Vikan - 13.01.1977, Qupperneq 36
Ný framhaldssaga
eftir ísknskan
höfund
Þau hafa komist vel af hér vestra.
Hannes er kaupmaður í Winnipeg
og hefur töluverð umsvif. Eldri
synimir Gisli og Öli, sem komnir
eru yfir tvítugt, eru honum dugandi
aðstoðarmenn. Yngri bömin tvö eru
faedd vestanhafs. Þau bera nöfn
móðurforeldra sinna, en eru ætíð
kölluð Alla og Benni. Þau eru nú
tólf og tíu ára.
öll fjölskyldan fagnar ferðalöng-
unum vel. Og Alla segir strax við
Gróu:
,,Þú mátt sofa í mínu herbergi”.
En Gróa vill vera hjá ömmu. Hún
hefur alltaf lúrt fyrir ofan ömmu,
öðmvisi hefur aldrei komið til
greina að hún sofnaði
Hús Dóru og Hannesar er nr. 729
við Oakstreet. Það er timburhús á
tveim hæðum og Gróu finnst það
vera höll. Allt er svo stórfenglegt í
þessu nýja landi. Og Gróa drekkur i
sig nýjungamar, eins og þeir sem
em sjö ára best geta.
Það var komið fram í október
þegar hún kom tU Ameríku og nú er
nóvember hálfnaður, en enn hefur
ekki fest snjó á jörðu og veðrið er
hlýtt og milt. Gróu finnst mikið tU
koma. hve allir em vel tU fara hér.
Hannes fer á hverjum morgni
spariklæddur tU vinnu sinnar í
búðinni og Dóra frænka er aUtaf
eins og drottning til fara svo og
böm hennar. Sjálf hefur Gróa
fengið mikið af nýjum fötum, þvi
Alla hefur gefið henni það sem hún
er vaxin upp úr, og svo hefur líka
verið saumað nýtt á hana. Henni
líður vel i nýja landinu, en þó er
skuggi þar á. Hún vaknar stundum
á nóttunni og heyrir að amma er að
gráta. ömmu langar heim til ísl-
ands.
Hún er búin að gleyma þvi, að
það hafi nokkurn tína verið kalt eða
vont veður á íslandi. Henni finnst,
að sumrin hafi verið löng og sólrík.
Og á veturna hafi verið hlýtt og
bjart inni. Hún er búin að gleyma
kuldabólgnum höndum, votum fót-'
um, haustrigningum og skammdeg-
ismyrkri. Hún man aðeins lækjar-
nið og fuglasöng, vinalegt baul í
söddum og jógurfullum kúm og.
jórtur ánægðs sauðfjár.
Þannig er Islarid fjarlægðarinnar,
iand þeirra sem farnir eru og munu
ekki artur snúa. Heimþráin nagar
þá i hjartastað og á nóttunni vakna
þeir upp frá draumum sinum um
landið í fjarska og gráta í hljóði.
Slíkar eru raunir Aðalbjargar frá
Gili. En hún reynir að leyna þeim.
Og Gróu bað hún að tala ekki um
við hitt fólkið að amma gréti á
nóttunni, Dóru myndi leiðast að
vita af þvi. Það má treysta Gróu,
þótt ung sé. Hún þegir yfir því, sem
hún er beðin fyrir.
Vissulega á lika Aðalbjörg sinar
gleðistundir. Hún hefur nú hitt
Þorvald son sinn. þann er vestur fór
með Dóru. Hann hefur einnig
komist vel af og er bóndi í
Albertafylki í Kanada. Hann kom
í haust til Winnipeg til að selja
hveiti og varð glaður að sjá móður
sína eftir langan aðskilnað. Konu á
hann af sænskum ættum, Louise að
nafni, og þrjú börn. Hann gefur
móður sinni myndir af fjölskyldu
sinni og er þau kveðjast, segi^t
hann koma í vor með alla fjölskyld-
una til Winnipeg.
Skömmu eftir að þær komu frá
íslandi var farið með Gróu til
læknis, sem athugaði líkamsbygg-
ingu hennar og heilsufar. Hann
kvað upp þann úrskurð, að vel
mætti reyna að skera upp á henni
bakið og fæturna til að það réttist
úr henni allri og hún yrði fær um að
ganga og gæti lifað eðlilegu lífi.
Læknir þessi hafði síðan samráð
við færan skurðlækni í New York,
og ákváðu þeir í sameiningu, að
Gróa skyldi koma til New York upp
úr áramótum, svo reyna mætti að
lækna hana.
Það er ákveðið, að Hannes og
Dóra fari bæði með henni, en amma
verði eftir í Winnipeg og annist
heimilið ásamt öllu. Þær sætta sig
báðar við þetta, þótt það þýði að nú
muni þær skilja í fyrsta sinn. En
ekkert er óvinnandi í þessu landi
furðuverkanna, þar sem stutt er á
hnapp á veggnum og þá kviknar
ljós i miðju lofti og hestlausir
vagnar æða um göturnar með
drunum og dynkjum. Þar er líka í
hverju húsi kassi með tveim stútum
á og sveif, sem snúið er. Síðan er
annar stúturinn borinn að vörum og
hinn að eyra og má þá tala við fólk
óravegu í burtu. Þetta kallast
telefón og það er ákveðið, að
Hannes og Dóra fóneri heim og láti
ömmu fylgjast nákvæmlega með
líðan barnsins.
I endaðan nóvember snjóar í
fyrsta sinn. En þá er líka jafnfallinn
þykkur snjór yfir öllu einn morgun-
inn þegar þau vakna og orðið ófært
með öllu fyrir vagna og.cars! Þeir
sem eiga hesta spenna þá nú fyrir
sleða, en hinir ferðast fótgangandi.
Alla og Benni eru í skóla á
hverjum degi og þau ásamt Gísla
segja Gróu til í ensku og öðrum.
námsgreinum á kvöldin.
Stundum fara systkinin út að
leika sér með sleða og þá taka þau
Gróu með sér. í fyrstu fannst henni
lítið gaman. Krakkarnir hópuðust í
kringum hana og góndu á hana og
sum gerðu sig líkleg til að kasta í
hana snjó, en Alla og Benni ásamt
tveim bræðrum úr næsta húsi vörðu
hana dyggilega og áður en varði var
hún orðin ein af hópnum. Henni fór
óðfluga fram i ensku og samlagaðisti
umhverfi sinu með ágætum. Það
var bana einstöku sinnum, þegar
hálfrokkið var og hún sat ein við
glugga, að hún fann eins og sting
við hjartað. Hvað skytdu þau nú
vera að gera heima á Gili?
Fyrir jólin kom bréf frá íslandi.
Það var allt gott að frétta heiman úr
sveitinni, skrifaði Stefán. Bærilegt
tíðarfar og góður heyfengur. Svo
voru fréttir af ýmsum i sveitinni.
Merkilegast af öllu var að Þórey
ætlaði að fara að gifta sig. Húr
ætlaði að giftast Andrési syni sére
Sveins.
Svo voru auðvitað hjartan;
kveðjur til allra og allt heimilisfólk-
ið og dýrin söknuðu Gróu og ömmu
og vonuðu að þær kæmu bráðum
aftur. Gróa þá fleyg og fær á eigin
fótum.
Þetta kvöld situr Gróa í stiga-
skoti og brynnir músum, þegar
barið er að dyrum og síðan gengið
inn. Þar eru komnir bræðurnir,
vinir barnanna. Þeir Kjeld og Kaj
Jensen.
Þeir bræður búa i næsta húsi við
hús Hannesar, það hús er nr. 232
við Elm-street. Þeir eru fæddir
vestan hafs af dönskum foreldrum.
36 VIKAN 2. TBL.