Vikan


Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 21
hann snögglega. Bilhurð lokaðist. Siðan algjör þögn. Hún var rofin af kalli einhvers staðar fyrir ofan þau. Athygli Dav- ids beindist nú að húsi fyrir aftan hann. Hann snéri sér við til hálfs og horfði upp i glugga, sem glugga- hlerunum hafði verið hrundið frá og reið kona kom í ljós. Hann skildi ekki orð af þvi, sem hún sagði, en handahreyfingar hennar töluðu sinu máli. Þá leit David aftur að bíl- unum tveimur. Höfuðsmaðurinn yrði að kveða niður þessi mótmæli. Og það gerði hann lika. Hann steig eitt skref fram, ansaði henni og konan steinþagnaði. Eða ef til vill hefur einkennisbúningurinn gert gæfumuninn.Aftur var orðið frið- samlegt þarna á torginu. Höfuðsmaðurinn gekk yfir til Davids og horfði niður eftir dimma veginum. ,,Þeir eru ekkert að flýta sér.” Honum leist ekki á blikuna. „Aftari billinn er mikilvægari. Þangað fór Bohn til þess að gefa skýrslu um málið.” ,,Ef til vill trúa þeir honum ekki.” Það gat verið skýringin á þessari töf. „Þeir halda ef til vill að Jaromir Kusak og dóttir hans séu ennþá hérna.” „Irinu var ekki ætlað að komast hingað,” minnti David hann á. „Og málið verður flóknara fyrir bragðið,” svaraði höfuðsmaðurinn. Hann var yngri en David, hávax- inn og samsvaraði sér vel, og áreið- anlega fær maður. Á þessu augna- bliki virtist hann tuttugu árum eldri. „Ef þeir halda að Irina hafi ekki komið hingað, draga þeir ef til vill þá ályktun að Kusak bíði hennar enn hér.” „Ég held ekki. Bohn sá Jo og hún er sönnun þess að Irina hafi komið hingað. Lifandi sönnun,” sagði David alvarlegur. Við snérum á þá hjá Santa Mariukirkju, sagði hann við sjálfan sig og þvi skyldi okkur ekki takast það núna líka.” „En seinkunin...” „Þeir eru ef til vill að reyna að endurskipuleggja þetta allt saman,” sagði David. „Þá hljóta bílarnir tveir að vera með talstöðvar.” „Einhver stjórnar þessu, svo mikið er vist.” „Já.” „Hvorum megin fór Bohn inn í bílinn?” „Hann gekk niður veginn vinstra megin.” „Þá hlýtur hann að hafa farið inn í bílinn hægra megin. ” „Já, sennilega.” „Þér hafið góða heyrn.” „Ég hef atvinnu af- því,” sagði David og var að því kominn að skella upp úr. „Ég er tónlistar- gagnrýnandi.” Höfuðsmaðurinn tók eitthvað upp úr vasa sínum. „Aðeins sígar- ettukveikjari,” sagði hann við David og brosti. „Ekki skamm- byssa.” Hann benti á vasa Davids. „Og ég er ánægður að þér skylduð ekki hafa notað yðar. Hverrar tegundar er hún?” „Skammbyssa af ' gerðinni Beretta.1” „Ég fellst á að það er einföld lausn. En þess háttar aðgerðir hafa ævinlega óþægindi i för með sér.” Höfuðsmaðurinn brosti lítillega. „Notið ekki skammbyssuna. Við munum finna einhver önnur róð.” Hann gekk i áttina að miðju torgs- ins. „Um leið og þeir koma upp hæðina felið yður þá á bak við bilinn. Weber...” Hvort ég mun, hugsaði David. En hann dró hægri höndina upp úr vasanum. Er Weber heyrði rödd höfuðs- mannsins leit hann í kringum sig. Hann stóð enn við hlið Jos. „Já, Golay höfuðsmaður...hvað get ég gert?” „Forðið konunni i burtu af torginu.” Weber tók um hönd hennar. ,, Þetta er skipun. ’ ’ „Nei.” Jo leit á húsið fyrir aftan sig. Hlerunum á þremur gluggum hafði verið skipt frá og á bak við rúðuglerin sást móta fyrir dökkum skuggum. Útidyrnar stóðu opnar og þar stóð maður hálffalinn og hann var í hermannafrakka. Hún sá glitta á mólmhlut i hendi hans. „Er þetta lika samkvæmt skipun höfuðmannsins? ’ ’ „Já, maðurinn í dyrunum. Fólkið í gluggunum er aðeins að forvitn- ast um hvað sé á seyði.” Weber var lika forvitinn þegar hann horfði á þá David og höfuðsmanninn ræðast við. Hann hafði misst af þessum samræðum vegna konunn- ar. En honum var ómögulegt að skilja við hana svona kalda og illa á sig komna. Hún stóð varla i fæturna. „Komið nú,” sagði hann. „Ég verð að vera hér kyrr. Vinir Bohns verða að sjá mig. Annars trúa þeir honum ekki og...” Hún starði á veginn um leið og bílarnir komu i ljós. „David...varaðu þig.” Fremri bíllinn náði ekki að keyra hann niður, en straukst við Merced- esbílinn og beygði því næst snöggt til vinstri og hafði næstum ekið á steinvegg. Hinn bíllinn fylgdi í kjöl- farið. Á þessum fáeinu sekúndum höfðu mennirnir séð meira en Jo. Þeir höfðu líka séð skuggana í gluggunum og mann í dyragætt gerö 518 PRJÓNASTOFAN MBWtí Nýju peysurnar eru tilbúnar: 2. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.