Vikan


Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 37
Nú koma þeir inn í ganginn og sjá horn af grænum kjól koma fram úr stigaskoti og er þeir athuga nánar kemur i ljós litil stúlka með grátbólgið andlit. ,,Gróa litla, ertu að skæla?” segja þeir Og áður en Gróa veit af er hún búin að segja þeim alla söguna, um ömmu, sem grætur á nóttunni og hvað hún sjálf þrái stundum innilega að komast heim til íslands, heim að Gili. Þeir bræður kannast nú við svonalagað, svona hefur mamma þeirra alltaf verið. ,,Hjemme i Randers," heitir það hjá henni. Lengi vel héldu bræðurnir að Rand- ers væri himnariki á jörð, en svo komust þeir að því, að afi þeirra hafði yfirgefið þessa paradís til þess að forða sér og sinum frá hungurdauða. En þeir lofa Gróu að segja engum. Og hún lætur fljótt huggast og brosir út að eyrum, þegar Kjeld lyftir henni á öxl sér og ber hana inn í stofu. Þar sitja Alla og Benni við eldinn með þurrkað korn í virboxum og láta það springa við hitann. Þetta er svo saltað litillega og etið með bestu lyst. Þannig liður margt vetrarkvöldið í friðsæld við arineld. Og áður en varir eru komin jól. Auðvitað eru þetta allt öðruvisi jól og meira um að vera en var heima á Gili. Þó hefur Dóra revnt að halda ýmsum íslenskum venjum. Hún bakar laufabrauð og steikir kleinur. Allir fá nýja flik fyrir jólin, svo enginn fari i jólaköttinn. Og á aðfangadagskvöld fá börnin hver sitt kerti. Einnig eru spil í pökkun- um, en svo er ótalmargt annað nýtt og framandi, skraut og glingur og feikileg ljósadýrð. Ekki fékkst neitt hangikjötið i Kanada, en þau átu reyktan ham, sem Gróu fannst skrýtinn á bragðið og amma gat alls ekki borðað. Reyndar hefur amma átt i mestu erfiðleikum með matinn i nýja landinu. Best þykir henni að fá nýjan fisk og hann er oft á borðum. En hér fæst ekkert skyr og þá ekki slátur eða annar súrmatur. Kindakjöt er sjaldan á borðum, það er gróft og ullarbragð af þvi. Mikið er borðað af hænsnum og nauta- kjöti. Nautakjötið er dágott, en hænsnin! Vesalings gömlu konunni. þykja þau mesti óþverri og klígjar við að leggja þau sér til munns. Sem betur fer er Gróa fljót að venjast breyttum matarvenjum og borðar allt, sem hinir krakkarnir telja gott. Um hátiðarnar koma íslenskar fjölskyldur búsettar í Winnipeg saman á heimilunum. Það er boð í Oak-street á jóladag og svo eru þau öll boðin í önnur hús kvöld eftir kvöld. Og það er spilað og drukkið púns, unga fólkið dansar og gömlu konurnar fara í peysufötin sín og gömlu mennirnir i sparifötin. Þá er spjallað á hreinni íslensku. Börnin fara í leiki og fá eins mikið góðgæti og þau geta í sig látið og lfið er leikur. Snemma í janúar fara Hannes og Dóra með Gróu litlu til New York að hitta lækninn. Eftir langa og stranga ferð með lestinni koma þau i stórborgina, frá járnbrautarstöð- inni aka þau í,, kari’ ’ að húsi læknis- ins. McGrain læknir er af skoskum ættum, hann er smávaxinn og snaggaralegur og Gróu list vel á hann. Eftir að hann hefur skoðað hana kveður hann upp þann úr- skurð að hún komi minnst fimm árum of seint. Hefði hún komið nýfædd eða ekki eldri en tveggja ára, hefði verið leikur einn að rétta alla liði og hún hefði orðið full- komlega eðlileg. Hann vill þó ákveðið skera hana og telur að hún muni geta fengið mikla bót og eigi að geta gengið upprétt með tíman- um, en fullkomlega rétt verði hún aldrei héðan í frá. Gróu er nokkuð sama, þótt hún verði hölt og snúin. Hún á að fá að ganga, en ekki alltaf að þurfa að skríða eða láta aðra bera sig. Það er í hennar augum fullkomnun alls hins besta, sem fyrir getur komið. Nokkrum dögum seinna er hún svo skorin upp. Þegar hún vaknar eftir aðgerðina, er hún öll reifuð, frá höku og niður á tær og hún finnur skelfing mikið til alls staðar. Svona verður hún að liggja í tvær vikur og má ekki hreyfa sig. Dóra er kyrr 1 New York og kemur til hennar á hverjum degi. Hannes varð að fara heim að sjá um verslunina. Dóra les fyrir Gróu og segir henni fréttir að heiman. Allir heima í Oak-street biðja að heilsa henni og vinir hennar Jensen-bræðurnir hafa beðið fyrir kveðju til hennar. Amma hlakkar mikið til að sjá hana aftur. Þegar Gróa losnar úr reifunum og má fara að hreyfa sig ætlar Dóra að láta hana tala við ömmu í telefón, svo anna geti heyrt að hún er lifandi og hress. Þessar tvær löngu vikur eru liðnar, búið er að taka mikið af umbúðunum af Gróu og setja spelkur við bak hennar og fætur. Þær verður hún að hafa í heilt ár, en nú má hún fara heim til Winnipeg. Þar mun Dr. Gordon fylgjast með henni, siðan á hún að koma aftur til New York fyrir næstu jól, svo McGrain læknir geti séð hver árangurinn hefur orðið. Þetta er langur timi fyrir litlu stúlkuna. En heimilisfólkið og vinir hennar stytta henni stundirnar. Amma og Dóra annast um hana og i hvorri viku kemur Gordon læknir og skoðar hana. Þannig líður veturinn, áður en varir er komið vor og orðið hlýtt i lofti. Vetrar- klæðnaðurinn er lagður til hliðar og föt úr þunnum efnum og í ljósum litum tekin fram. Jafnvel amma afklæðist vaðmálspilsinu og dag- treyjunni og fer í köflóttan bómull- arkjól. Á daginn er búið um Gróu á bekk úti á dyrapallinum, þegar gott er veður. Þar getur hún fylgst með öllu sem fram fer á götunni framan við húsilð og notið útiverunnar. Einn daginn kemur Hannes fær- andi hendi. Hann heldur á kassa undir hendi sér og upp úr kassanum kemur dálítill kettlingur, kolsvartur með hvítan blett á bringunni. Gróa er himinlifandi, kisi er nefndur Depill og hann styttir henni ótal stundir með ærslum sinum og látum. Þegar hann er þreytturi leggur hann sig i handarkrika hús- móður sinnar og malar. 1 endaðan nóvember er aftur farið með Gróu til Nsw York, Mc Grain tekur af henni spelkurnar og skoðar hana nákvæmlega. Síðan gefur hann fyrirskipanir um hvernig hún skuli þjálfa fætur og bak og segir, að hún muni geta gengið og unnið öll léttari störf, enda þótt vinstri fótur muni alltaf verða styttri og vinstri mjöðmin hærri en sú hægri. Fyrst um sinn á hún að nota hækjur, en með vorinu ætti hún að geta kastað þeim. Það er hamingjusöm Gróa, sem hoppar um á hækjunum sínum jólin 1906. Upp úr áramótum tekur Gróa til við nám sitt af miklum áhuga, það er stefnt að því, að hún geti sest í skóla með jafnöldrum sínum næsta haust. Um vorið leggur allt heimilisfólk- úr Oak-street í ferðalag, þau ætla til Alberta að heimsækja Þorvald og fjölskyldu hans. En aðalerindið er að gifta Gisla. Hann hafði dvalið hjá Þorvaldi sumarið áður og unnið að uppskeru- störfum. Þar hafði hann kynnst frænku Louise. Karin Svenson að nafni.og nú ætla þau að ganga í hjónaband. Þau eiga skemmtilega viku hjá Þorvaldi og brúðkaupið fer fram með viðhöfn og miklu tilstandi á heimili Svensons. Gróa er nú laus við hækjurnar og gengur um á eigin fótum, hún er glöð og ánægð, enda þótt hún sé hölt og muni alltaf verða. Hún unir sér vel i nýja landinu, en samt er ennþá öðru hvoru eins og stingur í hjartað, þegar hún hugsar heim að Gili. Þau fá stundum bréf að heiman. Þar gengur lífið sinn vanagang og ekkert stórvægilegt hefur borið til tíðinda siðan þær Gróa og amma hennar yfirgáfu ísland. Þegar þau fara frá Alberta verða Gísli og Karin eftir hjá Svensor. , en þau ætla sér að setjast að i Winnipeg með haustinu. Gróa er tíu ára. Hún gengur í skóla i Winnipeg ásamt frænd- systkinum sinum og öðrum vinum. Nú nefnist hún Gróa Olson. Hannes og fjölskylda hans tóku upp Olson-nafnið, sér og öðrum til hægðarauka og um svipað leyti ættleiddu Dóra og Hannes Gróu. I skólanum gengur Gróu vel og hún á marga góða vini. Oft skreppur hún yfir í Elm-street að spjalla við Mor-Jensen. Danska konan hefur aldrei lækn- ast af heimþránni og hún segir Gróu margar sögur frá lifinu ,,hjemme i Randers.” Þeir Kaj og Kjeld eru lika alltaf bestu vinir Gróu. Eina vinkonu á Gróa, sem hún segir engum frá, ekki einu sinni ömmu. Það er kona að nafni Kate Holly. Hún býr nálægt járnbrautar- stöðinni og engin kona í allri Winnipeg virðir hana viðlits. Engin getur verið viss um að maður hennar hafi ekki einhvern- tíma skroppið í stutta heimsókn til Kate Holly. Gróa kynntist henni einn vetur- inn í vondu veðri. Hún var á leið heim úr skóla, köld og hrakin. Engir af vinum hennar voru með henni i þetta sinn og allt i einu stakkst hún á höfuðið i skafl. Þá fann hún, að sterkar hendur toguðu i hana og hún sá framan í vinalegt andlit ókunnrar konu. Konan lyfti henni upp og bar hana i hús skammt frá. Þar þurrkaði hún fötin hennar og gaf henni te og kex. Þetta var Kate Holly. Hún spjallaði heilmikið við Gróu, en bað hana að 2. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.