Vikan - 13.01.1977, Side 13
það er ekki hægt að slást um heiður
þeirra.”
„Við konumar emm ekkert verri
en þið karlmennirnir”.
„Þvíertþúekkiirauðum sokkum?
— Það er gömul indversk þjóðtrú,
að guðimir hafi gert konuna af kulda
fjallatoppanna, glóð úr víti eldfjall-
anna, herslu demantsins og grimmd
tígrisdýrsins. Við þetta blönduðu
þeir glaðværð sólargeislans, mýkt
rósablaðanna, lettleika fjaðrarinnar,
hræðslu hérans og augnatilliti dá-
dýrsins. — Ætlar þú að troða
þessari lýsingu upp á nokkum
karlmann?”
„Það munar ekkert um það.”
Vinkona mín var farin að brosa.
„Þetta er nú gott og blessað, ef
guðimir hefðu látið staðar numið.
En því miður vom þeir gripnir
sköpunaræði, og til frekari full-
komnunar bættu þeir enn við boga-
ínum mánans, nýtni vínviðarins,
sveiganleika slöngunnar, duttlung-
um vindsins, fordild páfuglsins,
kurri dúfunnar og málæði páfa-
gauksins. „Ekkert meira?”
„Jú, — það er sagt, að þeir hafi
litið með velþóknum á verk sitt.”
„Trúir þú þessu, vinur minn?”
Auðvitað trúi ég þessu ekki. —
Ég veit, að þessi sköpunarsaga
konunnar er ein aðalástæðan fyrir
því að forfeður okkar köstuðu
goðamyndum sínum fyrir kletta og
tóku kristna trú. Það er líka
notalegra að vita hana gerða úr rifi
Adams.
Ég fór ósjálfrátt að skóða vin-
konu mina, í huganum auðvitað,
með augum raunvísindamannsins.
Nú er það staðreynd, að allt frá
því að Adam fórnaði rifbeini sínu
sem hráefni í fyrstu konuna, höfum
við karlmennirnir oftast litið kon-
una frá sama þrönga sjónarhorninu
og við höfum stytt okkur stundir
með henni á fremur einhliða máta.
Þess vegna reyndi ég, eftir því sem
timburmennimir leyfðu, að velta
henni fyrir mér í huganum frá
lýjum hliðum. Ég rifjaði upp löngu
gleymdar staðreyndir úr efnafræði
skólaáranna. Þessar vangaveltur
ollu mér strax sárum vonbrigðum,
— því dásamlegur meðalstór
kvenmannslíkami inniheldur ekki
meira af sykri en nægja mundi mér í
átta kaffibolla, ég nota að visu þrjár
skeiðar í bollann. Aftur á móti
virðist meðalskvísan innihalda
nægjanlegt magn af klóri til þess að
dauðhreinsa vatnið í fimm stórum
sundlaugum.
Þetta eru eintómar mótsagnir.
Vatnsinnihald meðalkonunnar er
um fimmtíu lítrar, eða slarkandi
einu sinni í bað, ef maður kemur
ekki beint úr kolamokstri. Aftur á
móti er fitumagnið yfirdrifið í tíu
stór sápustykki. Þarna (í konunni
auðvitað) er óhemju magn af súrefni
sem nýta mætti til lógsuðu, en svo
lítið sait, að það gæti ekki haldið
kjötbita óskemmdum vetrarlangt.
Það er eitt og hálft kíló af kalki í
venjulegum konulíkama, að mestu í
beinum. Ég veit ekki, hvað það
nægir til þess að kolóna margar
vambir, enda er ég litið í sláturgerð.
Þama eru líka tólf kíló af kolefni,
sem ég veit satt að segja ekkert,
hvað hægt er að gera með.
Þegar ég rifjaði fyrir mér fosfór-
innihaldið, gerði ég mér fyrst ljóst,
hve stórhættulegan grip við karl-
mennirnir höfum verið að hand-
fjatla um aldaraðir. — Fosfórinni-
hald einnar konu mundi nægja til
framleiðslu ó tuttugu þúsund eld-
spýtum, en eins og allir vita getur
ein eldspýta kveikt stærstu skógar-
elda. Það er aftur ó móti bót i máli,
að járninnihaldið mundi varla
nægja í einn tveggja tommu nagla.
Brennisteinn er um allt í konunni,
fullkomlega nóg til þess að aflúsa
heilan hund.
Og allt í einu rann upp fyrir mér
jós, — nú veit ég af ’hverju
stórveldin hvetja konur til þess að
ganga í herinn: Úr glusseríninu,
)em kreista mætti úr einum konu-
íkama, má búa til djúpsprengju,
sem grandað gæti hundrað-ogfjöru-
tíu-miljón-dollara kjarnorkukafbóti
með allri áhöfn.
Mér fyndist synd að nota konur í
djúpsprengjur, nema þá eina og
eina.
Þegar hingað var komið hugleið-
ingum minum rann upp fyrir mér sú
gleðilega staðreynd, að rétt sköpuð
kona, þessi furðuvera, kostar ekki
nema níuhundruðfimmtíu og tvær
krónur, ef maður fær hana á
hráefnaverði.
Nú fór ég að líta ó málið frá
bjartari hlið. Ég treysti mér vel til
þess að gera frumdrög að kven-
2. TBL. VIKAN 13