Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 40
\> ...OG SÍÐAN GRÉT ÉG OG GRÉT. Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Annar var þannig, að ég var stödd einhversstaðar, þar sem var hópur af fólki, og þar hitti ég strák, sem ég kynntist í raunveruleikanum í sumar, og er hann trúlofaður. Hann tók niður trúlofunarhring- inn, sem nr nokkuð breiður og lét mig hafa hann og sagði mér að lesa það sem stæði innan íhonum, ég tók hringinn, og varö ég að nota stækkunargler til að lesa. Innan í hringnum stóð: þennan hring skalt þú bera, þar til þú hefur fundið þér þá stúlku, sem þú vilt hafa þér fyrir lífsförunaut." Ég varð steinhissa og skildi ekkert í því, hvers vegna hannvaraðlátamiglesa þetta, og vaknaöi ég við það. Um svipað leyti dreymdi mig, að þessi sami strákur væri dáinn, hann var og er held ég enn áskipi. Hannhefðifalliðútbyrðis, þaðhringdi síminn og kvenmannsrödd tilkynnti mér, að hann hafi drukknað. Ég spurði stúlkuna að því hver hún væri, og vildi hún ekki svara mér, ég hugsaði með mér, að þetta hlyti að vera kærastan hans, mér brá og fór að gráta. Stuttu seinna hringdi síminn aftur, og þá var annar kvenmaður í símanum, hún kvaðst vera móðir stráksins og hafa viljað láta mig vita, að við værum góðir vinir. Ég byrjaði að grátaog rétttókst að kveðja, og síðan grét ég og grét, ég syrgði hann svo. Ég vaknaði við það, að ég var hágrátandi. Ég hef áður sent þér drauma til ráðningar, og þú réðir þá fyrir mig, og vonast ég til, að þú getir einnig ráðið þessa. 5004— 9051. Þú ert greinilega hrifin af þessum piiti, og hann viiivera vinurþinn, enekkertmeira. Þaö tekurþig tíma að komast yfirþað. Hins vegar skaltu engar áhyggjur hafa af drukknun piltsins, það boöar honum aöeins langlífi. Grátur þinn í draumnum boðar þér mikla hamingju og fögnuð. MARGIR GULLHRINGAR. Kæri draumráðandi! Mig langartil að þú ráðir þennan draum. Égtapaði hring (silfur) inni á kvennasalerni og var mjög hnuggin yfir því. Hafði ég boriö hann á vinstri hendi. Fann ég þá gullhring með þremur rauðum steinum og var hann mjög fíngerður. Ég var með tvo gullhringa fyrir og setti þennan þriðja meö þeim á hægri hendimína. Fór ég síðan út, inn í bíl og settist í aftursætið. Ég var mjög ánægö með hringinn, en stelpa sem sat við hliðina á mér var alltaf að horfa á mig og reyndi ég þá /angurslaust að fela hringinn. LindaG. P.S. Ég setti gullhringinn á milli hinna tveggja, sem ég átti fyrir, upp á löngutöng. Fyrst var hringur með bláum steini, svo þessi með þremur rauðum steinum og þar á eftir kom snúra, steinalaus. Þeir voru allir úr gulli. Það mun a/lt ganga á afturfótunum fyrir þéríbráð, en fljótlega snýst svo lukkuhjólið og hamingjan fellurþér í skaut. Allt bendir til þess aö þú giftist áður en langt um Ifður og verðir þá alsæl. Hjónabandið verður þér fjárhajgsiegur gróði. En einhverjar áhyggjur af nánum ættingja munu íþyngja þér i framtíðinni, bó aðeins um skamman tima. BLEIKAR RÓSIR. Kæri draumráðandi! Mig dfteymdi eftirfarandi draum og vona aö þú getir ráðið hann fyrir mig. Þessi draumur var mjög skýr. Ég var stödd í blómaverslun og var að skoða blóm ásamt vinkonum mínum. Þarna voru saman komin fallegustu blóm, sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég rakst á eitt blóm og hafði aldrei séö jafn fallegt blóm á ævi minni. Það var svo Ijóslifandi fyrir mér. Þetta var pottablóm með brúnum stilkum og uxu bleikar rósir á þeim. Efsta rósin var langfallegust. Hún var hálfútsprungin og ég sleit hana upp. Afgreiðslumaðurinn sá að hún var horfin, svo að ég bað vinkonu mína að borga hana fyrir mig. Draumurinn var ekki lengri og ég vona að hann verði birtur. Hulda. Allt mun ganga þér í óhag á næstunni. Einhver, semþérerkær, /endir ímiki/liógæfu og það mun hrella þig. Seinna ætti þetta þó að geta lagast og þú munt fá óvænta gjöf, sem þér mun þykja mikilsverð. og hjá mér sat sígauni og spslaði á flautu. Þegar hann blés í flautuna heyrðist skerandi hljóð og draumurinn var á enda. Ég vonaaðþessi draumur veröi birtur. Með fyrirfram þakklæti. Imba. Þú munt sennilega giftast tvisvar eða þrisvar sinnum og alltaf njóta ástrfkis. Friður og áhyggjuleysi munu jafnan einkenna heimi/is/íf þitt, en ö/l vonbrigði og vondar fréttir hrjá þig eina. Þú skalt vara þig áþvlað tala ekkiafþér, svo að þú lendir ekki í deilum við fjölsky/duna. Þú eignast vin, sem ve/dur þérmiklum vonbrigðum með fláræði sinu og svikráðum. KLAUSTUR OG SÍGAUNI! Kæri draumráðandi! Ég vil biðja þig að vera svo góðan, að ráða þennan draumfyrir mig. Hann var mjög skýr og mig dreymdi hann á aöfaranótt mánu- dags. Mérfannst ég stödd í stóru klaustri og vera að biðjast fyrir framan við líkneski af einhverjum dýrlingi. Þá kom til mín gamall maöur með skalla og bað mig að fara út. Þetta var ekki munkur og ég varö ákaflega hissa. Samt hlýddi ég manninum umyröalaust og skyndilega var ég stödd í gróðursælum trjálundi. Ég var aö borða stóra, gula sítrónu Í EIGIN JARÐARFÖR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru, að ég væri hjá lækni eða spákonu. Þar fékk ég að vita, að ég ætti að deyja einhvern ákveöinn dag og fjölskylda mín vissi það. Þegar að þessum degi kom, þá var búið að undirbúa jarðarförina áður en ég var dáinn. Ensjálfurvarégaðlabbaniðurviðtjörn og var að hugsa um, að nú ætti ég kannski eftir að lifna við aftur. Þá spurði himinninn mig aö því, hvernig ég vildi deyja. Ég leit upp og sagði að ég vildi fá raflost (eldingu) og fékk það. Ég dó nú samt ekki, heidur stirnaöi upp í smátíma, þartil komu menn, sem fylgdu mér í mína eigin jarðarför. Þegar þangað kom var þar margt fólk saman komið í kirkjunni og presturinn var að tala um það, hvað ég hefði verið góður strákur og þar fram eftir götunum. Ég stóð aftast í kirkjunni og fór að gráta. Þá kom maöur til mín og sagði mér að ganga upp aðaltarinu og segja nokkur orð við fólkið. Þegar ég gekk inn gólfið, grátandi, sagði ég manninum að ég gæti ekki talað við fólkiðog bað hann að gera það, sem hann og gerði. Síðan var ég lagður ofan í kistuna og skyldfólk mitt kom og kvaddi mig. Þegar röðin kom að vini mínum bað ég hann að skila kveðju til stelpu, sem ég var einu sinni með, og segja henni að ég myndi koma aftur. Þanning endaði draumurinn, en ég vil taka þaö fram að mér þykir vænt um þessa stelpu og við vorum lengi saman. Ég þekki líka manninn, sem fylgdi mér inn kirkjugólfiö. Þetta var mjög skýr draumur og ég vona aö þú ráðir hann fyrir mig. k.H. Þessi draumur boðar þér g/æsilega framtiö. Þú munt eiga þess kost að verða bæði auðugur og langlífur, efþú ferð réttað. A/ltbendir ti/þess aðþú munir giftast áður en langt um Hður og ætti það hjónaband að verða farsælt. Vertu samt vel á veröi, því að ýmsirmunu hafa áhuga á að hindra framgang þinn. MIG BREYMÐI 40 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.