þú ert. Sigfúsi þykir vænt um allt og alla. í sannleika sagt hefir hann nóg að gera allan daginn við að nostra við sína væntumþykju. Ég ornaði mér í þessari væntum- þykju og sötraði úr brosandi kaffi- bollum með Sigfúsi kvöld eitt fyrir skömmu, jafnframt og ég reyndi að toga upp úr honum það helsta, sem á dagana hefði drifið siðan síðast, þegar við djömmuðum sam- an sem unglingar fyrir örfáum árum. — Hefur þér ekki tekist, Sigfús, að láta þér verða illa við einhvern á undanförnum árum? — Tekist...? Af hverju ætti ég að reyna það? — Hefur enginn komið illa fram við þig? — Aldrei, vinur minn. Það eru allir menn góðir í raun og engin ástæða til annars en að lóta sér þykja vænt um alla. — Þessar geysilegu vinsældir, sem lögin þín hafa notið. Br það kannski þessu viðhorfi þínu að þakka? — Ég vildi bara vona það. Þegar ég sem lagstúf, þá less ég sálu mína í hann svo sem ég get. Ef það kemur fram i laginu, þá er tilganginum í raun og veru náð. — Þú átt við, að lagið sé þú og þú sért lagið? — Já, þannig hugsa ég það í rauninni. Að lagið sé að minnsta kosti hluti af mér sjálfum — og þá er vel. — Gildir það saman um „Litlu fluguna”? — Það gildir um öll mín lög, — en ef þú ert að meina sjálfan titilinn... ja, það gætir svo sem vel passað, og Sigfús brosti sínu ljúfa brosi, gaut á mig augunum og átti sýnilega í vandræðum með að koma kaffisopanum niður. — Annars er blessuð flugan orð- in svo gömul, að ég er hræddur við það á hverjum degi að hún nái mér þó og þegar og fari bara fram úr mér. — Hvað er að heyra. Hvað er hún orðin gömul, blessunin? — Hún er líka orðin svo heimilis- vön um allan bæ, að ég er í stökustu vandræðum með hana. Má ekki opna rifu á glugga, þá er hún rokin út í verður og vind. —■ En, Sigfús, ég hefi aldrei heyrt þín getið sem sjení á músík- sviðinu í sjálfu sér. — Nei, vinur minn. Það væri heldur ekki rétt, ef þú hefðir heyrt slikt. Lögin mín byggjast alls ekki ó músiktækni eða kunnáttu i „komposition.” Að vísu fór ég snemma að læra ó pianó, því það var mikið sungið og spilað heima hjá mér í æsku, en foreldrar mínir voru þau Halldór Sigurðsson úr- smiður og Guðrún Eymundsdóttir. Kallinn og kokkurinn leggja leið sina um borð. Eða kannski þetta séu bara venjulegir sildarspekúlant- ar að meta aflann. Hún var ættuð frá Vopnafirði, og nafnið mitt, Sigfús, er í rauninni nafn Sigfúsar Eymundssonar, svo- kallaðs amerikuagents, og sem síðar stofnaði bókaverslunina með sama nafni, — en hann var afabróð- ir minn. Það var mikil músík í ættinni, þó sérstaklega í móðurætt- inni, en slíkt vill oft vera ættgengt. — Eiginlega virðist ég hafa spil- að eitthvað á píanóið alveg frá fæðingu, og mér hefur verið sagt að ég hafi farið að semja lög á þriggja ára aldri. Ekki man ég samt neitt eftir því, en fyrsta lagið, sem ég man eftir, bjó ég til átta ára gamall. Um það leyti byrjaði ég að læra að spila hjó önnu Péturss. Siðar fór ég svo til Katrínar Viðar, og ég man eftir því, að Katrín spilaði þá alltaf fyrir mig það sem ég átti að æfa mig á heima, áður en ég fór, en hún áttaði sig ekki á því, blessunin, að Þarna sjáið þið röddina, svona lítur hún út heima hjá honum. Ef þið heyrið fiðlutóna, þá er það frá fiðlunni á bak við hann. Það er greinilega einhver lygasaga þarna á ferðinni á þessu skemmti- lega málverki Sigfúsar úr síldinni. það var alveg nóg fyrir mig, því þá lærði ég stykkið utanað og æfði mig svo ekkert heima, en skilaði því svo bara eins og hún hafði gert fyrir mig áður. Sérstaklega tók ég vel eftir bassaröddinni. Nú, svona gekk þetta allan veturinn, þangað til einu sinni, að ég spilaði alltaf „B” í staðinn fyrir „H”, alveg sama hvað ég var látinn endurtaka það oft. Það hljómaði að vísu eins vel, en þannig var þetta ekki skrifað, og þannig komst upp um strákinn Tuma, og ég var tekinn í karphúsið. — Nú, svo var ég viðar í námi og endaði i Tónlistarskólanum hjá dr. Urbantsits. Ég var svo um tvítugt, þegar ég hætti þessu námi. En einhvernveginn er það svo síðan — því að ég er ekki fljótur að lesa nótur — að yfirleitt þarf ég ekki að heyra lag leikið nema einu sinni eða svo til að muna það. — Hvað heldurðu, að þú hafir samið mörg lög, Sigfús? — Ja, það er hreint ekki gott að segja, en ætli þau séu ekki nálægt 200 samtals. Auðvitað hefur ekki nærri því allt komist á prent... sumum hefir ég hreinlega hent, en eftir því sem ég best veit, þá eru lögin min öll uppseld í verslunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.