Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 11
minnimáttarkennd, þegar ég var
svona 14—15 ára, og þá var alltaf
sagt við mig, að ég myndi venjast
þessu, en ég get nú alls ekki sætt
mig við þetta samt. Ég heyröi (
útvarpinu um daginn, að það var
verið aö auglýsa 100% háreyð-
ingarmeðal, sem fékkst í einhverri
verslun, en ég missti af nafni
verslunarinnar. Getur þú fundið
nafnið fyrir mig? Þessi auglýsing
gladdi mig mjög, og ég hugsa
aði með mér, að nú fengi ég
kannski lausn á því, sem ég vil
fyrir alla muni. Ég vona því, að þú
getir hjálpað mér.
Getur þú sagt mér eitthvað um
loftskeytamál? Hvað er loftskeyta-
nám langt, og hvaða próf þarf til
þess að komst í það? Og svo að
lokum. Hvernig fara saman meyja
(kvk.) og tvíburi (kk.)? En meyja
(kvk.) og fiskarnir (kk.)? Hvernig
er skriftin, og hvað getur þú lesið
úr henni? n. .
Ein loðin.
Það er leiðinlegt að heyra um
allan þennan óþarfa hárvöxt, en
þú ættir nú ekki að þurfa að
örvænta. Sennilega er ráð/egast
fyrir þig að leita til snyrtisérfræð-
ings, ef þetta er mikið vandamát,
en annars fást ýmsar tegundir
háreyðandi lyfja i lyfjabúðum, og
eru þau alveg hættulaus, ef þau
eru rétt notuð.
Loftskeytanám er hægt að
stunda við Loftskeytaskólann, en
hann er til húsa aö Sölvhólsgötu
11 í Reykjavík. Inntökuskilyrði eru
gagnfræðapróf eða önnur sam-
bæriieg menntun, og svo eru
inntökupróf í þremur greinum,
þ.e. stærðfræði, ensku og
dönsku. Aða/áhers/a er þó lögð á
stærðfræði. Námið er bæði bók-
legt og verklegt og tekur tvö ár.
Margir notfæra sér námið sem
undirstöðu framhaldsnáms t. d.
símvirkjunar og símritunar.
Atvinnumöguleikar munu vera
nokkuð góðir.
Ast meyjar og tvíbura kemur oft
eins og þruma úr heiðskíru lofti,
en hún endist sjaldan lengi. Meyja
og fiskar eiga heldur ekki mjög vel
saman, þó er alltaf möguleiki á
góðri sambúð ef vi/jinn er fyrir
hendi hjá báðum aðilum. Skriftin
erekkisem verst, en stafsetningin
þyrfti að vera betri. Or skriftinni
les ég úrræðaleysi og feimni.
Svar til B. B.
Reyndu að slappa svolitið af,
þetta er örugglega ekki eins
alvarlegt og þú álltur. Haltu þig
heima næstu vikurnar og reyndu
að taka þig á, þá er von til þess, að
þú verðir tekinn aftur í sátt. Biddu
svo bara ró/egur eftir þvi, að þetta
jafni sig allt saman, og þá fer allt
ve/ að lokum.
DRAUMFARIR
Kæri Pósturl
Ég er 14 ára og skrifa þér til þess
aö spyrja þig ráöa. Þaö kemur
mjög oft fyrir, að ég fái martröð.
Það gerist þannig, að mér finnst
kannski allt ( einu um miðja nótt,
að ég sé vakandi og get mig þó
hvergi hreyft. Ég reyni þó að fara á
fætur, en fæ mig ekki hreyft með
nokkru móti. Þetta er ákaflega
óþægilegt og þreytandi, einkum
og sér í lagi, þar sem ég fæ þetta
æði oft.
Ég hef mikið hugsað um þetta
að undanförnu og datt í hug að
spyrja þig ráða í þessu sambandi.
Vona, að þú getir ráðlagt mér
eitthvað til þess að losna viö
þetta. Einn órólegur.
Það er nú slæmt, að þú skulir
ekki geta notið svefns fyrir slikum
draumförum, en þetta er víst ekki
svo óalgengt. Martröð getur
stafað af þvi, að viðkomandi
liggur i óþægilegum eða óeðli-
legum stellingum og hvílist þvf
ekki sem skyldi. einnig getur hún
átt sér sálrænar orsakir og er þá oft
illvigari. Ef þessu linnir ekki innan
tiðar, er ráðlegast fyrir þig að leita
læknis
Pennavinir
Mr. Fritz O/schewski, Pf. 101003,
D-509 Leverkusen, West-
Germany, 52 ára gamall skólastjóri,
sem hefur áhuga á frímerkjasöfn-
un og ferðalögum. Hann skrifar á
þýsku og rússnesku.
Gerður Gísladóttir, Hjöllum 10,
Patreksfirði, óskar eftir bréta-
skiptum við stelpur og stráka á
aldrinum 12—14 ára. Sjálf er hún
12 ára og áhugamálin eru fimleikar
eða íþróttir.
Krist/n Harðardóttir, Lyngási,
Biskupstungum, Árnessýslu,
óskar eftir bréfaskriftum við stráka
á aldrinum 12—14 ára.
Elísabet Guðný Tómasdóttir, Eyr-
arvegi 17, Grundartirði, Snætells-
nesi, vill komast í bréfasarhband
við 12 ára stelpur. Hún svarar
öllum brMum, en æskilegt er að
mynd fyigi i yrsta bréfi.
Bólu
morðinginn
Solution 41, nýja efnið frá Innoxa,
hefur oft verið nefnt „Bólumorðinginn'
þó meira í gríni en alvöru.
öllu gríni fylgir þó nokkur alvara.
Solution 41, frá Innoxa, er gert
sérstaklega fyrir táninga.
Solution 41 er litlaust
sótthreinsandi efni, sem vinnur
gegn algengu vandamáli
unglingsáranna — óeðlilegu
fitumagni í húðinni.
Solution 41 er framleitt
fyrir táninga, sem vilja stemma
stigu við hinu víðkunna
húðvandamáli.
INNOXA
Leitið upplýsinga um Solution 41. Reynið Solution 41.
Og ef björgunarbátur björgunarbátsins ykkar sekkur, þá
hafið þið enn einn björgunarbát til að bjargast á.
2. TBL. VIKAN 11