Vikan


Vikan - 13.01.1977, Side 3

Vikan - 13.01.1977, Side 3
Hollusta fæðunnar og heilsusamlegir lifnaðarhættir eru mjög á dagskrá um þessar mundir. Almenningur veit nú, að hreysti er ekki bara meðfæddur eiginleiki, heldur getum við gert ýmislegt sjálf til að viðhalda góðri heilsu. Lasse Hessel heitir danskur læknir, sem er manna ötulastur á Norðurlöndum við að auka þekkingu almennings á hollum lifnaðarháttum. Hann skrifar í mörg blöð um þessi mál og gefur út blaðið Levvel, sem fjallar um þessi efni. Vikan hefur fengið einkarétt á öllu efni úr Levvel og mun birta það framvegis undir yfirskriftinni Lifið heil! Skrifar í fjölda blaða Með hjartaverndarsamtökin á bak við sig komst hann að með dálk í Politiken, og það sýndi sig fljótlega, að þörf var fyrir fræðslu í þessum efnum. Þættir hans tóku að birtast í vikublöðum, útvarpi og sjónvarpi, og hann varð æ vinsælli Lasse Hessel gefur sér líka tlma til að reka a/menna lækningastofu í Kaupmannahöfn. hann sjö ár, og allan tímann vann hann jafnframt. Næringarefnafræði skipar ekki háan sess í námsefni læknisfræði- I nema, en Lasse Hessel fékk fljótlega mikinn áhuga á þeirri grein, enda var honum Ijóst, hversu mikil áhrif mataræði hefur á heilsu manna. Löngum hafa verið í gangi ótal kenningar um hið eina rétta mataræði, og þarf ' ekki að undra, þótt margur hafi | orðið ruglaður og hneigst til að slá bara öllu upp í kæruleysi — Eitt sinn skal hver deyja — og allt það. Lasse Hessel gerir meira en að prédika ágæti hollrar fæðu, hann býr líka oft til mat sjálfur, auðvitað hollan, en einnig góðan. Lokaði sig inni í 3 ár Lasse Hessel fylltist löngun til að breyta þessum hugsunarhætti. Hann vildi upplýsa almenning um það, hvíliku máli mataræði og heilbrigt líferni skiptir og á hvern hátt það gerir svo. Hann fékk styrk frá samtökum svipaðs eðlis og Hjartavernd hér, og næstu 3 árin lokaði hann sig inni á vinnu- stofu sinni á Ríkisspitalanum í Kaupmannahöfn. Að þeim tíma liðnum hafði hann farið í gegnum flest, sem skrifað hafði verið um næringarefnafræði í bækur og tímarit, og af því var sannarlega ekki lítið til. Það var hins vegar ekki fyrir pétur og pál að skilja það. Og nú vildi Lasse Hessel koma vitneskju sinni á framfæri við almenning. í heimalandi sinu. En hann lét sér það ekki nægja, heldur heimsótti einnig vinnustaði, mötuneyti, skóla, verslanir o. fl. og lét ekkert tækifæri ónotað til að prédika mikilvægi heilbrigðra lifnaðar- hátta. Og nú skrifar hann i vikublöð og dagblöð á öllum Norðurlöndunum, auk þess sem hann hefur almenna lækninga- stofu í Kaupmannahöfn. Gefur út eigið b/að En allt þetta finnst Lasse Hessel ekki nóg. Hann hefur nú hafið útgáfu á sérblaði um heilbrigði, ef hægt er að skilgreina efni blaðsins þannig í einu orði. Blaðið heitir Lewel (Lifið vel), og kom fyrstá blaðiö út í september 1976 og 2. tbl. í nóvember s.l. Lasse Hessel skrifar mikið í blaðið sjálfur, en fær einnig marga góða menn með sér, sérfróða á sínum sviöum. i 1. tbl. Lewel er til dæmis aö finna greinar um höfuðverk, um áhrif áfengis á fóstur, um hundafæði (þ. e. fæði fyrir hundal), um trefjaefni í fæðunni, um hjarta- og æðasjúkdóma barna, flestar grein- anna stuttar og mjög aðgengilegar hverjum sem er. i 2. tbl. er fjallað um húðina og ýmislegt í sambandi við hana, freknur, exem, psoriasis o.fl., þar er grein um áfengi, vítamínskort og margt fleira. Einkaréttur Vikunnar Lesendur Vikunnar fá nú að kynnast ýmsu af þessu ágæta efni, því Vikan hefur fengið réttinn til birtingar á öllu efni Lewel. Munu greinar þessar birtast fram- vegis í Vikunni undir yfirskriftinni LIFIÐ HEIL, og er það von okkar og raunar vissa, að lesendur taki efni þessu vel. Nýjar loftþéttar umbúðir KAFFIÐ fmBrasilíu 2. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.