Vikan - 13.01.1977, Qupperneq 12
Smásaga eftir Friðgeir Axfjörð
Eitt rif
í
mannsins
síðu
Herbergið var í geimstíl. Fallega
nælonblússan hennar vinkonu minnar
hafði auðsjáanlega skriðið upp á
borðið í húmi næturinnar og tyllt
sér þar á gamlan teiknilampa án
minnstu blygðunar. Brjóstahöldin
hennar ríghéldu sér í hurðarhúninn,
dauðhrædd við blússuna.
Skórnir okkar lágu i faðmlögum
á gólfinu, forugir og blautir
eftir tunglskinsgönguna.
Ég vaknaði við, að það hrikti
átakanlcga í bárujámsklæðning-
unni á þakinu, um leið og storm-
hönd almættisins vafði saman
þokuslæðuna, sem legið hafði næt-
urlangt yfir firðinum. Áhugalaus
hani galaði í fjarska, úrillur yfir
töfinni frá skyldustörfunum í
hænsnahúsinu.
Byggðin var greinilega í svefn-
rofunum.
Timburmennimir mínir tóku
virðingarverðar rokur, ef ég hreyfði
höfuðið. Annars vom þeir með
lakara móti, enda langþreyttir efitr
alla helgargleðina. Helgin hér fyrir
norðan byrjar með því að öllum
bömm er lokað ó miðvikudögum.
Að athuguðu máli ákvað ég að
opna augun lítið eitt, þrátt fyrir
óljósar minningar um útganginn á
herberginu. — Fyrst að opna örlitla
rifu, svo mátti þurrka glýjuna úr
augunum, umleið og maður vandist
útsýninu.
Ég hefði getað svarið, að það
fyrsta sem ég sá væri svört biðu-
kolla, ef ég hefði ekki vitað, að þær
em alltaf hvítar. Þegar ég strauk
þessa, kom í ljós fjólublór hár-
borði og síðan gullfallegt kven-
mannsandlit. Mérfannstég kannast
við hana, en kom ekki fyrir mig
nafni hennar. Mér þótti það leiðin-
legt, því ég vil helst vera dús við
þessar gyðjur, sem temja sér að
sofa fyrir ofan mig.
Það reyndist mér auðvelt að leysa
þessi vandræði. Ég sá strax, að
konan var svo álitleg, að ég tæki
ekki nærri mér að kalla hana aðeins
ástina mína, englabyssuna mína,
eða eitthvað þess hóttar. öllu verra
var að gera sér grein fyrir hvsu- ég
hafði dottið ofan á þennan kjörgrip.
Herbergið var í geimstíl. — Fall-
ega nælonblússan hennar vinkonu
minnar hafði auðsjáanlega skriðið
upp á borðið i húmi næturinnar
og tyllt sér þar á gamlan teikni-
lampa án minnstu blygðunar.
Brjóstahöldin hennar ríghéldu sér í
hurðarhúninn, dauðhrædd við
blússuna. Þau héldu, að blússan
væri vofa, sem biði færis í drauga-
legri morgunskímunni. Skómir
okkar lógu i faðmlögum á gólfinu,
forugir og blautir eftir tunglskins-
gönguna. En það var allt í lagi, að
minnsta kosti em mínir skór ósér-
hlífnir að eðlisfari.
Ekki brá plötuspilarinn venju
sinni, blessaður karlinn. Hann fór i
gang í tíma og ótíma. Þama lá hann
sakleysislegur á gólfinu og hjakkaði
í sundur síðustu rásina á Julie
London, uppáhaldsplötunni minni.
Ég teygði mig í rofann og stöðvaði
hann.
Hafið þið nokkum tima tekið eftir
því hvað grór hversdagsleiki sunnu-
dagsmorgna getur níst mann voða-
lega? Jafnvel beinin í mér virtust
titra af einhverri spennu.
Vinkona min svaf enn. Ég þóttist
reyna að lagfæra hárbandið. Mér
fannst ég verða að vita, hver þetta
væri. Aðallega vegna þess að ég
skammaðist mín undir niðri fyrir að
rafmagnsheili minn skyldi hafa
orðið straumlaus um kvöldmat
gær — nú.og svo var ekkert að þvi
að sjá hana vakandi, þessa alparós.
Ég mundi að vísu eftir allri nótt-
inni, en af skiljanlegum ástæðum
var ég ekkert að spekúlera í því,
hver þetta væri í kolsvörtu myrkr-
inu.
En nú var hún að mmska.
Ég potaði gætilega í öxlina á
henni. Hún snéri sér geispanid að
mér. — Ég varð orðlaus. Gömlu
náttfötin mín fóm henni líka ágæt-
lega. Hún reis snöggt upp, skelfd á
svip. En svo var eins og hún áttaði
sig, og þó brosti hún og kyssti mig
á kinnina.
„Góðan daginn, kvennabósi.”
Bjartur hlátur hennar fyllti her-
bergið.
,,Hæ”. Það var eina orðið sem ég
mundi þessa stundina.
„Þarftu þú nokkuð að fara í
vinnuna í dag?”
„Hvaða helvítis vinnu?”
„Þú þarft að vinna eins og aðrir,
er það ekki”.
„Til hvers á að vinna?” Ég var í
einhverri leiðslu.
„Nú til þess að fá peninga,
maður”.
„Hvað á maður að gera með
peninga”.
„Kaupa mat, til dæmis”. Húr
var farin að brosa.
Ég er ekkert svangur”, stundi
ég og dró hana til mín.
Ég man ekki, hvað ég kyssti hana
mikið eða hvað lengi, en hún var
sofandi, þegar ég vaknaði aftur á
tólfta tímanum. Eg var enginn
maður til þess að hætta á að vekja
hana strax aftur. Ég lá og starði
upp í loftið um stund. — Það vai
farið að rigna. Það sækja alltaf að
mér heimspekilegar hugsanir, þegar
ég heyri dropana gæla við súðina.
Ég fór að hugsa um, að sennilega
væri konan best heppnuð af öllum
gallagripum náttúmnnar. Enda
segir bretinn, að hún sé gerð af
sykri, kryddi og öllum góðum
hlutum: Sugar and spice and all
things nice. Þetta finnst mér að
vísu bamalegt, en það dugir í
Englandi.
Ég hefi raunar aldrei skilið kon-
una til fullnustu. En frá þvi að ég
man fyrst hefi ég sungið man-
söngva til hennar í einlægri til-
beiðslu. Strax sem bam tók ég
konuna fram yfir aðrar dægra-
dvalir. Til dæmis man ég eftir því,
þegar strókamir á Eyrinni eyddu
öllum vetrinum í að búa til snjó-
karla, þó var ég orðinn sérfræðingur
í snjókerlingum.
Ég vissi ekki, að vinkona mín var
vöknuð, fyrr en ég fann hana hjúfra
sig upp að mér.
„Um hvað ert þú að hugsa,
vinurinn?”
„Konu, --konur meina ég”. É£
smeygði handleggnum utan um
hana. „Ég held að við karlmenn-
irnir eigum konumar”.
„Það leyndi sér ekkert í gær-
kvöldi, að þú hefir þessa skoðun,
elskan”.
„Guð almáttugur var ekki neinn
kommúnisti. Hann sýndi ekki
Adam Evu og bað hann að kjósa sér
konu. — Nei, hann bjó Evu til úr
rifbeini Adams og sagði, — Veskú,
vinur, hér er skvísa handa þér.
Hefir þú ekkert álit á konum?”
„Jú, — þær eru ærulausar, —
við strókamir sláumst þó stundum
um heiður okkar.”
Hefir þú aldrei slegist um heiður
konu?”
„AUt kvennafar er á sinn hátt
barátta um heiður konu, þær tapa
bara oftast í fyrstu lotu. — Eftir
12 VIKAN 2. TBL.